Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1944, Blaðsíða 35

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1944, Blaðsíða 35
upp í 5 til 600.000 kr. í allra mesta lagi. En áð- ur en slíkt yrði, kæmi sennilega til Teits og Siggu eins og þar stendur, því varla mun verða talið, að hæfilegt vátryggingarverð togarannaís- lenzku í því ástandi sem þeir eru, verði mikið yfir 4 til 500.000 kr. Framlagsaukningin er því í orði en ekki á borði. Þeim sem gera sér einhverja grein fyrir, hvernig fiskveiðum hér yrði hagað að styrjöld- inni lokinni, dylst það ekki með hliðsjón af því sem vitað er, að aðrar þjóðir hafa aðhafst í þess- um efnum, að við þurfum lífsnauðsynlega á að halda mörgum stórum og góðum botnvörpuskip- um. Fyrsta skilyrðið til þess að fá þau er, að eiga peninga fyrir þeim. Slíkir peningar munu \’arla verða til aflögu í ríkissjóði. Og enda þótt einstaklingar hér á landi eigi nóga peninga, er engin trygging fyrir, að þeir verði notaðir til skipakaupa. Það verður því að vera áframhald- andi krafa sjómanna og annara, er heilt hyggja þjóðinni til heilla, að Alþingi sjái betri ráð held- ur en hingað til, til þess að auka nú strax stór- lega nýbyggingarsjóðina. En auk þessa er 3. gr. sama frumv. mjög at- hyglisverð, sérstaklega fyrir þá sem afla brauðs- ins í sveita síns andlitis og mest erfiða við fram- leiðsluna, er heldur yfirbyggingunni uppi, en jafnframt verða verst úti ef atvinnutæki vantar, en þar segir: „Fjármálaráðherra skipar 7 skatt- stjóra á eftirtöldum stöðum: I Reykjavík, á Ak- ureyri, á Isafirði, í Neskaupstað, í Hafnarfirði, á Siglufirði og í Vestmannaeyjum. Skattstjórar skulu hafa þekkingu á bókhaldi og endurskoð- un. “ Það mætti vænta að svo verði til ætlazt, að það vel væri um þessa menn búið, að þeir ekki þyrftu að slíta sér út, um aldur fram af ofmikilli vinnu og þeim yrði fengið sæmilegt skrifstofu- hald og starfsfólk. En ekki er ólíklegt, ef allt þetta væri komið í kring, að einhverjir af borg- urunum klóruðu sér á bak við eyrað og rif juðu upp fyrir sér kvæði Davíðs Stefánssonar Skrif- stofubáknið, en þar eru þessi erindi: Með kænsku er þessari skrifstofu skipt í skápa og bása og deildir, en þar eru skjölin svo skorin og klippt og skipað í flokka og heildir, unz hlaðarnir minna á fannþakin fjöll, sem flóa i mórauðum lækjum, og við þetta bætast svo ógrynnin öll af allskonar vélum og tækjum. En þarna fær borgarinn skjal eftir skjal, sem skráð er gegn réttlátri borgun, og honum er vísað sal úr sal og sagt, að koma á morgun, og svona gengur það ár eftir ár, því alltaf er nóg að skrifa, og alltaf fær borgarinn skipulagsskrár og skilríki fyrir að lifa. I sama mund var einnig á ferðinni i Alþingi frv. um eignaraukaskatt, er stjórn F. F. S. I. sendi einnig mótmæli gegn, að því er snertir skattlagningu á varasjóðseignir útgerðarfyrir- tækja. Á þeim grundvelli, i fyrsta lagi hve út- gerðin er áhættusamur atvinnuvegur, og þeim mun meiri sem ásigkomulag atvinnutækjanna er verra. I öðru lagi, að eignaaukning þessa at- vinnuvegar síðustu árin getur ekki talist réttur mælikvarði á raunverulegan grundvöll fyrir af- komu hans. Þeir eru víst margir smáútvegsmennirnir sem ekki eru enn búnir að gleyma þeim hungurgöng- um er þeir áttu í höfuðborginni, er þeir komu úr veiðistöðvunum, til þess að fá rekstrarlán í bönkunum, og gengu dag eftir dag á milli Hero- desar og Pílatusar og áttu að koma aftur ,,á morgun“, en morgnarnir urðu oft ótrúlega margir, stundum kom svo loks einhver úrlausn, en stundum engin. Samkvæmt áætlun var talið, að því er snerti útgerðina að frá henni kæmi, ef frv. næði fram að ganga 3. 427. 575 kr. (í Reykjavík) en ekki var vitað hvað mikið kæmi utan Rvíkur. Ein- hver skyldi nú ætla og margur vera ánægður yfir, að fé þetta skyldi ganga til sjávarútvegs- mála landsins, þar sem það var beint at útvegn- um tekið, eða þingmenn hugsuðu sér að láta ,,ríkið“ endurnýja að einhverju skipastólinn. Ónei, það var ekki meiningin. Eignaaukaskatt- urinn skyldi skiptast þannig: „1/3 til alþýðu- trygginga og byggingu verkamannabústaða, 1/3 til raforkusjóðs, byggingar nýbýla og landnáms í sveitum og 1/3 til framkvæmdasjóðs ríkisins. Flutningsmenn frumvarpsins voru þrír, enda bitanum skipt í þrennt. Það er máske ,,villutrú“ að það sé með „sérstöku tilliti" en aðeins síð- asti þriðjungurinn virðist miðaður við möguleg „þjóðarheill“ þó ekki sé kunnugt hver þremenn- inganna hefir látið vitið ráða með þeirri uppá- stungu. I þessu sambandi má benda á að á fjárlögum 1944 16. gr. sem heitir Til atvinnumála er veitt; stendur þetta m. a.: Til nýbýla 310.000 kr. 1 4. lið sömu gr. Til lánadeilda smábýla, loka- greiðsla 100.000 kr. 1 10. lið sömu gr. Til bygginga í sveitum 550.000 kr. Auk þess er heimild í fjárlögum til þess, „að verja allt að 100.000 kr. úr ríkissjóði VÍKINGUR 35

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.