Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1944, Blaðsíða 33
MinningarljóS
um Janus Valdimarsson frá Súðavík, sem fórst
með vélbátnum „Draupnir" 13. febr. 1943.
(Undir nafni móður hans, Sigríðar Alberts-
dóttur).
Dimmleitt var hafið,
(irundi stormur.
Haröur var leikur
á hrannarslóðum.
Faðmaði bylgja
farkost lítinn;
varð hann að lúta
í lægra háldi.
Harðskeytt var rán.
og hásum rómi
drundi dauðaljóð
um dimmar slóðir.
þeir, sem kynnu að haí'a sérstakan áhuga fyrir
því, að kynna sér eigendaskipti hlutabréfanna,
geta séð þau í ársskýrslum félagsins, því þar er
ávallt frá þeim skýrt.
Þetta voru orð framkvæmdastjórans. En við
þáu væri hægt að bæta þessu: Eins og áður hefir
verið vikið að, hefir það frá öndverðiv verið á-
hugamál jafnt hluthafa sem félagsstjórnar að reka
Eimskipafélagið þannig, að það kæmi almenningi,
þjóðarheildinni, að sem mestu og beztu gagni. 1
öll þau ár, sem félagið hefir starfað, hafa hlut-
hafar komið á aðalfundi þess víðsvegar að af land-
inu, ekki til ]jess að heimta meiri arð af hluta,-
fjáreign sinni, heldur til þess eins að fá vitneskju
um það, og gleðjast yfir því, að hagur félagsins
VlKINGUR
Huldi hetjur fimm
í hafsins djúpi.
Svo fer á stundum
sj ómanns-ævi.
Svífa sorgarský
fyrir sjónum mínum,
áldraðri móður,
á eyðiströndu.
Horfinn ert þú sonur
sjónum mínum,
og sefur nú vært.
á svæfli Ránar.
Ó, hversu sárt
mér sjónir blinda
höfug tár,
sem hrynja af hvarmi.
Því þú varst mér ætið,
elsku sonur,
einasta stoð
og eftirlæti.
Þá húmar að lcviildi
ég horfi döpur
á sætið autt
er sast þú í áður.
Á mynd þína stari ég
máttar-vana,
ellimóð
og yfirgefin.
Blessuð sé minning þín
mögur kæri;
svifinn ert þú
til sælli heima.
Drottinn mér leggur
líkn með þrautum;
senn munum við sjást
á sólarlandi.
stæði með sem mestum blóma, svo það gæti sem
bezt rækt það mikla og merkilega hlutverk, sem
því var ætlað í upphafi.
En þegar minnst er á stofnun og starf Eim-
skipafélagsins er rétt að minnast þess um leið, að
þátttaka. Vestur-íslendinga í félagsstofnuninni
varð nýr tengiliður milli þeirra og heimaþjóðar-
innar. Með þátttöku sinni sýndu þeir í verki, að
þeir bera hag fósturjarðarinnar fyrir brjósti. Þau
kynni og þau tengsl, sem eflst hafa og aukizt á
síðari árum milli Islendinga béggja megin hafs-
ins, eiga að miklu leyti rót sína að rekja til hins
þrítuga þjóðarfyrirtækis.
Mynd vantar af Fjallfoss.
33