Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1944, Blaðsíða 34

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1944, Blaðsíða 34
Halldór Jónsson: „Og altaf fær borgarinn skipulagsskrár6i. Nú árið er liðið á aldanna skaut. Nýtt ár byrj- að með nýjum viðfangsefnum og öðrum óleyst- um frá liðna árinu. Eitt alvarlegasta málefni hverrar þjóðar er, hvernig forráðamenn hennar í æðstu stjórn og löggjafarvaldi heppnast verk sitt, sem þeim er falið. Sjómenn og sjávarútvegsmenn hafa meðal annara um langt skeið látið í ljósi óánægju sína yfir því hvernig hefir verið búið að sjávarútveg- inum á ýmsan hátt. Mennirnir sem sjávarútveg stunda úr víkum og vogum og úti við annes landsins á litlum fleytum, hafa numið þá beizku reynslu, að þeirri skömminni skárri sem atvinnutæki þeirra eru, þess hlutfallslega meira, er á þeim níðst og sú hála heimspeki gerir vart við sig, að bezt sé að draga af sér í afkastamöguleikum. Á liðna árinu framleiddi sjávarútvegurinn á ýmsum sviðum meiri verðmæti en nokkru sinni áður, en jafnframt hafa möguleikar til endur- nýjunar skipastólsins að verulegu gagni, dregist enn meira saman. Alþingi afgreiddi þó nokkurnveginn sammála eitt mál af viti, ef áfram er unnið í sömu átt, frv. um brt. á hafnarlögum Rvíkur, með það fyrir augum að koma upp framtíðar skipavið- gerða- og skipasmíðastöð við Elliðaárvog, ef samkeppnisfært verður við það sem erlendis fæst í þessum efnum, verður það fyrst og fremst þjóðinni allri til gagns, með þvi að nota þar inn- lendan vinnukraft við þá vinnu sem annars fór öll út úr landinu. En ekkert kom fram í þá átt, er tryggt gæti þjóðinni, að stórvirkustu atvinnutækin þ. e. tog- ararnir, yrðu endurnýjaðir. Allmikill gnýr varð á Alþingi um frv. til laga um brt. á lögum um tekju- og eignaskatt, er dagaði þó uppi eftir 3. umræðu í efri deild. Stjórn F.F.S.l. sendi Al- þingi mótmæli gegn niðurlagi 1. gr. þessa frv. og skal í því sambandi sagt nokkru nánar frá því hér í blaðinu. 1 fyrstu grein þess segir m. a. „. . . . hjá þeim af þessum félögum, sem hafa sjávarútveg sem aðalatvinnurekstur, má draga frá tekjum ný- byggingarsjóðstillag ,sem nemur 1/3 af hreinum tekjum félags, áður en tekjuskattur, stríðsgróða- 34 skattur og útsvar, sem greitt hefir verið á ár- inu, er dregið frá tekjunum. En í niðurlagi greinarinnar segir svo: ,,Nú er nýbyggingarsjóður orðinn jafnhár hæfilegu vá- tryggingarverði skips eða skipa skattþegns, að dómi ríkisskattanefndar, eða sjóðurinn er orð- inn 2 milljónir króna, og má hið skattfrjálsa framlag í nýbyggingarsjóð þá eigi nema meira en 1/6 af hreinum tekjum félags samkvæmt framansögðu. (Eða eins og áður var). Þessi tak- mörkun á skattfrjálsu nýbyggingarsjóðsfram- lagi skal þó ekki koma til greina fyrr en sjóður- inn er orðinn 200 þús. krónur.“ Með upphafi greinarinnar hefir því fast fram- lag til nýbyggingarsjóðs verið aukið um helm- ing frá því sem var hjá þessum félögum, eða því sem nam varasjóðstillaginu. En með niðurlag- inu, er veiðin sýnd en ekki gefin. Það er upplýst að heildarupphæð nýbygging- arsjóðs skipastóls landsmanna nemi alls um 15 millj. króna. Þar af rúmar 9 milljónir í Rvík. Nýbyggingarsjóðseign annara útgerðarfélaga en togara mun hverfandi lítil, en hjá togurunum um 430.000 kr. að meðaltali á skip. 1 niðurlagi fyrrnefndrar greinar segir ,að takmörkunin komi ekki til greina fyrr en sjóðurinn er orðinn 200.000 kr. Hjá hinum smærri útgerðarfélögum er eins og fyrr segir lítið eða ekkert til að tak- marka, þetta snertir því mest botnvörpuskipin. Ennfremur segir í sömu grein. Nú er nýbygg- ingarsjóður orðinn jafnliár hæfilegu vátrygg- ingarverði skips eða skipa skattþegns, að dómi ríkisskattanefndar, eða sjóðurinn er orðinn 2 millj. kr. Þannig eru staðreyndirnar í stuttu máli. En þá er að gæta. Flestir gera ráð fyrir að „velti- árin“ verði varla fleiri í bili, einkum ef styrjöld- inni yrði lokið á þessu ári. Mesta lagi eitt fyr- irtæki gæti hafa komist upp í 2 millj. i nýbygg- ingasjóði. Tölur sýna að til jafnaðar eru 430.000 kr. á togara, er þeir hafa safnað á 4 árum í ný- byggingarsjóð eða jafnvirði ca. 35 smál. vélbáts eftir verðlagi hér. Með helmings ,,aukningunni“ í nýbygginga- sjóðinn þ. e. 1/3 eins og frv. stefndi að, myndu þeir með sama gangi varla auka hann meira en VlKINGU H

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.