Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1944, Blaðsíða 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1944, Blaðsíða 6
Pétur Maack skipstjóri, Ránargötu 30, fæddur 11. nóv. 1892. Kvæntur, á fjögur uppkomin börn á lííi, sonur hans, 1. stýrimaður, var með honum á skipinu. Pétur A. P. Maack, 1. stýrimaður, sonur skip- stjórans, Ránargötu 2, f. 24. febr. 1915. Kvæntur, átti 2 börn, 4 og 3 ára og eitt fósturbarn, 8 ára. Jón Sigurgeirsson, 2 stýrimaður, ÁsvaHagötu28, f. 9. nóv. 1912. Kvæntur, átti tvö börn, 5 ára og á 1. ári. Þorsteinn Þórðarson, 1. vélstjóri, Sólnesi við Baldurshaga f. 19. maí 1892. Kvæntur, á 6 börn á lífi, 2, 6, 10, 13, 15 og 17 ára. Sonur hans, Þórður, var 2. vélstjóri á skipinu. Þórður Þorsteinsson, 2. vélstj., Sólnesi við Bald- urshaga, f. 10. maí 1924. Ókvæntur. Hilmar Jóhannesson, kyndari, Pramnesveg 13, f. 4. marz 1924. Kvæntur. Benedikt R. Sigurðsson, kyndari, Ilringbraut 147, f. 19. des. 1906. Kvæntur, átti 4 börn, 2., 6., 14.. og 15 ára. Gísli Eiríksson, bátsmaður, Vífilsgötu 3, f. 1. apríl 1894. Kvæntur og átti fimm uppkomin börn, yngsta 14 ára. Björgvin H. Björnsson, stýrimaður, Ilringbraut 207, f. 24. ágúst 1915. Kvæntur og átti 1 l)arn 2 ára. Guðjón Björnsson, háseti, Sólvallagötu 57, f. 27. febr. 1926. Ókvæntur, bjó h já foreldrum sínum. Iíann var bróðir Björgvins. Valdimar Guðjónsson, matsveinn, Sogamýrar- bletti 43, f. 21. ágúst 1897. Kvæntur og átti þrjú börn, 6, 8og' 11 ára og sá fyrir öldruðum tengda- föður. Guðmundur Einarsson, netamaður, Bárugötu 36, f. 19. jan. 1898. KvæntUr og átti 2 börn, 10 ára og á 1. ári. Guðmundur Þorvaldsson, bræðslumaður, Sel- vogsgötu 24, Hafnarfirði, f. 7. des. 1899, kvæntur, lætur eftir sig 6 börn og sá fyrir öldruðum for- eldrum. Sigurður V. Pálmason, netamaður, Bræðraborg- arstíg' 49, f. 25. nóv. 1894, ekkjumaður, átti 5 börn. Guðni Kr. Sigurðsson, netamaður, Laugaveg 101, f. 15. jan. 1893. Kvæntur. Sæmundur Halldórsson, netamaður, Hverfisg. 61, f. 2. pi*íl 1910. Kvæntur og átti 1 barn árs- gamalt. Kristján Halldórsson, háseti, InnriNjarðvík, f. 20. marz 1906, átti 3 börn. Hann var bróðir Sæ- mundar. Jens Konráðsson, stýrimaður, Öldugötu 47, f. 29. sept. 1917. Kvæntur. Jón M. Jónsson, stýrimaður, Hringbraut 152, f. 10. okt. 1014. Ókvæntur. Valdimar Hlöðver Ólafsson, háseti, Skólavörðu- stig 20A, f. 3. apríl 1921. Ókvæntur í foreldrahús- Magnús Jónsson, háseti, Frakkastíg 19, f. 11. ágúst 1920. Ókvæntur í foreldrahúsum. Ilann var mágur Péturs 1. stýrimanns. Jón Þ. Hafliðason, háseti, Baldursgötu 9, f. 19. sept. 1915. Kvæntur og átti 1 barn á 1. ári. Halldór Sigurðsson, háseti, Jaðarkoti Árnes- sýslu (Ilverfisgötu 89), f. 26. sept. 1920. Ókvæntur. Fyrirvinna móður sinnar er var ekkja og yngri systkina. Gunnlaugur Guðmundsson, háseti, Óðinsgötu 17, f. 15. jan. 1917. Kvæntur átti 1 barn. Kristján Kristinsson, aðstoðarmatsveinn, Ilá- teigi, f. 2. júní 1929. Ókvæntur. Ari Friðriksson, háseti, Látrum, Aðalvík (Ilörpugötu 9) f. 4. apríl 1924. Sá fyrir öldruðum föður. Jón Ólafsson, háseti, Keflavík, f. 22. marz 1904. Ókvæntur. Arnór Sigmundsson, háseti, Vitastíg' 9, f. 3. okt. 1891. Kvæntur. Aðalsteinn Ámason, Efstasundi 14. Tvítugur, ættaður frá Seyðisfirði. Ókvæntur. Togarinn „Max Pemberton" var 323 rúihlestir br., byggður í Englandi 1917. Aðaleigandi skþis- ins var Halldór Þorsteinsson, skipstjóri í Háteigi. Þótt skipið væri orðið þetta gamalt (26 ára) var það talið með traustari skipum í togaraflotanum, enda alltaf mjög vel við haldið og allur xitbúnað- ur þess eins vandaður og frekast var völ á. Pétur Maack skipstjóri var með þekktustu skip- stjórum á togaraflotaniun, orðlagður aflamaður og afburða sjómaður. Á skipinu var valinn maður í hverju rúmi. Hvað veldur? Frh. af 2. síðu. Mann hnykkir við, þegar maður hugsar til þess, að meðalaldur togaranna er 26 ár. í ófriðnum hafa skipin farist hvert af öðru: Bragi, Reykjaborg, Gullfoss, Sviði, Jón Ölafsson, Garðar og Max Pemberton. Sömu afdrif vofa daglega yfir öllum togaraflotanum. Sú spurning vaknar: „A ekki að tryggja það, að fórnir þessa tíma skapi ný, stœrri, betri og öruggari skip þeirri stétt, sem fórnirnar fcerir og þjóðin á líísafkomu sína undir?“ Þetta uerður ekki gert, nema að Alþingi gjörbreyti um stefnu. Alþingi veröur að leyfa það, aS ekki minna en helmingur af hagnaSi útgerSarinnar gangi til þess að byggja fullkomin nýtízku skip, strax og aðstceður leyfa. 6 VlKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.