Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1944, Blaðsíða 46

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1944, Blaðsíða 46
StaSan eftir 16. leik svarts: örlagaríkur millileikur, ef 16. — B—g3 þá Dxf7, og svart gæti ekki varið mát í næsta leik. 17. Kgl—fl Bh2—g3 Nú nægir ekki 18. Dxd7, vegna IIxf7 og svart forðar mátinu jafnframt. 18. Df3—e3 BcSxho Rothöggið. — llvítt má ekki drepa á h3, vegna 19. — IIa8—e8! 19. Bd3—d5 Bh3—e6 20. c3—c4 Auðvitað ekki 20. Bxa8, vegna B—c4. 21. II—e2 D—hl. 22.D—gl Bxe2 og hvítt tapar drottning- unni. 20. Be x d5 21. c4 x d5 IIa8—e8 22. Ilel—e2 Dh4—hl 23. De3—gl He8xe2 G e f i ð. Óli Valdimarsson. íri var kallaður til vitnis í morðmáli. Er hann steig inn í vitnastúkuna, spurði dómarinn, hvort hann hefði séð manninn skjóta. — Nei, en ég heyrði hvellinn, var svarið. Dómarinn vísaði honum þá burt, sem gagnslausu vitni. Þegar Irinn steig út úr stúkunni, hló hann. Dómarinn kallaði þá á hann aftur og sagðist ætla að refsa honum fyrir tiltækið. — En fyrirgefið, sáuð þér mig hlægja? mótmæliti Irinn. — Nei, en ég heyrði hláturinn, svaraði dómarinn. — Það var skrítið, þér voruð að enda við að segja, að slíkt væri gagnslaust, sagði írinn. — Næsta vitni, hvæsti dómarinn. Harmleikseyjan Sönn saga frá Thaiti, sögð af James Humbert en skrifuð af Alan Burgess. Þegar ég kom til Tahiti frá Samoa, kom það mér á óvart er ég frétti að ég yrði að bíða í 6 mánuði eftir skipsferð til Bandaríkjanna. Því sem betur fór var ég ekki tímabundinn, svo ég tók mér ferð á hendur á litlum bát til Bora-Bora (eyja N.V. af Tahiti í Kyrrahafi). Eg hugsaði að það myndi verða rólegra þar, og svo varð líka. ■—■ Auk franska lögreglumannsins var Jimmy Humbert eini hvíti maðurinn á þessari eyju. Hann var um 55 ára gamall, gráhærður og mjög sólbrúnn. Að því er virtist var eina löngun hans að baða sig í sólskininu og reykja pípuna sína. Hann sagði mér að í þrjátíu ár hefði hann ferðast um suð- urhöfin, en það eina, sem ég vissi um hann, var að hann kom frá Englandi. Dag nokkurn sátum við Jimmy á tröppunum við sumarhúsið hans. Fyrir framanokkurvarlitligarð- urinn hans, með tveimur rauðlitum, blómstr- andi blómarunnum. — Fyrir utan var rykug hvít gatan og hinum megin var lónið, blátt og gáru- laust, sem náði út að hvítum klettarifunum, sem voru í mílu fjarlægð. Landkrabbar af öllum stærð- um vor þarna bröltandi, og stukku inn og út úr holum sínum eins og kanínur. Jimmy kastaði smá- steini að einum stórum náunga, sem var að reyna að draga laufblað að greni sínu. Þegar steinninn kom niður, snéri krabbinn sér, snögglega eins og köttur, en hörfaði svo hægt und- an og veifaði klónum. Hann var ekki fallegur, og það var reyndar enginn þeirra. Búkurinn var dökk- rauður, svartar loðnar fætur, sem minntu mann á kóngulær, og ógeðslegar hvítar klær. Jimmy hló. „Skemmtileg lítil kvikindi! En þér trúið því víst varla, að þeir séu mannætur?“ „Mannætur?" endurtók ég tortrygginn. „Eg meina ekki að þeir myndu ráðast á yður, þeir hafa meira vit en það. En þeir éta allt. Einu sinni munaði minnstu að þeir ætu mig, en þá bjarg- aði einn þeirra lífi mínu!“ „Þetta fer að verða sögulegt!“ Svaraði eg. „Svo var það líka,“ svaraði Jimmy, og varð al- varlegur á svipinn. Það var „Mjög alvarleg saga!“ „Mig langar til að heyra hana“, svaraði ég, en Jimmy sló úr pípunni sinni og sagði mér eftir- farandi sögu: Það ,var fyrir mörgum árum, þegar ég var ung- lingur. Eg vann í vörugeymsluhúsi í Liverpool, og eins og fjöldi drengja á mínum aldri, eg held — varð leiður á því sem eg hélt vera tilbreytingar- 46 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.