Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1944, Blaðsíða 18
Bandarikjatogari. Augljóst er aS
skip þetta er af allru nýjuslii
(jertj, stórt oy mjög fullkomiti,
enda uin 20 úru aldursnxunur <í
því oy íslenzku logaranuni ú
neðrt' iitijndiiini og hefir llanda-
rikjatogarinn það fram yfir, scm
lickninni hefir fleygt fram um
þessi 20 úr.
Framtíð útgerðarinnar væri tryggð, ef hún
fengi að njóta hæfilegs hluta af tekjum þeim er
hún aflar, og sjómönnum vorum væru fengin í
hendur nýtízku skip, svo að hæfileikar þeirra
nytu sín til fulls. En því er ekki að fagna vegim
þess að á Alþingi virðist ríkja mikið skilnings-
levsi á þessum málum. Af hreinum tekjum útgerð-
arinnar, er þegar tekið í skatta (iO—66%, en það
virðist mörgum alþingismönnum ekki uóg, því tvö
['rumvörp, sem mundu hafa dregið mjög úr mögu-
leikum til endurnýjungr og aukningar togaraút-
gerðariiniar, ef þau hefðu orðið að lögum, voru
lögð fram á Alþingi s.l. haust.
í öðru segir svo: „Nú er nýbyggingarsjóður
orðinn jafnhár hæfilegu vátryggingarverði skips
eða skipa skattþegns, að dómi ríkisskattanefndar,
eða sjóðurinn er orðinn tvær milljónir króna, og
má hið skattfrjálsa framlag í nýbyggingarsjóð þá
eigi nenia hærri upphæð en 1/6 af hreinum tekj-
um íélags samkv. framansögðu. Þessi takmörkun
á skattfrjálsu nýbyggingarsjóðsframlagi skal þó
ekki koma til greina fyrr en sjóðurinn er orðinn
'100 þúsund krónur.“
Með öðrum orðum, þegar félag, sem á sjö skip,
hefur eignast tæp 300 þús. kr. í nýbyggingarsjóð
á skip. missir það rétt til að leggja í varasjóð, en
eftir núgildandi lögum má leggja 1/6 ai hreinum
tekjum félags í varasjóð.
Varasjóður og nýbyggingarsjóður, eru báðir
jafn nauðsynlegir útgerðinni. Varasjóðurinn til
tryggingar rekstrinum, og til að bæta upp ný-
byggingarsjóðinn, sé hann ekki megnugur að end-
urnýja framleiðslutækin.
Hvað er hæfilegt vátryggingarverð togaranna?
1 frumvarpinu er ekki gert ráð fyrir að tekin
sé til greina sú upphæð, sem útgerðarmenn hafa
vátryggt skip sín fyrir, og sá varnagli er sleginn
að láta meta váti'yggingarupphæð skipanna til
þess að nýbyggingarsjóðurinn verði ekki óhæfi-
lega hár!!
Hinu frumvarpinu, sem er um eignaraukaskatt,
er aðallega stefnt gegn varasjóðum útgerðarimiar.
Það er viðurkennt í sameiginlegu áliti Milli-
þinganefndar í skattamálum 1943, að í Reykja-
vík konxi 2/3 hlutai' eignaraukaskattsins niður á
útgerðinni.
Eignaraukniug útgerðarinnar er svo til öll í
varasjóðiun og nýbyggingarsjóðum útgerðarfélag-
anna. Pé nýbyggingarsjóðs er geymt í reiðu fé
og opinberum verðbréfum í bönkum undir eftir-
liti þriggja manna nefndar, sem skipuð er skv.
tilnefningu atvinnumálaráðherra, Landssambands
ísl. útvegsmanna og Alþýðusambandsins.
Lítur nefndin eftir því, að fé nýbyggingarsjóð-
anna sé ávaxtað á þann hátt, sem lög mæla fyrir
og að því sé ekki ráðstafað öðruvísi, en til er
ætlazt. Ef út af því er brugðið falla á fé nýbygg-
ingarsjóðs fullir skattar. Það er vitanlegt, að
varasjóðir útgerðarfyrirtækjaima eru þau verð-
mæti, sem fólgin eru í eignum fyrirtækjanna, skip-
um, fasteignum, fiskverkunarstöðvum, verksmiðj-
um, ýmiskonar vörubirgðum o. s. i'rv. Varasjóð-
irnir eru að mjög litlu leyti handbært fé.
Islenzkur togari, hátt ú þrítugsaldri.
18
VlKINGUR