Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1944, Blaðsíða 49

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1944, Blaðsíða 49
Laxfoss strandar M/s. Laxfoss strandaði við Örfirisey 10. jan. um kl. 17. 30. Var hann að koma úr Borgarnes- ferð og voru unr 100 farþegar með skipinu. Var austan rok þegar skipið strandaði og liafði verið síðari hluta dagsins og gekk á með hríðarbyljum. Nærri strax eftir að skipið tók niðri, hallaðist það mjög yfir á stjórnborða og byrjaði að síga niður að aftan, en stóð hátt uppi að framan. Ilafði skipstjóri samband við Loftskeytastöðina í Reykjavík. Leit í fyrstu mjög illa út um skipið og helzt óttast að þarna yrði gífurlegt manntjón. Freistuðust nokkrir menn úr skipinu að komast í land á skipsbát, og lentu eftir nokkurn hrakning í Ánanaustum við Grandagarðinn vestanverðan. Voru það fyrstu mennirnir sem björguðust. Dráttarbáturinn Magni fór úr Reykjavík á strandstaðinn, en snéri skömmu síðar inn til Rvík- ur aftur til þess að sækja björgunarbáta og fleka. Eftir að hann kom út aftur í síðara skiptið, tókst að koma innrásarpramma er setuliðið hafði lán- að að Laxfossi og þannig selflytja fólkið úr skip- inu yfir í Magna. Slysavarnafélagið gerði ráðstaf- anir til björgunar úr landi, en mönnum kom sam- an um að aðstaða öll til þess væri miklu verri heldur en að bjarga af sjó, að ekki var horfið að því ráði, þó var björgunarbátur dreginn einu sinni á milli frá skipinu til lands og voru í honum nokkrar stúlkur er voru farþegar með skipinu. Fólkið seni um borð var varð allmikið hrakið, þar sem skipið lagðist að miklu leyti á hliðina, en fólkið margt og varð að hafast mikið við í göngum skipsins bakborða og jafnvel á síðu skips- ins, einkum var þetta bæði hættulegt og erfitt þar sem veðurofsinn var áframhaldandi mikill og élja- VlKINGUR gangur, þar til með útfallinu að heldur lægði veðrið. Fjöldi sjálfboðaliða úr landi aðstoðuðu við björgunina. Fólkið um borð bar sig hið bezta og hlustaði jafnvel á útvarpið alla kvölddagskrána á meðan um borð var verið. Rausnarleg gjöf 20. jan. s.l. ,voru formaður, gjaldkeri og ritari fjársöfnunarnefndar dvalarheimilis aldraðra sjó- manna kvaddir til viðtals hjá útgerðarfélaginu Kveldúlfur h.f. Voru þar fyrir þeir Thorsbræður: Richard, Haukur og Kjartan. Eftir að hafa ávarpað viðstadda, afhenti Richard Thors fyrir hönd eigenda. Kveldúlfs, for- manni nefndarinnar, Sigurjóni Á. Ólafssyni spari- sjóðsbók með 150 þúsund króna innstæðu, ásamt eftirfarandi bréfi, er lýsir bezt tildrögum og til- högun gjafarinnar: „1 nokuð á 4. áratug höfum vér átt óslitið, náið samstarf við íslenzka sjómenn. Eftir þessa löngu viðkynningu berum vér mikla virðingu fyrir þessari tápmiklu stétt og hlýjan hug til hennar, enda stöndum vér í margvíslegri þakkarskuld við sjómenn. Sem lítinn vott þessa þakklætis höfum vér á- kveðið að senda Byggingarsjóði dvalarheimilis sjómanna — kr. 150.000.00 —- að gjöf, en bygg- ingu dvalarheimilis teljum vér hið mesta hags- munamál sjómaiina. Engar kvaðir fylgja framlagi þessu, aðrar en þær, að vér óskum eftir, að 13 herbergjum í vænt- anlegri byggingu dvalarheimilisins verði gefin þessi heiti: Skallagrímur, Þórólfur, Egill Skallagrímsson, Snorri goði, Snorri Sturluson, Arinbjörn hersir, Gulltoppur, Gyllir, Iiekla, Borg, Mjölnir, Huginn, Muninn, og að sjómenn sem starfað hafa hjá oss, njóti forgangsréttar til dvalar í þeim ,að öðru jöfnu. Ef ætlað er, að andvirði hvers herbergis sé kr. 10.000.00, skal verja þeim kr. 20.000.00 sem um- fram eru upp í kostnað við kaup á innanstokks- munum í herbergin, í samráði við oss.‘ ’ Sigurjón A. Ólafsson þakkaði f. h. nefndarinnar með stuttu ávarpi, þar sem hann gat þess, að það væri alkunnugt, hve rausnarlega þeir Thorsbræð- ur gæfu, en samt sem áður hefði sér komið svona há fégjöf á óvart, og væri þetta stærsta gjöf, sem dvalarheimilinu hefði borizt frá einu fyrirtæki, þó margir aðrir hefðu gefið stórliöfðinglegar gjafir. Með þessari höfðinglegu gjöf er söfnunin kom- in upp í ca 610.000 krónur. 49

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.