Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1944, Blaðsíða 37
Haílgr. Jónsson:
SKIPREIKA
Þú ættir að sjá hana í skólanum, hvað hún er ó-
vanalega lagleg stúlka. Eða ef þú sæir hana horfa
löngunaraugum á einn kjánalega sniðna hattinn í
búðarglugga, mundi þér strax koma í hug: „Þetta
er víst eitt heimaalda mömmubarnið, sem ekki hefir
mikla hugmynd um hve alvarlegum tímum við lif-
um á.“ En þér skjátlast. Fyrir fáeinum mánuðum
síðan, var þessi unga kona í litlum björgunarbát,
sem rak fyrir straum og vindi um úthöf hitabeltis-
ins. Allt sem hún áður átti og unni er henni tapað
um alla æfi.
Heilbrigt líf er það eina af þessa heims gæðum,
sem Anna Martins á eftir. Hún kennir í skóla á dag-
inn, en á kvöldin les hún vélfræði, því hennar eina
hugsun er að geta unnið að sigri þjóðarinnar.
Hún hefir sagt mér margt um sjálfa sig. En um
eitt getur hún ekki talað, og ég get heldur ekki
spurt. Mér er aðeins kunnugt um, að maðurinn
hennar, ungur læknir, dó skyndilega í Indlandi, og
hún varð þar eftir ekkja og ein síns liðs.
Eftir þetta áfall fannst henni litlu skipta hvort
hún héldi lífi eða dæi. En hún ásetti sér þó, að snúa
aftur heim — til Ameríku.
Hún tók sér far til Bombay á litlu skipi sem átti
að fara til Rio de Janeiro. Farþegar voru fáir. I
Capetown bættust tvær brezkar trúboðsfjölskyldur
í hópinn, sem starfað höfðu í Afríku. Með þeim voru
nokkur börn. Þetta var mjög vingjarnlegt fólk, en
Anna var svo beigð af harmi, að hún gaf sig ekki
að því.
Lítill drengur sjö ára gamall, sem hét Tommy,
gekk oft fram hjá stól hennar á skemmtiþilfarinu,
horfði á hana og brosti, en hún gat ekki brosað á
móti.
Af því hún komst ekki hjá því, tók hún daglega
þátt í bátaæfingum, og var fólkinu skipað í raðir,
en æfinlega tókst þá litla Tommy að standa við
hlið hennar.
,,Eg er að fara til Ameríku,“ sagði hann við
hana fyrsta daginn. Næsta dag segir hann með á-
herslu. ,,Eg á Ameríkuflagg í ferðatöskunni minni.“
Anna svaraði þessu litlu, en það virtist ekki draga
úr áhuga litla drengsins.
„Við erum einu Ameríkanarnir á skipinu," sagði
hann þriðja daginn. — „Eg hefi spurt alla, og við,
þú og ég, eru þeir einu.“ Sýnilega leit hann á þetta
sem einskonar merkilegan tengilið á milli þeirra.
En Anna segist hafa verið svo óhamingjusöm og
utan við sig, að hún hafði ekki einu sinni getað
sýnt litla einmanalega drengnum vinsemd.
Einn daginn segir Tommy: „Pabbi og mamma
voru Ameríkanar. Þau eru bæði dáin, og ég er mun-
aðarlaus. Þess vegna er ég að fara til Ameríku.
Það er farið vel með munaðarlaus börn í Ameríku.“
Eftir þetta gat Anna ekki lengur látið hann af-
skiptalausan. Hún fór að svara spurningum hans og
því næst að segja honum sögur af því, hvernig sé
að vera ungur og uppvaxandi drengur í Ameríku.
„Hann kom á hverjum degi inn í herbergið mitt.
Við stiltum vekjaraklukkuna mína á 7 síðd.“ sagði
hún mér. „Þegar klukkan hringdi, átti ég að segja
sögu um Bandaríkin áður en hann færi að hátta.
Það þótti honum mest í varið og ánægjulegasta
stund dagsins. Og þó að ég vildi ekki fyllilega við
það kannast með sjálfri mér, þá urðu það mér
einnig beztu stundir dagsins.
Eftir tíu daga ferð frá Capetown, var skipiö skot-
ið tundurskeyti. Árásin var gerð fyrirvaralaust kl.
korter fyrir 7 um kvöldið. Það var heitt í veðri.
Skipið brotnaði um miðjuna, og sumir björgunar-
bátarnir skemmdust og urðu ónothæfir.
Önnu tókst að komast í einn bátinn, en þegar
skipverjar fóru að renna honum niður, heyrði hún
hljóðið í vekjaraklukkunni í herberginu sínu rétt
hjá.
„Eg verð að fara upp úr bátnum .... ég verö
að finna Tommy“, hrópaði hún. Haldið þið bara
áfram ef þið getið ekki beðið eftir mér.“ Þeir reyndu
að halda henni í bátnum, en henni tókst að klifra
yfir handriðið. og inn á skjólþilfarið. Þaðan hljóp
hún fram og aftur, enda á milli á skipinu, hrædd og
kvíðandi í leit að hinum litla landa sínum. Að lok-
um fann hún hann liggjandi hjá líki trúboðans sem
hann ferðaðist með. Barnið þreif í hönd hennar ná-
fölt og skilningslaust af hræðslu.
Hún leiddi hann upp að handriðinu, en björgun-
arbáturinn var farinn. Öðrum bát dálítið skemdum
var komið á flot, og drógu sjómennirnir konuna og
barnið niður í hann. Engin önnur kona var í bátn-
um, og hann var svo þétt setinn af fólki, að sjö
menn urðu að sitja úti á borðstokkunum.
„Mér fannst að það réttasta sem ég gerði, væri
að renna mér út fyrir og hverfa í öldurnar," sagði
hún. ,,Eg átti ekkert að lifa fyrir, en þá varð mér
litið á Tommy. Hann lá samanhnipraður niðri í
bátnum eins og hræddur smáfugl. Hræðslan sem í
V ÍK ' "
rrn
37