Skinfaxi - 01.11.1949, Page 48
112
SKINFAXI
„Minn frið til þeirra, er féllu, þú kyrrð og kös
þá geym.
og Kains-merki leyndu und blóðstorkunni
á þeim.“
Sólin kemur upp og kastar löngum greniskuggum
út á kyrran vatnsflötin. — Við göngum fram á bryggj-
una; Finnarnir fara að syngja, og litlu síðar baðast allt
í morgunsólinni. Og enn koma hendingarnar eftir
Stephan G. Stphansson í huga
„Það er hollt að hafa átt
heiðra drauma vökunætur,
séð með vinum sínum þrátt
sólarskin um miðja nátt,
aukið dag við ævi þátt,
aðrir þegar stóðu á fætur.
Grímur S. Norðdahl.
Úr skýrslu Guðmundar Hjaltasonar um fyrirlestraferð um
Árness- og Rangárvallasýslu í október 1909. Hann heimsótti 9
Umf. og hélt 15 fyrirlestra.
„Byrjaði í Grimsnesinu, hélt tvo fyrirlestra í Ivlausturhól-
um, voru þar um 40 áheyrendur. í Skarði í Landsveit hélt ég 2,
voru þar um 50 áheyrendur. Tvo á Seljalandi undir Eyjafjöll-
um, 55 áheyrendur. Tvo i Marteinstungu í Holtum, 80 áheyr-
endur. Tvo á Stokkseyri, 140 áheyrendur. Einn á Eyrarbakka,
100 áheyrendur. Einn i Sandvík, 22 áheyerendur. Einn í Hraun-
gerði, 40 áheyrendur. Veður var oftast bærilegt, nema i Land-
sveit var sandhríð svo varla sást Skarðsfjall frá Fellsmúla.
Margir komu langt að á fyrirlestrana ........ Nærri alstaðar
talaði ég um: „Norsk ungmennafélög“. Og þar sem fyrirlestr-
arnir voru tveir: „Ætlunarverk íslenzkra ungmennafélaga“.
Hver fyrirlestur stóð yfir í 1% tima, og gaf ég mönnum kost
á að koma með spurningar og sumir gerðu það. Virtist mér að
fólk hefði mikinn áhuga á að nota fyrirlestrana........Heim-
ili þau sem ég kom á, voru jafn snjöll í myndarskap góðum
norskum og dönskum sveitabæjum.........