Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1944, Blaðsíða 51

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1944, Blaðsíða 51
1/10. Fimmti herinn ameríski kominn að úthverfum borgarinnar Napoli. Harðar orustnr háðar á sléttunni sunnan borgarinnar. Úthverfi Kiev cru í höndum Rússa. Dagblöðin í Reykjavík hirta fregnir um að Vilhelmína Hollands- drottning hafi verið fyrir skömmu síðan stödd í Rvík. Ennfremur að undanfarið hafi ýmsir þjóðhöfðingj- ar komið vi.ð ríér á landí á ferða- lögum þeirra milli Evrópu og Ame- ríku, og eru þar tilnefndir Benes, forseti Tékkóslóvakíu og Pétur Júgóslava-konung'iir. * 2/10. Fimniti hcrinn hefir tekið Napoli og sækir nú áfvam til norð- urs frá borginni. Stórkostleg stórskotaliðsorusta er nú sögð eiga sér stað yfir Dnieperfljótið á ollu svæðinu frá Kiev til Dnicpropetrovsk. * 7/10. Fregnir fra Moskva herma að algert hlé sé nú á orustum á vígstöðvunum í Rússlandi sökum ófærðar og erfiðrar veðráttu; sé aðeins barizt í smáurn stíl á Vit- ebskvígstöð vunum. * 10/10. Þýzka herstjórnin tilkynn- ir, að hersveitir Þjóðverja hafi nú alveg yfirgefið Kákasus. Framsveitir fimmta hersins eru komnar yfir Volturnoána, og er búizt við stórorustum á næstunni. Flugvélar frá Bretlandi gerðu stórárás á Danzig. 12/10. Brezkar fregnir herma, að brezkir kafbátar hafi komizt að þýzka orustuskipinu Tirpits inni á norskum firði og laskað það neðan- sjávar með tundurskeytum. Rússar tilkynna, að hersveitir þeirra séu við úthverfi Gomelborgar. ■t litkynnt í útvarpi frá Bari, að ítal- ir eigi nú í styrjöld við Þjóðverja, sína fyrri bandamenn; berjist þeir nú sem samherjar með bandamönn- um. í Washington, Moskva og London hefir verið samþykkt að ganga að boði ítölsku stjórnarinnar, að ítalir berjist nú með banda- mönnum. * 24/10. f tilkynningu frá Stalin er sagt, að Rússar hafi nú náð Me- litopol á sitt vald, er þetta talinn einn mikilvægasti sigur Rússa í sumar- og haustsókn þeirra, þar sem Melitopol hefir verið nefnd „hliðið að Krímskaga. * 26/10. Þýzka herstjórnin skýrir frá því, að rússneskar hersveitir hafi komizt yfir Dnieperfljótið beggja megin við iðnaðarborgina Dniepropetrovsk, en nokkru síðar barst frétt frá Stalin um að Rússar hefðu náð þeirri borg. Krivci-rog er nú i aukinni hættu. * 28/10. Bretakonungur hefir heiðr- að fjóra Hornfirðinga fyrir að bjarga brezkum hermanni. Þeir, sem heiðursmerki hlutu, voru Sig- urður Óiafsson útgerðavmaður og formaður á v/b. Björgvip. og synir hans tveir, Þorbjörn og Ólafur, og Ásmundur Ásmundsson. * 30/10. Rússar nálgast nú hratt neðri Dnieper; eru hersveitir þe'rra nú sumar um 110 km. frá Melitopol. * 31/10. Fregnir herma, að ægileg stórorusta standi ni um borgina Krivoi-rog. Sókn Rússa við neðri Dniepor heldv.r áfvam, og nálgast þeir hratt Perekop eiðið. Fimmti herinn hefir tekið Mon- dragone. 14/10. Badoglio marskálkur hefir 2/11. Rússar hafa tekið borgina Perekop og hrinda gagnárásum Þjóðverja við Krivoi-rog. Fimmti herinn hefir tekið 'oorgina Teano. * 7/11. Stalin tilkynnir, að Rússar hafi nú náð Kiev, höfuðborg Ukra- ine, á sitt vald, og haldi sókn þeirra áfram. Er búizt við, að þeir nái Kherson innan skamms. Fimmti herinn hefir náð borginni Venafro og hafnarborginni Vasto. * 14/11. Rússar hafa náð borginni Zhitomir. Kósakkar tóku borgina með áhlaupi. * 19/11. Rússar hafa tekið borgina Korosten, skammt vestur af Kiev. Þjóðverjar hafa hafið gagnsókn við Zhitomir. í Washington er tilkynnt, að al- gert samkomulag hafi náðst á Moskvaráðstefnunni, sem haldin var nýlega milli fulltrúa Rússa, Banda- ríkjamanna og Breta. * 23/11. Bandaríkjamenn hafa gengið á land á Gilbertseyjum. — Bretar hafa gert hverja stór-loft- árásina eftir aðra á þýzkar borgir. — Rússar rjúfa varnir Þjóðverja við Kremenschug. •K 27/11. Rússar tilkynna, að þeir hafi náð Gomel eftir harðar orust- ur. — Bretar gerðu stórárás á Ber- lín. Var varpað niður um 1000 smá- lestum sprengja. * 3/12. Áttundi herinn brezki hefir rofið varnir Þjóðverja við Sangro- ána á 24 km breiðu svæði, og halda Þjóðverjar hægt undan. Tilkynnt er, að Churchill, Roose- velt og Stalin sitji nú á fundi í Te- heran og ræði ýms hernaðarleg mál- efni. * 21/12. Vitebsk og Polotsk um- kringdar af Rússum. Þjóðverjar hefja nýja sókn við Kiev. Skiptast þarna á sóknir og gagnsóknir af hálfu beggja aðila. 31/12. Rússar sækja nú fram að nýju á 300 km. víglínu og hafa hrundið gagnsókn Þjóðverja. Hafa Rússar tekið járnbrautarbæinn Kasartin og fleiri bæi. VÍKINGUR 51

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.