Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1949, Page 60

Skinfaxi - 01.11.1949, Page 60
124 SKINFAXI Skattur frá félögum ................................. — 9.000.00 Tekjur af Skinfaxa .................................. — 21.500.00 Kr. 105.372.19 Gjöld : Reksturskostnaður ............................ kr. 10.000.00 Þingkostnaður .................................. — 6.000.00 Til íþróttamála ................................ — 50.000.00 — útgáfu Skinfaxa ............................ — 24.000.00 — skógræktar ................................. — 2.500.00 — bindindis- og útbreiðslumála ............. — 4.872.19 Óviss útgjöld .................................. — 8.000.00 Kr. 105.372.19 (Fjármálanefnd). IX. Önnur mál. 1. Sambandsþingið lýsir ánægju sinni yfir setningu laga um félagsheimili og telur þau marka tímamót í húsbyggingarmál- um ungmennafélaganna. (Allsherjarnefnd). 2. Sambandsþingið telur nauðsynlegt að stofnaður sé og starfræktur menntaskóli í sveit. (Eirikur J. Eiriksson). 3. Sambandsþingið felur ungmennafélögunum að annast út- breiðslu Skinfaxa og innheimtu, hvert á félagssvæði sínu. Skulu félögin halda skrá yfir kaupendur ritsins og láta stjórn U.M.F.Í. í té áfrit af henni árlega. (Gísli Andrésson, Axel Jóns- son). 4. Sambandsþingið samþykkir að halda 8. landsmót sitt að Eiðum vorið 1952. (Daníel Ágústínusson). Framangreindar ályktanir voim allar samþykktar með sam- hljóða atkvæðum. Nokkrar tillögur og breytingartillögur voru felldar. Umræður urðu yfirleitt miklar um flest málin. Fóru prúðmannlega og drengilega fram, þótt skoðanamunur væri stundum allmikill. Fundir hófust með söng ættjarðarljóða. Árnaðar- og kveðjuskeyti bárust þinginu frá Stórstúku ís- lands, Noregs Ungdomslag og Föroyja Ungmannafélag. Þingið samþykkti að senda heiðursfélaga U.M.F.Í. Birni Guðmundssyni, Núpi, heillaskeyti í tilefni 70 ára afmælis og Benedikt G. Waage forseta Í.S.Í. vegna 60 ára afmælis. Risu fundarmenn úr sætum þeim til heiðurs. Stjórn U.M.F.l. var öll endurkjörin, en hana skipa: sr. Eiríkur J. Eiriksson Núpi, sambandsstjóri, Daniel Ágústínus- son Reykjavík, ritari, Daníel Einarsson Reykjavík, gjaidkeri,

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.