Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1949, Page 32

Skinfaxi - 01.11.1949, Page 32
96 SKINFAXI an mótinu með ræðu. Þakkaði hann öllum, sem það sóttu, íþróttafóllcinu sérstaklega, öllum, sem hefðu unnið að undirbúningi mótsins, heimamönnum góða fyrirgreiðslu, og bað mannfjöldann að lokum syngja: Island ögrum skorið. Var rösklega tekið undir það. Að lokum var hrópað ferfalt húrra fyrir fósturjörðinni. Þegar hér var komið, var kl. rúmlega hálf tólf og fóru því margir að búast til heimferðar, einkum hóp- ar, sem langt áttu heim, eins og vestur á Snæfellsnes, upp í Borgarfjörð og víðar. íþróttafólkið, sem lengst átti, eins og Norðlendingarnir lögðu upp snemma næsta morgun. Lög-gæzla. Mótið fór vel og prúðmannlega fram og ölvunar gætti ekki verulega. Hinsvegar var öflug lögregla á mótinu, sem fjarlægði tafarlaust þá, sem gerðust áber- andi ölvaðir, enda var ölvun stranglega bönnuð og svo er raunar einnig á almannafæri, samkvæmt lands- lögum. Þeir, sem ekki fóru tafarlaust í burtu, voru geymdir í poka á þokkalegum stað, þar til ölviman var runnin af þeim. Hlutu 11 þau örlög, hvorn dag. Löggæzluna önnuðust ungir menn úr Árnessýslu, sem vanir eru Iöggæzlu á samkomum þar eystra og hafa réttindi til lögreglustarfa. Stjóm þessara mála annaðist Gísli Bjarnason löggæzlumaður á Selfossi. Lögreglumenn- irnir unnu verk sín með afbrigðum vel og áttu sinn þátt í því, að mótið bar menningarblæ og varð ung- mennafélögunum til vegsauka. Niðurlag. Landsmótið í Hveragerði er merkur íþróttaviðburð- ur og athyglisverður þáttur í félagslífi þjóðarinnar. Svo fágætur er slíkur mannfagnaður, þar sem 250 íþróttamenn sýna listir sínar, í frjálsíþróttum, sundi,

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.