Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1944, Blaðsíða 38

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1944, Blaðsíða 38
Einar Gunnarsaon. BRIM Rrirn á björgum lemur, bárufaldur rýkur. Dökkar dvergahallir dauöans höndum strýkur. Brimsins ólga er öndun, Ægis hjartasláttur. Margur dylst í dimmu djúpi söguþáttur. Þar sem bólgið brimiö ber á köldu grjóti þar sem dætur dauöans dansa á ölduróti, hefir margur mætur mátt í valinn hníga, ótal hraustar hetjur heljardansinn stíga. Finnst mér bólgins brotsjós brimgnýr vera aö heyra, eins og náhljóö napurt nísti viökvæmt eyra. mér var, endurspeglaðist sýnilega í augum hans, en hann reis á fætur og hélt sér fast að mér. Sprengikúla frá þýzka kafbátnum lenti nú á skipinu svo að það sökk eftir örskamma stund. Við Tommy skulfum af hræðslu Mér fannst ég þurfa að seg.ja eitthvað til þess að hughreysta hann, en ég var of skelkuð til að geta talað. Veitti ég því þá athygli að hann var að reyna að fela andlitið á mér upp við litlu öxlina sína, svo að ég yrði þess ekki vör, að skipið var horfið. Þó að hann væri ekki gamall, vildi hann hlýfa mér við því að verða hrædd! „Vertu ekki hrædd frú Martins," sagði hann. Frú Martins gleymdi nú sinni eigin hræðslu, en festi hugann við það eitt, að hér var lítið barn, sem þurfti á hennar vernd að halda. Hún talaði við hann eins rólega og hún gat. — „Tommy, við erum í æfintýri ......við erum í skipreika. Það verður nú góð saga til að segja nýju vinunum í Ameríku, og seinna meir þínum eigin börnum. Hvað þau verða hreykin af þér!“ t 24 daga hrakningi um Suður-Atlantshafið, í steikjandi sólskinshita með ógnandi hákarlatorfur umhverfis þessa litlu fleytu, hélt Anna verndar- hendi yfir drengnum. Þegar þær litlu vistir sem lagt var upp með, voru Reiöiþninginn rýkur Rán á klettastöllum, björgin óma, bifast brims af hlátrasköllum. Upp úr dimmu djúpi dauöinn arma teygir, eirir hvergi og engu, allt til jaröar beygir. Kvarnir út úr köldum kletti slær í mola, eins og vilji öllu ofan í djúpiö skola. Finnst mér boöskap bera brimhljóö köldum steini. um aö vera á veröi: verja dauöans meini. Ægir djarfur dáöir drýgja hvetur blauöan. Steinninn líkt og lamaö líf sem berst viö dauöann. Hvern mun ekki hrífa hafsins trylldi leikur, þó um Ránafríki r.eiki dauöinn bleikur. Altaf finnst mér aldan ósigrandi máttur, oft í henni endar ævisöguþáttur. að þrotum komnar, urðu bátverjar oft nálega viti sínu fjær af sólarhita og hungri. Einn af sjómönn- unum varð örvita af þorsta og reyndi að fyrirfara sér. Annar fyrirfór sér af sömu ástæðu, með því að stökkva útbyrðis. En Anna og drengurinn styttu sér stundir með því að hafa yfir sögur um Ameríku, og héldu með því heilum sönsum. Þau fóru í orða- leiki. Þau ímynduðu sér að þau ættu heimili. Þau komu fyrir húsgögnum í hvert herbergi. Lásu bæk- ur i ímynduðum bókahyllum, svo sem Robinson Crusoe, Treasure Island, og einnig stúlkubækur, sem Anna hafði lesið í æsku. Tommy kenndi henni setningar úr sálmum, og hún kenndi honum löng kvæði og gátur. Konan og barnið héldu hvert öðru uppi. Stjórn og leiðsögn á bátnum var ófullkomin, en eftir mikla hrakninga tókst þó svo hamingjusam- lega til, að hann náði inn til Trinidad í Vestur- Indíum. Það er vafasamt hvort réttara er að segja, að konan hafi bjargað barninu eða hvort barnið hafi bjargað kónunni. Það er einn hinna óvæntu leynd- ardóma lífsins, að þegar vér verndum einn af með- bræðrum vorum, björgum við oft okkar eigin lífi. (Lauslega þýtt úr „The Reader’s digest.“) VlKINGUR 3

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.