Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1944, Blaðsíða 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1944, Blaðsíða 8
Árný Kr. Magnúsdóttir Ágúst Jóhannsson. Elín Ólafsdóttir. hans. Átti hann orðið hálft annað fiskiskip og að því er séð varð, með betri skipum hins ísl. fiski- skipaflota. Ilann var rétt tekinn við stjórn á nýju glæsilegu skipi, sem hann átti að hálfu móti öðr- um. Iíann gerði sér von um glæsta framtíðarsigra á nýja skipinu sínu. Fjölnir hafði skapað honum })á aðstöðu að hann þurfti ekki að hætta fé í óséð fyrirtæki, en ólgan í brjósti hans til að brjóta nýjar leiðir, afla, hijóta sigra og bíða ósigra þessu var hann vanastur og erfiðleikar og barátta við þá, var samfléttað eðli hans. Trúmaður var Páll mikill. Sálmabókin var rekkjunautur hans á leiðinni yfir ólgandi liaf. Trúin á sigur hins ótrauða leitandi atorkumanns var leiðarljós hans gegnum erfiðleika og andstæð- ur. Ilann var gæfumaður. Hafði uppskorið traust og velvild allra, sem honum kyntust. Þegar við Dýrfirðingar líturn nvi á framtíð aðalatvinnuvegar okkar, sjávarútvegsins, þá blas- ir við okkur opið það skarð, sem áður skipaði hinn einlægi sæmdardrengur, Páll Jónsson. Sökn- uður allra sýnir hversu mikils var af honum vænst og hvaða traust menn fundu í honum. Slík viðurkenning nær út yfir gröf og dauða og skilur eftir það sem mölur og ryð fá ekki grandað, því „Orðstírr deyr aldrigi, hveim er sér góðan getur.“ Nú er Páll Jónsson horfinn sjónum vorum. Iíann er kominn á ströndu ijóssins og lífsins, yfir í nóttlausa „voraldar veröld, þar sem víðsýnið skín.“ Frið'þjófur Valdimarsson, stýrimaður fæddist á ísafirði 17. apríl 1920. Foreldrar hans eru Valdi- mar Jóliannsson, formaður á ísafirði og Margrét Jónsdóttir hálfsystir Páls skipstjóra. Friðþjófur var giptur Jóhönnu Vilhjálmsdóttur. Voru þau Lvúsett á Isafirði. Höfðu þau eignast 2 börn. Kon- an, sem er kornung, hefir því mist eiginmann sinn í byrjun æfistarfsins, sem þau höfðu lagt horn- steinana að. Væntanlega á hún styrk sinn í sam- liug og slrilningi samtíðarinnar. Þórður Friðfinnson, 1. véíamaður var fæddur 12. júní 1913 á Kjaransstöðum í Dýrafirði. Son- ur lijónanna Friðfinns Þórðarsonar og Jóhönnu Jónsdóttur. Var Þórður þekktur efnispiltur. Ætl- aði liann sér samhliða sjómensku að stuuda land- búnað. Hafði hann nýlega fest kaup á jörðinni Ketilseyri, sem er næsti bær við ættaróðal hans Kjaransstaði. Hafði hann stórar umbætur í huga á jörð sinni. Ilann var arftaki þeirrar menningar, sem skáldið Einar Benediktsson boðar: Þú sonur kappakyns, lít ei svo með löngun yfir sæinn lút ei svo við gamla, fallna bæinn byggðu nýjan, bjartan lilýjan, brjóttu tóptir hins. Líttu út og lát þér segjast, góður, líttu út, en gleym ei vorri móður. Níð ei landið brjót ei bandið boðorð hjarta þíns. Þórður átti fagrar hugsjónir um lífið. Hann var að upplagi hagleiksmaður. Með Þórði í þessari för var Sigurlíni bróðir hans 2. vélamaður, fæddur 7. apríl 1923. Glað- Lyndur, ungur glæsilegur piltur. Það var forn trú að þeir, sem guðirnir elskuðu dæju ungir. Við fráfall þessara bræðra er stórt skarð höggv ið í það fríða ungmennalið, sem fyllt liefir stof- una á Kjaransstöðum, en öldruðum foreldrum og systkinum hinna látnu má vera það huggun, að minningin um ungu bræðurna föllnu er ljúf í hug- um allra, sem þelíktu. 8 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.