Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1949, Side 50

Skinfaxi - 01.11.1949, Side 50
114 SKINFAXI Guðmundur var ungmennafélagi af lífi og sál, og fast mótaður af áhrifum þeirra. Mannkostir hans, erfðir og uppeldi áttu góða samleið með hugsjónum Umf. Þegar hann vann seinustu störfin i þágu U.M.F.I. seint i júní, sagði hann: „Það er heppilegast að ljúka þessu af á morgun. Næstu daga fer ég sennilega á sjúkrahús til athugunar.“ Þetta sagði Guðmundur brosmildur og hjartahlýr að vanda — æðrulaus um eigin hag — en áreiðanlega helsjúkur, þvi um all- mörg ár háði hann baráttu við illkynjaðan sjúkdóm, sem enn hafði ágerzt. Þótt Guðmundur væri hversdagslega mildur og ljúfur í viðmóti, átti hann bjargfastar skoðanir, byggðar á vandlegri yfirvegun eigin sannfæringar. I landsmálum hafði hann ákveðnar skoðanir. Þegar honum þóttu rakaleysurnar og fjarstæðurnar ganga úr hófi fram, kvaddi hann sér stundum hljóðs. Er sérstök ástæða til að minnast þess hér með þakk- læti, að er lævíslega var vegið að ungmennafélags- hreyfingunni 1936 og hún þá að ýmsu leyti veik til varnar, sendi hann af sjálfsdáðum frá sér rökfastar blaðagreinar, er hröktu lið fyrir lið ásakanir þeirra, sem ætluðu að molda ungmennafélögin og „búa til“ nýja æskulýðshreyfingu. Guðmundur sætti aðkasti, en hopaði hvergi. Hafði hann jafnan næg rök til varnar og sótti því fastara á, sem deilan stóð lengur. Lauk þeim viðskiptum svo, að andstæðingur hans, sem var slíkum vopnaburði vanur í meira lagi, var fullkom- lega rökþrota og beið eftirminnilegan ósigur. Enda lifði fóstur hans skammt eftir það. Þannig var Guðmundur Eggertsson, þessi yfirlætis- lausi og hógværi maður, vígdjarfur og öruggur til sóknar og varnar, þegar honum fannst níðst á góðum málstað. Hélt hann þá sannfæringu sinni fram með rökum og prúðmennsku við hvern sem var. Slíkra manna er gott að minnast. Minning hans og annarra

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.