Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1954, Side 59

Skinfaxi - 01.11.1954, Side 59
SKINFAXI 155 FRÉTTIR OG FÉLAGSMÁL Nýtt UMS. Hinn 24. maí var haldinn í Vík stofnfundur Ungmennasam- bands Mýrdœlinga. AÖ stofnun þess stóðu þau fjögur ung- mennafélög, sem starfandi eru í Mýrdal, Umf. Skarphéðinn (form. Magnús Þórðarson), Umf. Kjartan Ólafsson (form. Óskar Jóhannesson), Umf. Garðarshólmi (form. Gunnar Þor- steinsson) og Umf. Kári Sölmundarson (form. Erlingur Sig- urðsson). Samþykkt var, að sambandið gengi í UMFÍ, enda voru flest félögin i því áður. Sambandið gekkst fyrir hátíða- höldum 17. júní og iþróttamóti í ágúst, enda hafði iþrótta- kennsla farið fram á vegum þess. Stjórn sambandsins skipa: sr. Jónas Gíslason, Vík, formað- ur, Sigþór Sigurðsson, Litla-Hvannni, Erlingur Sigurðsson, Sólheimakoti, Óskar Jóhannesson, Ási og Ólöf Ólafsdóttir, Vík. Ungmennasamband Mýrdælinga er 20. héraðssambandið innan Ungmennafélags íslands. Við bjóðum það velkomið og árnum því allra heilla. Suomen Nuorison Liitto 75 ára. Samband finnsku ungmennafélaganna, Suomen Nuorison Liitto, minnist 75 ára afmælis síns með hátíðahöldum i Helsinki 1.—3_ júli í sumar. Ilefur UMFÍ verið boðið að senda full- trúa þangað. Ef einhverjir ungmennafélagar liefðu áhuga á og ástæður til að sækja hátiðina, ættu þeir að liafa samband við skrifstofu UMFÍ sem allra fyrst. Norræna mótið 1955. Norræna æskulýðsmótið næstkomandi sumar verður haldið dagana 5.—12. júní í Suður-Jótlandi. Dagana 5.—9. júní verð- ur dvalizt í Sönderborg íþróttaskólanum, sem er norðan við þýzku landamærin. Sönderborgskólinn er einn glæsilegasti skóli Dana, nýiega byggður eftir ströngustu kröfum nútimans. Ferðir til merkra staða í nágrenninu verða farnar. Dagana 9.—12. júní verður mótið í Suður-Slésvík. Þá verður ferðast til margra merkra staða sunnan landamæranna. Dönsku ung- mcnnafélögin sjá um mótið í samvinnu við dönsku ungmenna- félögin í Suður-Slésvílc.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.