Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1944, Blaðsíða 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1944, Blaðsíða 20
Jón Eiríksson, skipstjóri: I. desember Það er ekki ósennilegt, ef við Islendingar verðum ,,sjálfstæðir“ á árinu 1944,að 1. desem- ber 1943 verði sá síðasti sem haldinn verður há- tíðlegur almennt til minningar um sjálfstæði íslands. Það er því ekki nema eðlilegt að sú spurning vakni, hvort þessa dags skuli héreftir að engu minnst, hvort það sem gerðist 1. des- ember 1918 sé okkur íslendingum svo Lítils virði, að ekki sé réttmætt að minnast þess sér- staklega á ársdegi þess lengur en þessi 25 ár, sem síðan eru liðin. Fyrir íslenzka sjómenn ætti ekki að vera erfitt að svara þessari spurningu. 1. desember 1918 fengum við í fyrsta skipti leyfi til, að láta íslenzka þjóðfánann blakta við hún á íslenzkum skipum i erlendum höfnum, og þann dag var íslenzki þjóðfáninn dreginn að hún á íslenzkum skipum í erlendum höfnum. Þessa viðburðar eigum við vissulega að minnast leng- ur en í þessi 25 ár, sem liðin eru síðan. Mér er kunnugt um tvö skip, sem sýndu fán- ann þann 1. desember 1918 í erlendum höfnum. E.s. Borg sigldi þann dag inn í höfnina í Fleet- wood með hinn nýja íslenzka fána við hún, og mun því vera fyrsta skipið, sem sigldi inn í er- lenda höfn með fánann. Skipstjóri á Borg var Pétur Björnsson. E.s. Villemoes, skipstjóri Júlíus Júlinusson, lá þá í Oslo og sýndi fánann þar. Einhver fleiri íslenzk skip munu hafa verið stödd i útlöndum þennan dag, en mér er ekki kunnugt um hver þau voru. Það hefur nokkrum sinnum vexið skrifað um það í blöðum landsins, að við sýndum þjóðfán- anum okkar of mikið tómlæti, sýndum hann ekki nógu oft. Eg er ekki svo viss um, hvort það sé það bezta sem við getum gei't fyrír fánann, að veifa honum i tíma og ótíma, þar fer bezt meðalhófið eins og hvar annarsstaðar. Þjóðfán- inn á að vera hvei'jum þjóðhollum manni heilagt tákn. Hann má ekki óvirða. En það er hægt að óvirða hann bæði með því að sýna hann á röng- um stað, og röngum tíma og á rangan hátt. Og með því að sýna hann ekki á réttum stað og réttum tíma og á réttan hátt. Flestar þjóðir hafa fánudagur föst ákvæði unx meðfei'ð þjóðfána síns. Munu þau í aðalatriðum vei’a að mestu eins, en þó frá- brugðin í nokkrum ati’iðum. Eg gat þess hér að fi’aman, að fyrir okkur Is- lenzku sjómennina ætti 1. desember að vei’a minnisstæður vegna þess söguríka viðburðar, að þann dag árið 1918 höfðum við öðlast rétt til að draga íslenzka þjóðfánann að hún á íslenzkum skipum hvar sem þau voi'u stödd í heiminum, og að íslenzkir sjómenn notfæi’ðu sér þennan rétt þá strax. íslenzkir sendiherrar eða ræðis- menn eða aðrir fulltrúar fyrir íslenzka ríkið voru þá engir í öðrum löndum, svo ísl. sjómenn munu að mestu hafa verið einir um þann heiður að kynna fánann út um heiminn fyrst í stað. Af þessai’i ástæðu eiga íslenzkir sjómenn sér- staklega að minnast 1. desembei’s þó íslending- ar yfirleitt eigi þar skylt mál. Mér hefur komið til hugar, að þegar að því kemur, að Islendingar taka alla stjórn sinna mála í sínar hendur, og einhver annar dagur verður helgaður minningu þess atburðar, sem þá um leið að líkindum verður aðal þjóðhátíð- ai’dagur okkar ,að 1. desember verði áfram í heiðri hafður og verði helgaður þjóðfánanum í minningu þess atbui’ðar, sem hér hefur verið getið, að hann verði — FÁNADAGUR. — Eg skora á lesendur ,,Víkings“, að láta í ljósi álit sitt um þessa uppástungu mína. Ef hún fær almennt fylgi meðal sjómanna, sem full ástæða er til að ætla að vei’ði, þá þarf að koma sér sam- an um hvað gera skal til að koma henni í fx’am- kvæmd. Til að bjarga því frá gleymsku hvaða íslenzk skip það voru, sem voru stödd í ei’lendum höfn- um og drógu íslenzka fánann að hún þann 1. desember 1918 væri nauðsynlegt, að fá það upp- lýst sem fyrst, og beini ég því til ritstjói’a „Vík- ings“ að leyta þessai’a upplýsinga og birta þær í blaðinu, Fyndist mér vel viðeigandi, að myndir af viðkomandi skipum fylgdi og helzt frásögn manna, sem á skipunum voru, um atbui'ðinn. 20 VlKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.