Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1944, Blaðsíða 48
vera heima. Sá innfæddi renndi bátnum upp á hina
stuttu, sendnu strönd, og áður en ég hafði tíma
til að komast í land, kom grannur, dökkur og ótta-
sleginn náungi hlaupandi til okkar. Hann virtist
vera kynblendingur, sennilega fransk—tahitiskur.
Hann var með bros á vör, en mér líkaði ekki leiftr-
ið í augunum.
Er við tókumst í hendur, sagði hann ánægjulega:
Hvað er það sem kemur yður til að koma svona
langa leið, vinur minn?“
„Eg heiti James Humbert", svaraði ég, .,og ég
er að leita að móðurbróður mínum, Richard Sy-
monds. Mér skilst, að hann búi hér“.
Aldrei á æfi minni hefi ég séð mann verða eins
óttasleginn. Augnablik minnti hann mig á inni-
króaða rottu; en þá, auðsjáanlega til að leyna fát-
inu, sagði hann eitthvað við þann innfædda, sem
stóð við hlið mér.
„Oai“, sagði Tahitinn og bjóst til að fara.
„Hæ, bíddu!“, kallaði ég, „það getur verið að
ég vilji fara með þér til baka“.
En þá snéri hinn sér að mér og brosti. „Hafið
engar áhyggjur af því, vinur minn“, sagði hann.
„Þér skuluð bara láta hann fara. Eg fer á morg-
un til Tahiti, í bátnum mínum“, og leit yfir að
bátnum, sem lá þarna fyrir akkerum — og þá
getið þér komið með“.
Mig langaði ekki svo mjög að fara aðra ferð
með þeim innfædda, svo ég sagði: „Takk, það væri
ágætt“. Og við gengum upp ströndina í áttina að
kofanum, sem var látlaus, smíðaður úr timbri og
bárujárni, og stóð undir pálmum trjánna. Er við
nálguðumst húsið, stanzaði hann og leit á mig al-
varlegum augum. „Eg er hræddur um, að þér verð-
ið að búa yður undir að heyra slæmar fréttir,
rn’sieu!" sagði hann. „Móðurbróðir yðar dó fyrir
tæplega níu mánuðum síðan, og við jarðsettum hann
hér á eynni“.
Án þess að mæla frekar, fór hann með mig að
grösugri þúfu, sem var undir einu pálmatrénu.
Hér, þar sem jarðvegurinn var allur í krabbahol-
um, benti hann á óvandaðann kross, sem á var
letrað: „Richard Symons".
Eftir að hafa farið alla þessa leið, voru það
mér sár vonbrigði að frétta að frændi minn væri
dáinn, þótt svo að ég hefði aldrei séð hann. Mér
þótti sérstaklegka leitt að þessi gamli ferðalangur
skyldi fara svona. Á bernskuárum mínum áleit ég
hann mikla hetju, og það virtust vera döpur ör-
lög, eftir allt hans mikla erfiði, að deyja, er hann
var um það bil að hverfa heim til föðurlands síns.
Er við vorum rétt komnir að kofanum, fékk ég
að vita að þessi nýi kunningi hét Georges Gab-
brieux, og að því er mig minnti, þá var hann sá,
er ég hafði oft heyrt talað um í Papete. Þess vegna
spurði ég hann, hvað móðurbróðir minn hefði haft
hér fyrir stafni.
„Við höfðum hér 6 innfædda menn, sem unnu
fyrir okkur“, svaraði Gabbrieux. „Við stunduðum
perluveiðar, beche-de-mer fiskiveiðar og sv.i auð-
vitað kókóshneturækt. Á sex mánaða fresti fór ég
með afurðir okkar til Papete, og kom svo aftur
með nauðsynjar“.
Hér þar sem jarðvegurinn var allur i krabbaholum,
benti hann ú óvandaban kross.
„Við?“ endurtók ég. — „Eg man ekki eftir að
frændi minn minntist á neinn meðeiganda í bréf-
um sínum, og enginn talaði um það í Papete“.
Það skein í tennur Gabbrieux er hann brosti.
„Eg hefi verið samstarfsmaður frænda yðar í tæp
tvö ár“, svaraði hánn. „Eg á auðvitað bátinn. Hann
var okkur nauðsynlegur, því engir hnetuflutninga-
bátar koma hér. Seymons og ég unnum ætíð sam-
an“. —
„Og hvað varð af þeim innfæddu, sem þér höfð-
uð hér?“ spurði ég, því ég gat ekki annað séð
en að við værum hér einir.
„Eg sagði þeim upp fyrir 6 mánuðum síðan. Eg
hafði enga löngun til að halda áfram eftir að fé-
lagi minn var dáinn“.
Skildi hann eftir nokkuð bréf eða erfðaskrá, þar
sem hann gat um, hvernig eignum sínum yrði ráð-
stafað?“
Gabbrieux hristi höfuðið. „Seymons dó mjög
snögglega, og hann skrifaði enga erfðaskrá“. svar-
aði hann. „Mér þykir leitt að valda yður vonbrigð-
um, Monsieur Humbert, en það var óskráð sam-
þykki okkar beggja, að ef annar okkar félli frá,
þá skyldi hinn fá eignir hans“.
„En frændi minn átti áreiðanlega talsvert mikla
peninga, sem hann hafði safnað saman, og sem
ekki tilheyrðu fyrirtækinu“.
Frh.
VÍKJNGUR
48