Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1944, Blaðsíða 40

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1944, Blaðsíða 40
Henry Hálfdánsson: Góð bók, sem sjómenn ættu að eignast Þorleifur Jónsson: HornstrendinKabók. Þorsteinn M. Jónsson. 324 bls. kr. 52,00. Það færist nú mjög í vöxt, að skráðar séu sögur hinna einstöku héraða, og er það vel. Ef sögur þessar eiga að koma að fullum notum, þurfa þær að gefa sem gleggsta lýsingu af sveitunum og fólkinu, sem þar hefir háð baráttu fyrir tilveru sinni, og þeim viðburðum úr lífi þeirra, er skilið hafa eftir einhver spor, eða markaðir eru í minn- ingu samtíðarmannanna. Vestfirðingar hafa heldur látið bíða eftir sér með sínar héraðalýsingar. En þess var að vænta, að hér- uð þau, þar sem nútíma íslenzk sagnagerð á upp- tök sín, og þaðan sem Flateyjarbók er runnin, létu ekki bíða eftir sér öllu lengur. Það er líka myndar- lega af stað farið. I fyrra kom út Barðstrendinga- bók, með mörgum gullfallegum lýsingum af þessu fagra en nú umferðarlitla héraði, þar sem Kolla- búðafundirnir voru áður haldnir, og fyrrum veizl- urnar á Reykja-hólum. Og nú fyrir hátíðarnar kom svo út Hornstrendingabókin, og ekki gefur hún hin- um héraðalýsingunum eftir að gæðum. Gildi slíkra sagna, sem og flestra ritverka, fer eftir því, hvað þeim tekst vel að heilla sig inn í meðvitund þeirra, sem lesa þær. Þegar þeim tekst að seiða til sín sífelt nýja og fleiri lesendur, verða þær sígildar. Ég veit lítil deili á höfundi Hornstrendingabókar, önnur en hann sjálfur gefur í formálanum, að hann sé fæddur og uppalinn í Hælavík (sem sjómenn stundum kalla „Heljarvík"), og því Hornstrending- ur ! húð og hár. Þá get ég heldur ekkert borið um sannindi þeirra viðburða, sem bókin segir frá, en hitt getur hver séð, sem eitthvað les í bókinni, að hún er vel skrifuð, og af næmri tilfinningu fyrir því, sem sagt er frá. Þegar hann lýsir lifnaðarháttum og baráttu fólks- ins við óblíða náttúru, einangrun, skort og alls kyns hörmungar, verða frásagnir hans lifandi og festast í meðvitund þess, sem les. Átakanleg er lýsingin á ástæðum afskekkta býlisins, þar sem maðurinn sat yfir konu sinni dauðvona í skammdegisbylnum og hún deyr af barnsförum, meðan tvö stálpuðustu börnin reyna að sækja hjálp torvelda leið til næsta bæjar. Þegar faðirinn örvænti eftir þeim, yfirgaf hann ósjálfbjarga börnin hjá líkinu, til að leita þeirra, og fann þau frosin hjá garði. Þannig voru þau kjör, sem hinir afskekktu einyrkjar áttu stund- um við að búa. „Slíkar sögur hafa ef til vill verið of algengar í lífi íslenzkrar alþýðu tii þess að vert þætti að halda þeim á lofti, og þegar þær eru sagðar í skáldsögum, þykja þær nú ótrúlegar og hafa á sér reifarablæ, en veruleikinn er oft skáldskapnum ýkjukenndari. Þær eru stundum auðlesnari úr svip víknanna sjálfra og bezt sagðar í kyrrðinm vfir grónum tóftum eyðibýlanna," segir höfundurinn í bókinni. Þá lýsir höfundurinn baráttunni við björgin með því pennavaldi, sem sá hefir, er þekkir það af eigin raun, sem hann er að skrifa um. Langhugnæmastur finnst mér samt kaflinn um sjóferðirnar. Þar er lýst hjartaslögum þess athafnalífs, sem hélt lífinu í fólkinu, hóf það yfir hversdagsleikinn og mest mótaði þá menn, sem sköruðu fram úr. Ég get ekki ímyndað mér annað, en að þeir, sem þekkja eitthvað til sjómennsku, hljóti að hrífast af sumum lýsingunum um það efni í bókinni. Fyrstu kynnum unglinganna af hafinu þarna norður frá lýsir hann þannig: „Hafa þeir oft setið á ströndinni og horft á æðisgengnar öldur Dumbshafsins æða að landi í reglubundnum röðum og ráðast á ströndina, hverja á eftir annari. Háir, þunnir faldir þeirra gnæfa við himin og það er eins og þær færist í auk- 10 VÍKINGV R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.