Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1944, Blaðsíða 24
komi landbimaðinum að frambúðar fíagni. Þar fer
h'ver með sitt eftir geðþótta.
Aðstaða iðnaðarins hefir ekki verið tryggð.
Og um sjávarútveginn hefir lítt verið sinnt.
Hann hefir verið látinn greiða uppbæturnar en
að öðru leyti verið hafður útundan.
Tillögu um að verja 9,5 milj. króna úr ríkis-
sjóði til skipakaupa var felld. Þess var freistað
•a.ð reyna á þann liátt að fá noklturn jöfnuð milli
atvinnuveganna, en þeir sömu, sem standa að
uppbótargreiðslun á landbunaðarafurðir ýmist
réttu upp hendur á móti eða sögðu nei, þegar um
það var að ræða að gera ráðstafanir til þess að
endurnýja skipastóiinn. En þeir viðurlcenna jafn-
framt að þeim sé ljóst að þetta séu síðustu upp-
bæturnar sem ríkissjóður geti innt af hendi. Þess-
ari blindu stjórnmálastefnu hlýtur að vera lokið.
I’eningar verða ekki framar fyrir hendi til þessara
greiðslna. Það er þegar farið að hallast á hjá
sjávarútveginum, einkum smáskipaútveginum.
Togararnir eiga að vísu talsverða nýbyggingar-
sjóði, og hafa safnað fé á pappírunum, en þó mun
það hrökkva skammt til endurnýjunar, með því
vájði sem eflaust verður á skipum að loknum
ófriðnum.
1 júlí 1942 var fiskverð smáútgerðarinnar hækk
að um 29% en var þá of lágt fyrir. Síðan hefir
lýsi lækkað mjög í verði, þannig að hækkun fisk-
verðs mun nema rúmum 20% ef tekið er tillit
til þeirrar lækkunar, en á sama tíma hefir útgerð-
arkostnaður vélskipa er veiðar stunda hér við
land hækkað um 45%. Er af þessu augljóst að
smáútgerðinni er voði vís, ef ekki fæst veruleg
hækkun á fiskverðinu. En fáist sii hækkun eigi,
hver á þá að greiða tapið og hver á að greiða
hlutarmömium og smáútgerðarmönnum, svo tekj-
ur þeirra verði eigi iakari en bænda?
Væri nokkur goðgá þó þessir aðiljar sneru sér
til ríkissjóðsins, eða hverju munu þeir svara, sem
staðið hafa fyrir uppbótargreiðslum til bænda.
Það verður nokkur prófsteinn á réttlæti þing-
manna.
Líkurnar fyrir því að samræmi náist eru því
ekki miklar.
Á sama tíma og ætlað er að greiða 55—65 milj.
í uppbætur á landbúnaðarafurðir, hafa verið veitt.
ar úr ríkissjóði 2 miljónir króna á árinu 1943 í
styrki til kaupa og bygginga nýrra fiskiskipa.
Var um áramótin búið að byggja 38 skip með
slíkum styrk, héraf 14 undir 12 rúmlestum, en
alls voru skip þessi um 790 rúmlestir. Eftir voru
ónotaðar um 800 ])ús. króna af hinni veittu upp-
hæð.
Tii viðbótar við þetta sýndi síðasta Alþingi það
örlæti(!) að heimila ríkisstjórninni að verja 5
milj. króna af framkvæmdasjóði ríkisins tii skipa
kaupa eða skipabygginga, eftir reglum er Alþingi
setur.
Þarmeð eru upptaldar ráðstafanir þær, sem
gerðar hafa verið af hálfu Alþingis, t.il þess að
endurnýja skipastólinn. Munu hinar 7 miljónir
sem ætlað er að vei'ja til þess þó koma að ólíkt
meira gagni, heldur en hinir mörgu tugir miljóna
króna sem greiddar eru í uppbætur.
Skipastóll landsmanna hefir minnkað um 2500
rúmlestir síðan í árslok 1939. Jafnframt hafa skip-
in fyrnst og vélar gengið úr sér, án þess unnt
hafi verið að endurnýja hvorki þær eða skipin
sjálf svo sem þörf var á. Engin von er til þess að
unnt verði að ná því sem t.apast liefir í ófriðnum,
með skipabyggingum innanlands eingöngu. Stór-
kostlegar framfarir hafa orðið í ófriðnum bæði í
byggingu skipa og véla, en við íslendingar verð-
um á gömlum skipum með gamlar véiar og því
lítt. eða eigi samkepnisfærir. Kunnugt er að sum-
ar ófriðarþjóðirnar hafa í ófriðnum endurnýjað
togaraflota sinn, með því að byggja smáherskip,
sem á svipstundu verður breytt í nýtízku togara.
Hvar stöndum við í slíkri samkeppni með gömlu
ryðkiáfana okkar'? Væri ekki rétt að up])bóta-
mennirnir á Alþingi kyntu sér þetta mál?
Eftir nýjustu upplýsingum mun kostnaður í
Svíþjóð, við byggingu vélskipa lir tré með hæfi-
legum vélum og útbúnaði nema kr. 4000 ísl. smá-
lestin. Þar er nú liægt að fá byggð skip, og geymd
þangað til unnt er að sigla þeim upp. Þennan
möguleika verður að nota. Jafnframt þarf að út-
l)úa standard uppdrætti af vélskipum af ýmsum
stærðum og setja i'eglur til þess að tryggja sem
hagkvæmust innkaup á skipum og véium.
En þetta er ekki nóg. Margar skipasmíðastöðv-
ar eru starfandi hér innanlánds. Nákvæm athug-
un þarf að fara fram á því, hverjar ástæður liggja
til þess, hve mikill verðmunur er á að byggja skij)
hér á landi og erlendis, og þá létta að mestu af
hinu gífurlega flutningasgjaldi á efnivið og öðru
slíku, svo innlendar stöðvar geti einnig starfað af
fullum krafti.
Mörg skip okkar hafa farist á ófriðarárunum, .
og sem heild er skipástóllinn að sökkva. Það er
þjóðfélagsskylda þeiri'a, sem sjá þetta að vara
við því.
Okkur er líísnauðsyn að endurnýja skipastól-
inn og þeir sein áhuga og skilning hafa á þessu,
mega ekki láta hina heyrnarlausu og skilnings-
lausu hafa nokkurn frið, nótt eða dag, fyrr en
þeir heyra þetta og skilja.
Skipastóllinn verður að enduriiýjast,
?4
VÍKINGUR