Skinfaxi - 01.11.1949, Side 59
SKINFAXI
123
í sambandi við skógræktarmálin almennt minnir þingið á,
að U.M.F.l. hefur sérstakar skyldur við Þrastaskóg og felur
þingið sambandsstjórn að láta gróðursetja þar þroskavænleg-
ar trjáplöntur og ákveða framtíðarskipulag skógarins i sam-
ráði við kunnáttumenn í þessum greinum. Treystir þingið á
liðsinni Umf. til að prýða og fegra Þrastaskóg. (Starfsmála-
nefnd).
VI. Norræn samvinna.
Sambandsþingið lýsir ánægju sinni yfir samstarfi þvi, sem
tekizt hefur milli U.M.F.Í. og annarra" ungmennasamtaka á
Norðurlöndum. Jafnframt leggur þingið áherzlu á að auka
beri þá kynningu, samvinnu og vinarhug t. d. með gagnkvæm-
um heimsóknum. 1 því sambandi telur þingið mjög æskilegt, að
héraðssamböndin og einstök Umf. taki virkan þátt i þessu
samstarfi. (Starfsmálanefnd).
VII. Sjálfstæðismál þjóðarinnar.
1. Sambandið leggur á það áherzlu, að íslendingar eru vopn-
laus þjóð og telja strið mannkynsböl, sem einkum bitnar á
hinni uppvaxandi kynslóð. Telur þingið skyldu hvers íslend-
ings að stuðla að því, að vandamál þjóðarinnar og þjóða í
rnilli séu leyst á grundvelli lýðræðis og mannréttinda, en ekki
með blóðugu ofbeldi. Telur þingið nauðsynlegt að þetta við-
horf sé gert sem Ijósast erlendum þjóðum.
2. Sambandsþingið telur að íslendingar verði að sækja það
mál sem fastast að íslenzkum handritum, sem geymd eru í
erlendum söfnum sé skilað hið fyrsta. Þakkar þingið þann
skilning, er fram hefur komið í þessu máli meðal danskra
ungmenuafélaga og lýðháskóla.
3. Sambandsþingið leggur á það áherzlu að endurskoðunar-
ákvæði Keflavíkursamningsins verði notfært í því skyni, að
rekstur flugvallarins komist i hendur ísléndinga. (Eirfkur J.
Eiríksson og allsherjarnefnd).
4. Sambandsþingið telur hið mesta nauðsynjamál fyrir efna-
hagslegt sjálfstæði þjóðarinnar, að landhelginnar sé vandlega
gætt og hún færð út, sem frekast er kostur á.
(Eiríkur Kristjánsson).
VIII. Fjárhagsáætlun fyrir 1949.
Tekj u r :
Eftirstöðvar frá f. ári .......................... kr. 11.872.19
Frá íþróttasjóði .................................. — 48.000.00
— rikissjóði ..................................... — 15.000.00