Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1944, Blaðsíða 47

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1944, Blaðsíða 47
laust starf og tilvera. Mig dreymdi um að strjúka að heiman og fara til sjós. Það hlýtur að hafa verið í blóðinu, því eini móðurbróðir minn hafði farið til sjós og að lokum setzt að á einhverri af suður Kyrrahafseyjum. Móðir mín skrifaði honum reglulega, og við feng- um bréf frá honum, sem voru þakin allskonar frí- merkjum frá Frönsku suðurhafseyjunum. Þessi frí- merki gerðu mig alveg ólman af öfund. Dag nokkurn fengum við svo bréf, þar sem hann sagðist ætla að koma heim. Hann kvaðst hafa þénað nægilega mikla peninga til að geta lifað rólegu lífi, þau fáu ár sem hann ætti eftir ólifað, en hann var mun eldri en mamma. Og hann vildi heldur lifa síðustu dagana heima á Englandi held- ur en einmanalegri suður Kyrrahafseyju. Móðir mín skrifaði auðvitað strax aftur. Hún sagðist vera því fegin að hann hætti þessu „Róbinson Krúsó“ hátt- arlagi sínu, og bætti við, að honum væri velkomið að dvelja hjá okkur þegar hann kæmi heim. Jæja, það er nú það, og við biðum eftir svari — en það kom aldrei. Mánuðirnir liðu, og við frétt- um ekkert. Mamma skrifaði aftur, tvisvar, en hvor- ugu af bréfum hennar var svarað. Hér er það, sem ég kem fyrst að sögu ■— Mér fór að detta ýmislegt í hug. Hersvegna ætti ég ekki að fara og leita að móðurbróður mínum -—• fá að vita hvað hefði komið fyrir? Þarna var líka ágætt tækifæri til að sjá heiminn, og er ég hafði gert mér ákveðnar skoðanir um málið, fór ég að nauða á þessu við hana, — því án hennar ioforða um að borga fargjald mitt, þá gat ég ekki farið. Auðvitað vildi hún ekki heyra það nefnt í fyrstu. Eins og flest heimasetið fólk, hélt hún að í suður- höfum klæddust hinir innfæddu strá-pilsum og allt- af mætti búast við að verða kastað í einn af þess- um stóru suðupottum mannætuhöfðingjanna. Eg verð að játa, að þar til ég kom til Thaiti, hélt ég einnig það vera eitthvað svipað þessu. Dagarnir liðu, og ekkert fréttist af móðurbróð- ur minum, og móðir mín var orðin mjög áhyggju- full. Að lokum, sennilega álitið sig slá tvær flug- ur í einu höggi — fullnægja ferðafýsn minni og einnig að finna Richard frænda, gaf hún mér leyfi til að fara, en með hálfum huga þó. Eg hefði getað grátið vegna vonbrigða, þegar ég kom til Papete, tveim mánuðum síðar, og upp- götvaði að þessi heillandi staður, sem ég hafði heyrt talað svo mikið um, var ekkert annað en „ó- snoturt safn“ af hæðum og timburkofum. Eg fór strax að spyrjast fyrir um móðurbróð- ir minn, og þó enginn virtist vita mikið um hann, komst ég þó að því að hann bjó á lít- illi eyju í ytri Tuamotus eyjaklasanum, sem var talsvert langt í burtu. Að því er virtist var eina leiðin til að komast þangað með hnetuflutninga- bát til eyju sem kölluð var Rekareka, og svo von- ast til að fá þar einhvern innfæddan náunga til að ferja mig yfir þangað sem frændi minn bjó. Maður nokkur sagði við mig: „Þér ættuð að bíða eftir Georges Gabbrieux, sem leigir Seymons gamla bátinn sinn (Richard Seymons hét móðurbr. minn). Hann hefur verið í burtu í nokkra mánuði en ætti bráðlega að fara að koma. Hann myndi fara með yður ef þér bíðið eftir honum. En ég ætlaði mér ekki að bíða eftir manni, sem hafði verið í burtu í nokkra mánuði, og ég vissi að gat verið marga mánuði enn fjarverandi. Ferð- ir flutningabátanna voru mjög óreglulegar. Að lok- um tókst mér þó að komast með einum, sem fór þessa leið, og eftir mjög tilbreytingalaust tveggja vikna ferðalag, komum við til Rekareka. Grynn- ingar eru miklar við Tuamotus eyjarnar, sem eru mjög hættulegar siglingum. Sumar eyjanna eru nafnlausar, aðrar aðeins þekktar með nafni af inn- byggjendunum. Eyjan, sem frændi minn var á, var ein af þeim síðarnefndu, að því er ég bezt man kölluðu þeir hana „Makevia“. Þér vitið sjálfur hve Bora-Bora er lítil. Saman- borið við Rekareka er Bora-Bora eins og störborg. Þar voru aðeins örfáir timburkofar, kínversk búð og nokkrir frumbyggjakofar, sem stóðu undir pálmum trjánna. Lögreglumaðurinn, sem var kyn- blendingur, talaði dálítið ensku, en reyndist mér gagnslaus. Hann vissi ekkert um Richard írænda, og vildi ekkert um hann vita. Eftir mikla fyrirhöfn — því ég talaði ekki tahit- isku og frönskukunnátta mín var því sem næst eng- in — tókst mér að fá einn af innbyggjunum til að fara með mig á seglbátnum sínum til Makevia. Þér hafið séð þessa báta hér á höfninni, með flot- holtskjölfestu, sem komið er fyrir beint út af borð- stokknum. Þeir eru góðir á sléttu vatni, en ef nokk- ur vindur er eða sjór, eru þeir eins erfiðir viður- eignar eins og ótaminn hestur. Maður verður að ausa þá stanzlaust og ef það hvessir, verður ein- hver að fara út á flotholtið svo að bátnum hvolfi ekki. Á leið okkar til Makevia varð það mitt hlut- skifti að fara út á flotholtið og vera þar sem auka- kjölfesta. Það eina sem ég fékk út úr þeim inn- fædda var gleitt bros og hann var stöðugt að benda niður í sjóinn og sagði: „Amu-taata, amutaata". Eg komst að því síðar að „amutaata" þýddi á tahit- isku „mannætuhákarl“, náunginn hafði þá verið að gefa til kynna, að ef ég dytti í sjóinn, þá myndi það vekja mjög mikla hrifningu hjá „amu-taatas“. Að lokum komum við að þessari lágu eyju Make- via, sem var í mesta lagi ein míla á lengd. Lítill tvímastraður bátur lá fyrir akkerum á lóninu, fyr- ir innan rifin, svo ég vissi að einhver hlaut að V ÍKINGUR 47

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.