Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1944, Blaðsíða 41

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1944, Blaðsíða 41
ana, hnipri sig saman, áður en þær rétta úr sér til þess að steypa sér yfir hamra og fjörur strandar- innar. 1 huganum eru áhorfendurnir í vörn við vá- leik þessara eyðandi aldna. Þeir stýra báti að landi, leita, hvernig bezt sé hægt að forðast brotfalda þeirra, bíða eftir lögum til þess að lenda upp í mal- arvoga strandarinnar, og gera sér í hugarlund, hvernig þeir eigi að skipa mönnum sínum fyrir og láta stýrisvölinn leika sér í hendi til undanhalds og sigurs á trylltum andstæðingi. Oft er öll vörn auð- sjáanlega tilgangslaus, en þær bárur, sem nokkrar líkur eru til að unnt sé að verjast, gefa smávöxnum sveinum, sem á ströndinni sitja, umhugsunarefni og verða þeim til íhugunar á varnarkerfi þeirra.“ Höfundur mun sjálfur lítið hafa fengizt við sjó- ferðir, en hann hefir haft ágæta sögumenn og glöggt auga fyrir því, sem gerðist í kringum hann. Þeir sjómenn, sem kunnugir eru Vestfjarðamiðunum og leitað hafa hælis undir Grænuhlíð í vetraraftökum, munu betur en aðrir skilja kafla eins og þessa: „Svo fór sem Albert ætlaði um veðrið. Þegar nær dró Staðarhlíð, sást ekkert fyrir særoki. Albert lét fella segl og mastur og stjórnaði svo bátnum undan rok- inu. Langt inn með hlíð var nú haldið í svo æðis- gengnum aftökum, að Albert gat ekki gteint nema þann, sem næst nonum sat í bátnum. Himr voru huldir af sæmkinu, en háir og þunnir brotíaldar vindbáranna ginu yfir bátnum. Eitt sinn, er nokk- uð dró úr aftökunum, kallaði Albert til Einars, sem næst honum sat, og spurði, hvort ekki mundu allir í bátnum. Einar kvaðst halda, að svo væri. — — Hvert átti nú að halda til ur.dankomu? Vestur yfir Djúp var hátnum ekki leggjandi í aftaka hvass- viðri og svartasta hríðarbyl skammdegisins. Eina vonin til bjargar mönnunum var að hleypa gegn- um brim og boða upp á Grænuhlíð. Undan miðri hlíðinni er sker eitt, og utan þess virtist Albert brot landbrimsins vera einna minnst, þar stöðvaði hann förina og hélt bátnum lengi utan brimgarðs- ins og athugaði lögin og lendinguna. Slétt malar- fjara var þar fyrir, en ofarlega í fjörunni var stór steinn. Lögin voru stutt, það dró aðeins úr mesta brotinu um stundarsakir. í fyrstu virtist hverjum þeim bani búinn, sem hleypti þar í land, en við nákvæma athugun sýndist hinum athugula for- manni helzt líkur til, að hér gæti hann skilað há- setum sínum á land. En hann og ,,Þorskur?“ Jú, þeir myndu fylgjast að, en hvert?“ Helzt finnst manni vera hægt að álasa höfundi fyrir það, sem hann hefur látið ósagt. Fyrir hvað kaflinn um sjóferðir Hornstrendinga er tiltölulega stuttur, borið saman við annað efni bókarinnar. Því af meiru mun hafa verið að taka. Samt er þarna að finna ýmislegt, sem vel hefði mátt missa sig. Eins og þar sem sagt er frá druknun Magnúsar Elíassonar, þar sem tilgangurinn virðist ekki annar en segja lesendunum: „að drukknum slævaðist hon- um listin og athyglin í rokbyljum Grunnavíkur, og þar fórst hann.“ Slíkar getsakir um mann, sem lét eggja sig fast út í veður sem hann vantreysti og ekki átti aftur- kvæmt úr, virðast heldur sleggjudómar. Það er ó- trúlegt, að ekki hafi verið hægt að tína til eitthvað annað, um mann, „sem var lista sjómaður og dreng- ur ágætur, og þótti mikil eftirsjá að.“ „En oft skýzt þó skírir séu.“ í heild er bókin vel skrifuð og hin fróðlegasta og líkleg til að fá varan- legt gildi. Höfundur hefur gefið þeim héraðsögurit- urum, sem á eftir koma, gott fordæmi með margt. Hafi hann þökk fyrir það sem hann hefir áorkað. Þegar svo góðar sagnir berast frá þeim héruðum Vestfjarða, sem einna hljóðast hefur verið um í seinni tíð, hvers má maður þá ekki vænta, þegarfar- ið verður að skrifa sögu þeirra sem eftir eru. Þang- að, sem straumarnir lágu, og mættust í hringiðu meira og örara athafnalífs. Mörg slík héruð eru enn eftir, nema hvað birzt hafa einstaka brot á stangli. Hvað dvelur Breiðfirðingabók, Steingrímsfirð- ingabók, og — ísfirðingabók? Svo aðeins nokkrar séu nefndar. íslenzkir skipstapar 1943. 27. jan. sökk m.b. „Geir goði“ V.E. 10, 21 smál. frá Vestmannaeyjum. 13. febr. fórst m.b. „Draupnir' ‘ Í.S. 322, 16 smál. frá Súðavík. 17. febr. fórst m.b. ,,Þormóður“ B.A. 291, 101 smál. frá Bíldudal. 4. marz fórst m.b. „Ársæll“ G.K. 527, 22 smál. frá Njarðvík. 17. marz strandaði og eyðilagðist m.s. „Artic“, 488 smál. frá Reykjavík. 10. maí strandaði og eyðilagðist m.b. „Víðir“, G.K. 35, 7 smál. frá Reykjavík. 21. maí sökk b.v. „Garðar“ G.K. 25, 462 smál. frá Hafnarfirði. 5. nóv. strandaði m.b. „Björn austræni“ S.I. 8, 73 smál. frá Siglufirði. 2. des. strandaði m.b. ,,Sæborg“ Í.S. 498, 12 smál. frá Súgandafirði. 26. nóv. fórst m.b. „Hilmir“ Í.S. 39, 87 smál. frá Þingeyri. Bátar undir 5 smál. eru ekki taldir hér með. (Slvsav.fél. fslands). Á árinu 1943 hafa íslendingar þannig misst skip samtals 1289 smál. VÍKINGUR 41

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.