Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1949, Page 45

Skinfaxi - 01.11.1949, Page 45
SKINFAXI 109 Þennan dag allan vorum við á ferðalagi. Margt bar fyrir augun, sveitir, þorp, borgir, bæir, gamlar kirkj- ur og gistihús. Dtsýnið frá Aulangon-turninum er ógleymanlegt og táknrænt fyrir hið finnska landslag. Turninn er hlaðinn úr höggnu granit og stendur á bröttum skógarás. Veðrið var svalt, og skiptist á skin og skúrir. Seint um kvöldið rann bíllinn út á ferjuna, sem flutti okkur til Pargas. 1 flýti þvoðu menn sér, snæddu kvöldverð og gengu svo til náða. Norðmennirnir Herman Schanke, Olaf Stenbö, Vil- hjálmur og ég urðum herbergisfélagar í nemanda- íbúð niðri við ströndina. Næstu fjórir dagar á Pargas liðu ótrúlega fljótt, og er þó fleira að minnast en hægt er að segja frá í stuttu máli: Kl. 8 f.h. voru fánar dregnir að hún og dregnir niður kl. 9 að kveldi. Tíminn frá 9 til 12 fer oftast í ræðuhöld og fyrirlestra, nema einu sinni fórum við og skoðuðum stórmyndarlegt bú þar í nágrenninu. Eftir hádegi var setið á fundum eða farið í smáferða- lög um nágrennið og út í yztu sker. Og ein ferð var far- in til Qvidja. Þar er virkisborg frá því um 1400. Vel hefur hún verið hlaðin, því hvergi sést, að steinn hafi raskazt, en þykkir eru veggimir, víða hátt á annan metra. Að mestu er þetta hús notað sem geymsla. Á heimleiðinni fengum við dásamlega fagurt veður. Eftir mat var skemmtikvöld og áttu fulltrúar hvers lands að skemmta í 30 mínútur. Finnarnir léku smáleik, og Anna Maja Holm las ættjarðarkvæði, var það óvenju- lega voldugur og hrífandi upplestur. Danirnir lásu upp, Nils Ebbesen var einn af þeirra hálfu. Norðmenn- irnir dönsuðu norskan dans og lögðu smáspumingar fyrir menn, t. d. fékk Vilhjálmur þessa spurningu: Hver er munur á norskum og sænskum stúlkum? Hann svaraði, að munurinn væri afar mikill. Þær norsku kæmu alltaf beint á móti manni, en þær sænsku hlypu frá mamii. En þegar loks er búið að ná í þær, þá væri

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.