Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1944, Blaðsíða 27
KTINNI
Hún: — Hvað er fjölkvænismaður?
Hann: — Maður, sem gerir sömu vitleysuna tvisvar.
★
Sporvagnsstjórinn (tekur upp pening af gólfinu):
Nokkur tapað shilling?
Kvenfarþegi (frá Dundee): Jú, ég hefi.
Sporvagnsstjórinn (réttir henni peninginn): I>ú er
hérna hálft penný af honum, gjörið svo vel.
★
Skrifarinn (við skrifstofustjórann): Mætti ég fá frí
næsta miðvikudag?
Skrifstofustjórinn: — Ja, það er nú ekki þægilegt.
Hvers vegna þurfið þér að fá frí?
Skrifarinn: — Ja, kærastan mín og ég ætlum að gifta
okkur þann dag, og mér þætti vænt urn að fá að vera
viðstaddur.
★
llng og falleg stúika kom inn í strætisvagn og sá að öll
sæti voru upptekin. En þá stóð upp ungur maður og
----------en, þá sagði stúlkan: — Ég vil mikið heldur
standa.
Ungi maðurinn tók kurteislega ofan og sagði: — JÍg —
— — —. Áður en hann náði lengra endurtók frökenin
ósk sina um að standa:
— Ég--------byrjaði maðurinn aftur, sýnilega óþolin-
móður.
— Nei, hún vildi standa.
— Ég — hvæsti maðurinn, — er að reyna að komast út!
★
Sonurinn: — Ikibbi, úr hverju búa þeir til asfaltgötur
og hversvegna er notaður grindarleki í útvarpsnióttök-
urum?
Faðirinn: — Ó, láttu inig vera! Hvað heldurðu að
hefði skeð, ef ég hefði spurt faðir minn svona margra
spurninga?
Sonurinn: — Þá hcfðirðu kannske getað svarað ein-
hverjum af mínum.
★
.Faðirinn (við eyðslusaman son): Hvað yrði um þig, ef
ég dæi?
Sonurinn: — Ég yrði kyrr, en spurningin er: Hvað yrði
um þig?
★
Johnny: — Churchill hefir bjargað landinu, eins og
Joan de Arc bjargaði Frakklandi.
Bobby: — Já, en hvenær verður hann þá brenndur?
★
Hjúkrunarnemi: — Vaknið þér, — vaknið þér maður!
Þér eigið eftir að taka inn svefnmeðalið!
★
— Mikið er konan þín sláandi falleg!
— Rétt, hún er bara meira sláandi en falleg!
Tja; hvort er nú þetta hóliö hans Gvendar eða
A kureyjarbauj an?
Skipstjórinn: — Við vorum orðnir uppiskroppa með
mat, öl, tóbak og whisky og vorum alveg að deyja úr
þorsta.
Áheyrandi: — En höfðuð þið ekki vatn?
Skipstjórinn: — Jú, en hver heldurðu að hafi hugsað
um að þvo sér!
★
írsk móðir sendi syni sínum frakka, en vildi spara
burðargjaldskostnað. Hún skrifaði með pakkanum: —
Elsku Mike,--------------og að lokum er það frakkinn.
Ég hcf skorið hnappana af og tekið beltið af honum til
þess að gera pakkann léttari. Þú munt finna þetta
hvorutveggja í einum frakkavasanum.-------Þín elskandi
móðir------.
★
Ungi maðurinn hafði verið einn með henni, langan
tíma, inni í setustofunni og var orðið nokkuð framorðið.
Allt í einu opnuðust dyrnar og faðir stúlkunnar kom inn.
Hann ræskti sig og sagði: — Vitið þið hvað klukkan er?
Ungi maðurinn stóð strax upp, stamaði nokkur óskilj-
anleg orð og var farinn á sama augnabliki.
— Er þessi ungi vinur þinn eitthvað bilaður, spurði
faðirinn.
„Hvers vegna heldurðu það? hvæsti stúlkan reið.
— Nú, ég spurði hann aðeins hvað kiukkan væri, því
úrið mitt var stansað, og þá hvarf hann.
★
Maður kom inn á veitingahús og bað um nýtt egg. —
Þe'gar eggið kom, sá hann að einhver hafði skrifað á
eggið:-------eg er ung, faileg og einmana, vil giftast.
Skrifið til ..... o. s. frv. Hann skrifaði strax, þvi að
hann hafði ekkert á móti ævintýrum.
Með póstinum kom svarið: — Kæri herra, ég þakka
bréfið, en þér urðuð of seinir, ég giftist fyrir 18 mán-
uðum siðan.
Iíona nokkur hafði dáið daginn fyrir 81. afmælisdag
sinn. Var skrifað neðan á legstein hennar: „---og hún
lifði siðsömu og heiðarlegu lífi í 81 ár, að einum degi
undanskildum“. Manni, er sá yfirskrift kerlingar, varð
að orði: En hvað ég unni henni þessa eina dags!
VÍKINGU R
27