Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1944, Blaðsíða 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1944, Blaðsíða 30
Eimskipafélag tslands 30 ára Þann 17. janúár voru liðin 30 ár frá því stofn- fnndur Eimskipafélags Isíands var haldinn hér í Iteykjavík. Sa atbnrður markaði tímamót í við- skiptum, atvinnusögu og hugsunarhœtti þjóðar- innar. Hinna almennu samtaka um félagsstofnun þessa, verður retíð minnst, sem eins hins ánægju- legasta viðburðar í lífi þjóðarinnar á fvrsta skeiði 20. aldai'. Gullfoss. Dagurinn. Stofnfundardeginum fyrir 30 árum lýsa samtíð- annenn á þessa leið (sbr. 25 ára afmœlisrjt fé- lagsins): Stofnfundardagurinn rann uj)j> yfir höfuðstað- inn mildur og fagur. Pánar voru dregnir á stöng um allan bœinn, og' blöktu þeir í hœgum austan- andvaranum. Umferðin á götunum bar þess vott þegar uni morguninn, að eitthvað mikið var á seiði í bænum. Straumur af fólki gekk um stræti borgarinnar, margir voru í sparifötum, og á götu- hornum stóðu hópar af allra stétta mönnum og rredclu með áhuga það. sem fram átti aö fara. I'1lestir skólar höfðu gefið nemeiidum leyfi allan ilaginn, en aðrir fró hádegi. I-úðir og skrifstofur voru lokaðar, svo og bankar og aðrar stófnanir. Þegar leiö að hádegi tóku menn að streyma til Iðnaðarmannahússins. f þeirri fylkingu voru margir. sein eigi voru því vanir að sœkja opin- bera fundi. Búðarstúlkur og vinnumenn, sjómenn og sveitainenn gengu í sömu átt, með sama áformi, að vera viðstödd þann merkisdag, söguatburð er Eimskipafélag' íslauds væri stofnað. Þannig er uþphafið að lýsingu dagsius. Eins og kunnugt er, reyndist húsrúm í Iðnó of lítið fyrir hina miklu fundarsókn og var þá farið fram á 30 það við séra Ólaf Ólafsson fríkirkjuprest og safn- aðarfulltrúa að Fríkirkjan yrði lánuð fyrir funda- stað fundarins, en séra Ólafur tók því vel og sagði að hann teldi „hvern þann stað helgaðau, er þetta mál væri rætt á.“ Síðan hefir Eimskipafélag íslands verið nefnt óskabarn þjóðarinnar, en hver sá niaður hlotið vanvirðu af, er re.vnt hefir að hnekkja vinsældum þess, eða leggja stein í götu þess. Þeir hafa sem betur fer reynst t'áir. Starfið. (luðmundur Vilhjálmsson hefir haft fram- kvæmdastjÖrn á hendi í 14 ár, tók við al.‘ Emil Níelsen, fyrsta framkvæmdastjóranum. Skýrir hann svo frá um tekjur félagsins frá byrjun, og hver hafi útgjöldin verið 1 i 1 ársloka 1942. Tekjur af skipuin félagsins fró byrjun til árs- loka 1942, hafa nuinið samtals 100,2 millj. króna, en gjöldin alls 95,8 millj. króna. Þegar tekjur af leiguskipum eru taldar með, verða þær samtals 157,6 millj. króna, en gjöldin 137,3 millj. kr. Samtals hefir því tekjuafgangurinn orðið kr. 20,3 millj. króna. En beinar tekjur þjóðarinnar eru vitanlega márgfalt meiri, því af gjöldum f'é- lagsins til reksturs skipanna hefir meira en helm- iiigur eða yfir 50 milljónir runuið til landsmanna. Af þessum rúml. 20 milíj. kr. tekjuafgangi hafa Goðat'oss. 10.6 millj. verið notaðar til afskrifta af skipum og fasteignum félagsins, en rúml. 9 millj. verið lagðar í sjóði. í árslok 1942 voru t. d. sjóðeignir þessar: VlKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.