Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1944, Blaðsíða 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1944, Blaðsíða 13
ureyri, þegar þeir hafa talið þess þörf vegna siglinga sinna skipa á f jörðinn, en íslenzku skip- in verða að sigla í myrkrinu þar ennþá. Það hefur verið auglýst með stóru letri, ef tekizt hefir að lagfæra svo samninga um gæru- sölu að eigi hefir þurft að gefa með þeim eins margar milljónir og gjört var ráð fyrir í fyrstu. Slíkt er gott þegar þannig tekst til, en ætti auð- vitað að vera þannig, að ekki þyrfti að gefa með þeim. En hvar eru efndirnar um skip og vélar eftir þörfum. Þeir sem áhuga hafa um þessi mál og þeir sem um sjóinn sigla, spyrja. Verkin tala. Skip sem liggja í höfn í Reykjavík og víðar 9 mánuði af árinu eða lengur til viðgerða sökum elli, tala sínu máli. Við verðum jafnlangt á eftir öðrum þjóðum um skipakost, þrátt fyrir þessar skóbætur. Hvað segja menn um Eimskip með sín gömlu skip. Það verður illa á vegi statt, eftir stríðið, ef eigi verður gripið til nýrra ráða, því til aðstoðar. Það er vitað að nú lifir það aðallega á leiguskipunum, en tapar á sínum eigin fyrir það hve lítil og úrelt þau eru. Og hvað mun þá, þegar aðrar þjóðir koma með ný og hraðskreið- skip og samkeppnin hefst. En Eimskip, sem nefnt, var einu sinni með réttu óskabarn þjóð- arinnar, þegar það var að losa okkur undan er- lendu okri, verður eins og niðursetningur á af- skektum kotbæ. Getur þjóðin horft á slíkt án sársauka, og án þess að gjöra eitthvað til þess að rétta hlut félagsins. Eitt er víst, að við þurf- um ný og fullkomin skip ef við eigum að halda sjálfstæði okkar. Það sem sagt hefir verið í þessum köflum, ber ekki að skoða sem árás á aðra atvinnuvegi þjóð- arinnar, en sá misskilningur hefir komið fram áður, sérstaklega í einu blaði, að háttur væri þessa blaðs. Svo er ekki, heldur sem ádeila á ýmislegt i okkar stjórnarfari og þá á okkur alla. Hér hefir verið stiklað á staðreyndum, en vesa- lings sannleikurinn á svo oft örðugt uppdráttar, það er svo margt í vegi fyrir honum, hagsmunir einstakra manna og misskildir hagsmunir ým- issa samtaka eða mannflokka, en við ætlum nú samt að reyna að halda hfinu í sjúklingnum. A. S. ATH.: Síðan þetta var ritað, hefir verið kveikt á Siglunes- og Svalbarðseyrarvitunum, og er það miki) bót, en betur má ef duga skal. A. 8. Haf narbótas j óður. Á síðasta Alþingi fluttu þrír þingimmn, Sig- urður Bjarnason, Sigurður Krjstjánsson og Jó- hann .Tósefsson frumvarp um hafnarbótasjóð, Frumvarp þetta náði lítið breytt samþykki þings- ins og er því nú orðið að lögum. Lögin um hafn- arbótasjóð miða að stórauknum stuðningi við hafnargerðir og lendingarbætur i landinu. Aðal- atriði þeirra er það, að stofnaður er með lögun- um sérstakur sjóður, er nefnist hafnarbótasjóður. Tilgangur sjóðsins er að stuðla að bættum hafn- ar- og lendingarslcilyrðum í kaupstöðum og kaup- túnum er vel liggja við fiskimiðum. Stofnfé þessa sjóðs eru 3 milljónir króna er leggja skal í hann af tekjum ársins 1943. Eftir ár- ið 1943 skal leggja 300 þúsund kr. á ári í sjóðinn. Iíefur fyrsta framlagið þegar verið tekið upp í fjárlög ársins 1944 er nýlega voru samþykkt á Alþingi. Ekki má veita fé úr sjóðnum fyrr en Al- þingi hefur sett nánari reglur um starfsemi hans. í greinargerð, Sem fylgdi frv. frá flutningsmönn- um þess, keniur í Ijós sú skoðun þeii-ra að fé úr sjóðnum skuli einungis veitt til framkvæmda á stöðum er sérstaklega vel liggja við fiskiíniðum. En á slíkum stöðum, sem lítið fjárhagsl. bolniagn hafa, telja flutningsm. að ríkið eigi að kostahafnar- gerðir eða lendingarbætur í ríkari mæli en nú er. En eins og kunnugt er greiðir ríkissjóður nú ýrn- ist V2 eða 2/5 hluta kostnaðar við hafnargerðir og lendingarbætur á einstökum stöðum. Lögin um hafnarbótasjóð eru allmerkilegl mál fyrir sjávarútveginn. Prumskilyrði þess að sjór verði sóttur víða um land er það, að sæmileg lend- ingarskilyrði séu fyrir hendi. Með bæt-tum hafn- arskilyrðum á ýmsum stöðum, sem vel liggja við miðum, er hægt að margfalda framleiðslu s.jáv- arafurða. Bætt hafnarskilyrði á þessum stöðum eru þess vegna ekki aðeins hagsmunamál þeirra, heldur og þjóðarheildarinnar. Hafnarbótasjóðurinn er því spor í rétta átf og ber að fagna því. A.THUGASEMD. í sambandi við grein um bækur frá Bókaútgáfu íxuðjóns ó. Guðjónssonar í síðasta tbl. skal þess getið, að einn aðal hvatamaður að útgáfu sögu Rangárvallasýslu er A. J. .Johnsen bankagjaldlceri. TtKiNawir IX

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.