Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1944, Blaðsíða 2
Hefur skipið farist, vegna þess, að það hafi verið yfirísað og mist jafnvœgi sitt af þeim sökum.
Á mánudagskvöldið, þegar Laxfoss strandaði, gekk á með austanroki og hríðarjeljum, en
frostlítið var. Þá um kvöldið og aðfaranótt þriðjudagsins var Max Pemberton í landvari við
Snæfellsnes eftir hina greiðu ferð yfir Breiðafjörð. Á þriðjudagsmorgun var batnandi veður og
þýðviðri. Ef um ísun hefði verið að ræða um nóttina, sem þó er ólíklegt, eftir þeim upplýsingum,
sem fyrir hendi eru, þá er það þó enn ólíklegra, að Pétur Maack, skipstjóri, sem viðurkendur
er af öllum, sem afbragðs sjómaður, myndi tefla skipi og mönnum í tvísýnu, með því að halda
af stað úr landvari á skipinu svo á sig komnu.
Var skipið niður-nítt og því illa viðhaldið?
Skipið var 26 ára gamalt eða nákvæmlega á meðalaldri togaraflotans íslenzka. Utgerðar-
maður þess Halldór Þorsteinsson, skipstjóri, í Háteigi, er kunnur að því að hafa haldið skipinu
í eins góðu ástandi og frekast er hægt með gömul skip. Sparaði hann hvorki til þess fé né eftirlit.
Ef skipið hefur farist vegna þess, að það hafi verið gamalt og slitið, þá vofir sama hættan
yfir flestum öðrum skipum íslenzka togaraflotans, jafnvel í enn ríkara mæli, en hún vofði yfir
þessu skipi.
Hefur skipið farist vegna ofhleðslu?
Það er kunnugt, að togararnir allir með tölu hafa undanfarin 2—3 ár flutt nærri tvöfalt
meira fiskmagn til Englands í hverri ferð, en talið var fullfermi fyrir ófriðinn. Þessari aukningu
farmsins hefur verið náð með því, að nær allur fiskurinn er nú hausaður, fiskurinn minna ísaður,
hillum fækkað og fisklest stækkuð með því að minka kojabox. En fiskfarmur kemur þá að nokkru
leyti, í stað kolaforða í skipinu, sem er miklu minni en áður.
Að þessum breytingum hefur stuðlað — áhugi útgerðarmanna og sjómanna til þess að nota
þetta einstæða og síðasta tækifæri þessara gömlu skipa til þess að búa í haginn fyrir sig og sína í
framtíðinni — og jöfnum höndum ásælni hins opinbera eftir fjármunum útgerðarinnar. Síðast
liðið ár mun ríkið hafa tekið í skatta af þessum gömlu fleytum um 15 milljónir króna. Er þá
ótalin sú gífurlega upphæð, sem sjómenn og starfsmenn fyrirtækjanna greiða í skatt til ríkisins
af tekjum sínum. Hjá sumum útgerðarfyrirtækjum hafa skattgreiðslur útgerðarinnar einnar,
numið hærri upphæð, en allt kaup skipshafnarinnar, að áhættuþóknuninni meðtalinni.
Hér hafa verið gerðar svo miklar kröfur og lagðar á svo þungar byrgðar, að engan þarf
að furða, þótt hin gömlu skip kynnu að slygast undan þeim.
Þetta sérstaka skip Max Pemberton sigldi 12 ferðir til Englands s. 1. ár og var stærð fisk-
lestar allan þann tíma sú sama, sem hún var í þessari ferð. Frá því sem hún var s. I. ár bendir
ekkert til, að um aukna hættu hafi verið að ræða í þessari ferð, af völdum ofhleðslu.
Höfum við gert það, sem okkur bar að gera?
Það verða allir að taka höndum saman um það að minka þær kröfur, sem gerðar eru til
afla-afkasta hinna gömlu togara.
Haustið og skammdegið stunda togararnir yfirleitt veiðar á Halamiðum þ. e. djúpt út af
ísafjarðardjúpi. Síðustu daga hverrar veiðiferðar og á heimleiðinni eru skipin orðin mjög fram-
hlaðin. Sigling af Halamiðum til Reykjavíkur og Hafnarfjarðar er eflaust hættulegri af völdum
veðurs og sjóa, en siglingin til Englands er af þessum sökum, því að áður en skipin leggja af
stað úr heimahöfn áleiðis til Englands er lýsið og veiðarfærin látin í land og tekin kol til út-
siglingar. Liggur þá skipið jafnara og er þess vegna betra í sjó að leggja.
Það kemúr til álita, hvort ekki eigi til aukins öryggis að setja lagafyrirmæli um það, að
togarar, sem vetrarmánuðina stunda veiðar fyrir norðan Látrabjarg skuli leggja lýsi og vörpur
í land á Vestfjörðum og að um skipin skuli gilda að öðru leyti, sömu reglur er þau leggja af
stað frá Vestfjörðum, og gilda er þau fara úr heimahöfn í Englandsferð.
2
Framh. á 6. síðu.
V ÍKINGUR