Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1944, Blaðsíða 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1944, Blaðsíða 21
Kristján Kristjánsson: Þegar ég var á Seint í marzmánuði 1888 vaknaði ég árla dags, tók saman föt mín, kvaddi fólk á prestsetrinu Sauð- lauksdal, og lagði fótgangandi eins og leið liggur inn með Patreksfirði, fyrir botn hans, svo út með firði norðanmegin, allt til Hlaðseyrar. Eg bar föt- in mín og lítið koffort, ég var að fara í skiprúrn. Hafði verið ráðinn matsveinn, og þetta var fyrsta ferðin til „sjós“. Eitthvað voru erfiðar hugsanir hjá mér á leiðinni inn með firðinum, ég vissi ekki hvað beið mín í hinni nýju stöðu, og kjarkurinn var ekki meiri en í meðallagi. Hugsanir mínar urðu þó léttari, þegar ég kom í Skápadalsland, þar voru æskustöðvar mínar. Þó ég innst í huga vildi helzt eigi halda ferðinni lengra áfram, þá varð sú hugsun að víkja. Skápadalur er fyrir botni Patreksfjarðar, þar er fallegt, sér út fjörðinn og allt til hafs, hvert skip sem fer út eða inn f jörðinn, sér vel frá Skápa- dal. Fjöll há, fossar, gil og ár, er þar að sjá. Flest- um mun finnast æskustöðvar fallegar, og svo var mér. Þó vetur væri enn, svell og snjór undir fæti, þá var samt fallegt í Skápadal. Þegar í Skápadal kom átti ég til móður að koma. Eftir dálitla hvíld og góðar viðtökur, var haldið á stað. Áður enn ég fór af hlaðinu, horfði ég fram í dalinn til gljúfr- anna, ég sá ekki fossinn fallega, og heyrði ekki í honum; hann hafði ekki enn tekið þessar dásamlegu svell-súlur niður, sem ég hafði svo oft séð hann hylja sig með á vetrum; þó ég ekki sæi hann, þá vissi ég hvar hann var, og ég kvaddi hann vinar- kveðju, og hugurinn leið sem örskot til daganna, er ég rak kýrnar og smalaði fé um dalinn. Skápadalur var nú kvaddur og áfram var haldið innfyrir Ósa- fjörð, ósar voru ísi lagðir og ósá undir ísi; svo eng- inn farartálmi var nú að Ósá, en hún er oft vatns- mikil, og þá ófær gangandi mönnum, og fékk ég einu sinni að reyna það. Sporlétt hélt ég á út með firðinum, allt út undir Hlaðeyri, þar var skipið, og nú var þessari ferð lokið, ég var kominn að skips- hlið. Skipið hafði verið grafið upp í eyri, sem er rétt fyrir innan Hlaðeyri. Mig minnir að eyrin heiti Skipeyri. „Sjólífið“ var skonnorta með toppsegl undir stag, allstórt skip, eftir því sem fiskiskip voru þá, Iregur siglari var það, en gott sjóskip. Annars var þetta talið gott skip þó gamalt væri. En eftir að kútterarnir komu hingað, hefði ekki VÍKINGUR þótt mikið til Sjólífsins koma. Skipshöfnin á þessu skipi, sem átti nú að verða hið nýja heimili mitt, voru 17 menn. í káetu voru 3 en 14 í hásetaibúð. Skipið var brjóstamikið, og gerði það rúm fyrir 2 skápa þvert fyrir stafni skipsins. Þar var rúmið mitt, og var efri skápurinn, sem ég fór í, en í þeim neðri var piltur, dálítið eldri en ég, það var Sigurð- ur Þórólfsson, var þetta fyrsta ferð hans til „sjós“, og ég held sú síðasta, hann var ekki nemaeinn„túr“, sjóveikin ætlaði hann að drepa. Sigurður snéri sér að öðru síðar, eins og kunnugt er, og varð þjóð sinni þarfur maður. Við héldum vináttu alla tíma, og minntumst stundum á rúmin okkar í stafni Sjó- lífsins. Við urðum að liggja í hálfhring, og ekki hefði verið fyrir aldraða og stirða að fara út um skápdyrnar þær. Ekki get ég sagt að mér liði vel í þessu nýja starfi mínu. Það var víst siður, eða svo reyndist mér, að bæði undir og yfirmenn, skoðuðu kokkinn, sem einhvern þann hlut, sem fara mátti með eftir því sem hver hafði löngun til, en menn eru misjafnir, og því varð staða kokksins ekki góð á skipinu; einkum þegar illa lá á mönnum þegar á fiskiveiðar kom. Sá sem var mér hjálplegur meðan ég var að kynn- ast þessu nýja embætti mínu, hét Benedikt og var sonar sonur séra Gísla Ólafssonar í Sauðlauksdal; reyndist hann mér drjúgur með hjálp, þegar erfitt gekk hjá mér. „Sjólífið" var frá Geirseyri, skipstjóri hét Jón Bjarnason; stýrimaður Loftur Bjarnason; hann var úr Tálknafirði. Háseta þekkti ég fæsta, er ég kom til skips. Eg stend nú einn uppi af þessari skips- höfn; það eru líka liðin 55 ár frá þessari fyrstu sjóferð minni. Á þessu tímabili frá því ég byrjaði þilskipaveiðar og til nútímans hafa miklar breyt- ingar orðið á sjómannakjörum, og aðstöðu til afla- fanga. Ekki datt mér í hug, að ég ætti eftir að vera á gufuskipi á fiskiveiðum, þegar ég var að stimpast við soöningapottinn á Sjólífinu. Nú var skipið komið úr vetrarnausti, og lá á Geirseyrarhöfn, og bjóst til fiskiveiða. Kaupmaður á Geirseyri var Markús Snæbjörnsson, alkunnur dugnaðarmaður, kona hans Guðrún Davíðsdóttir, á- gæt kona, reyndist mér þá strax og ávallt síðar vel. Eg mun hafa notið eitthvað þess hjá henni, að Jón- 21

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.