Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1944, Blaðsíða 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1944, Blaðsíða 9
Sigurlíni Friðfinnsson. Hreiðar Jónsson, matsveinn var fæddur 27. jan. 1915 í Dalvík. Sonur Jóns heitins Björnssonar rit- höfundar og fyrruni ritstjórá og konu hans Dýr- leifar Tómasdóttur. Ilann var dulur í skapi, en gat verið fullur einlægri lífsgleði í vinahóp. íþrótta- maður var hann góður. Var félagi í Knattspyrnu- félaginu „Víkingur" í Reykjavík. Reyndist hann alstaðar öruggur og traustur liðsmaður. Minningin um hann er yfirlætisleysi og dagfars- prýði. Guðmundur Einarsson, háseti var fæddur 17. fehr. 1914 á ísafirði, sonur Einars Jenssonar og Guðrúnar Árnadóttur konu hans, nii til heimilis á Þingeyri. Var hugur hans allur við störfin á sjón- um og þótti hann sjómaður með ágætum. Ilann var stoð aldraðra heilsubilaðra foreldra sinna. Nýlega heitbundinn Elísabetu Steinþórsdóttur á Þingeyri. Eiga aðstendur Guðmundar á bak að sjá sæmd- arpilti. Elja hans til vinnu og' karlmenska gefa þeim, sem eftir lifa, fagurt fordæmi. Ámi Guðmundsson, háseti var fæddur á Þing- eyri 18. september 1916. Sonur Guðmundar heit- ins Hákonarsonai' og Valgerðar Einarsdóttur konu hans. Árni var nýbyrjaður sjómennsku, en svo eftir- sóttui' var hann að skipstjórar á Þingeyri vildu hann allir fá um borð í sín skip. Hugur hans beindist mjög að landbúnaði. Voru lömbin á vor- in hans hugþekkustu félagar. Árni í Grasi — svo var hann jafnan nefndur. Allir sem nutu verka hans sakna þeirrar hetju, sem alstaðar skipaði fyrsta rúm starfandi manna, • hvar í hópi, sem var, livort heldur var á sjó eða landi. Móðir hans Valgerður — hetjan •—, sem Ægir konungur hefir nú vegið þrisvar í sama knérunn lijá, tekið þrjá fullvaxta syni hennar, M.b. Hilmir. virðist oss dauðlegum mönnum að hafi nú fært sínar fórnir þjóðfélaginu og lífinu til handa. Vegir lífs og dauða eru jafnan sömu ráðgátur, hvert, sem litið er. I öllum raunum mannlegs lífs, er huggunar æfinlega að leita í trú á ódauðleika lífsins. Trú á meiri fullkomnun og fegurra líf. 1 mótlætinu sameinast andstæður. Skilningur á áður óþekktum leiðum rennur upp eins og skír og bjartur dagur. Iléraðsbrestur, sá er hér hefir orðið, verður að þroska þá sem eftir lifa í meiri samhug til nýrra dáða og meiri sameiningar en áður hefir ríkt um áhugamálin. Það er það eina, sem í voru valdi stendur til að bægja frá oss þeirri hugsun að vér reisum ekki rönd við andstreynrinu. Þingeyri, 16. desember 1943 M/s. Hilmir frá Þingeyri fór frá Rvík áleiðis að Arnarstapa aðfarnótt föstudags 26. nóv. Eftir að skipið fór frá Rvík spurðist ekkert frekar til ferða þess. Með skipinu voru þessir farþegar: Elín Ólafsdóttir var fædd í Hafnarfirði 26. okt. 1909, dóttir hjónanna Ólafs Þorkelssonar og Iler- dísar Hannesdóttur þar í bæ. Sjö ára gömul missti hún föður sinn, en dvaldi eftir það lijá móður sinni, unz hún giftist, árið 1938, Einari Sigmunds- Syni, bónda að Hamraendum í Breiðuvík og flutti þangað búferlum. Þau hjónin áttu eitt barn, nú þriggja ára gamalt. Vinir Elínar syrgja af einlægni hið syiplega fráfall hennar. Þeir minnast ástríkrar umgengni hennar og fölskvalausrar glaðværðar, sem öðru fremur setur svip sinn á hinar mörgu, björtu minningar þeirra frá liðnum samverustundum. En mest er þó tjónið og sárastur söknuðurinn eigin- manni hennar og barni, aldraðri móður, systrum hennar og tengdafólki. I hugum þeirra stendur í'úm hennar autt og’ óbætt. — VÍKINGUR 9

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.