Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1949, Side 44

Skinfaxi - 01.11.1949, Side 44
108 SKINFAXI allt sænskt, söngur og ræður og mikið um sænska þjóðbúninga. Ef til vill svipar svona hátíð til Islend- ingadags í Vesturheimi. Svo ákveðnir voru þeir í því, að allt skyldi vera sænskt, að fylgdarmaður okkar sagði við eina dönsku stúlkuna, þegar henni varð á að nefna Helsinki: „Þetta segir maður ekki á alsænsku- vikunni, heldur Helsingfors.“ Mér flaug í hug: Hve- nær verðum við svona röggsöm gagnvart amerískum slettum hér heima. Dísa hafði farið heim í kvennaskólann með vin- stúlku sinni, sem var í Krogerup í fyrra, til þess að klæðast íslenzka þjóðbúningnum (upphlut), og var nú komin. Ekki er því að leyna, að margir virtust hafa löngun til að skoða búninginn, og ekki hefir hann dregið úr hugmyndum manna um auð og velsæld á Islandi. Og þar kom, að svo mikið fjölmenni safnað- ist í kringum okkur, að stjórnandi samkomunnar sá þann kost vænstan, að fara að hátalaranum og til- kynna ,að hér væri komin stúlka frá Islandi, Ásdis Rikarðsdóttir, i þjóðbúningi lands síns og bað hana að gjöra svo vel að koma upp þangað, sem söngflokkur- inn var, svo mótsgestir mættu allir sjá þennan fagra búning. Um kvöldið var okkur boðið á dansleik í Brand- gardshuset. Þegar ég nú í endurminningunni sé stóra pailklædda fagurlega málaða salinn, með myndir af brunaliðsmönnum á veggjunum, og hundruð ung- mennafélaga í þjóðbúningum dansandi gömlu sænsku þjóðdansana eftir fiðlunum, í geislandi birtu, með glæsibrag og yndisþokka hinnar lífsglöðu og þrótt- miklu æsku, þá held ég, að ég verði að taka undir það með Norðmönnunum, sem þeir sendu heim til blaðanna í Bergen, að hvergi hafi þeir komið á jafn glæsilega samkomu. Kl. 8 morguninn eftir, settumst við í stóran lang- ferðabíl og sátum þröngt, eins og í ferðalögum heima.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.