Skinfaxi - 01.11.1949, Side 57
SKINFAXl
121
fram, með nokkrum breytingum. Voru þær allar við 2. gr. lag-
anna, orðalagsbreytingar og nokkur viðauki. Þá tók nefndin
upp sinávægilegar breytingar á 5. gr. og 8. gr. Voru þær allar
samþykktar samhljóða. Lögin verða birt annarsstaðar í þessu
hefti, með áorðnum breytingum.
II. íþróttamál.
1. Sambandsþingið telur, að íþróttaskólinn í Haukadal eigi
að liljóta réttindi til að litskrifa kennara í islenzkri glimu,
enda yrði sérstök reglugcrð sett þar um. Þá beinir þingið því
til stjórnar U. M. F. í. að hún liafi samvinnu um kennsluskip-
un skólans og styðji skólann á annan hátt eftir beztu getu.
Jafnframt beinir þingið þeim tilmælum til ungmennfélaga al-
mennt að þau notfæri sér skólastarfsemi þessa vel og vinni
að því, að sem flestir áhugamenn í félags- og íþróttalífi Umf.
eigi þess kost að sækja íþróttaskólann í Haukadal.
2. Sambandsþingið felur sambandsstjórn að beita sér fyrir
því, að héraðssamböndin njóti aðstoðar héraðsskólanna við
skipulagningu íþróttamálanna og kennslu í íþróttum.
3. Samþykkt var að kjósa þriggja manna nefnd til þess að
vinna að samræmingu í kcnnslu vikivaka og útbreiðslu þeirra.
4. Sambandsþingið telur að skortur íþróttatækja hafi háð
iþróttastarfseminni undanfarin ár. Beinir þingið því þeim til-
mælum til stjórnar U. M. F. í. að hún vinni að því að héraðs-
sambönd verði ekki afskipt með þau íþróttatæki, sem til
Jandsins flytjast.
5. Skorað á sambandsfélögin að sjá vandlega um viðhald og
endurbætur íþróttamannvirkja þeirra, sem þau hafa gert.
(íþróttamálanefnd).
6. Samþykkt að beina þeim tilmælum til sambandsfélaganna,
að þau beiti sér fyrir fjölbreyttari iþróttaiðkunum meðal
kvenna og unglinga, (sérstaklega hópíþróttum og leikjum).
(Stefán Ól. Jónsson).
III. Skemmtanalífið.
1. Sambandsþingið skorar á öll Umf. að vanda sem bezt til
dagskráratriða á samkomum sínum og bendir í þvi sambandi
sérstaklega á leikstarfsemi, kvikmyndir, söng, bæði kórsöng
og almennan söng ættjarðarljóða, einnig upplestur þeirra,
vikivaka og fyrirlestra. Treystir þingið á þroska almennings
til þess að meta skemmtanir, sem menningargildi hafa.
Jafnframt þessu minnir þingið á skyldu Umf. við menning-