Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1944, Blaðsíða 36
Hákon
Sunnudaginn 12. desember varð Iiákon Ilalldórs-
son skipstjóri á Kárastíg 14 hér í bænum 70 ára.
Hákon byrjaði formennsku á fjögra manna fari á
Akranesi 18 ára gamall. Var það haust og vetrar-
vertíð. Eru þess fá dæmi að svo ungum manni væri
trúað fyrir skipi á vetrarvertíð. Fór hann síðan á
sexmannaför og áttræðinga þar frá Akranesi, og
síðar, þegar fiskur fór að bregðast á Akranesmiðum
sótti hann suður í Garðsjó, hafði þó viðlegu í Garð-
inum.
Það var á þeim tíma, sem hann lá við í Garðin-
um, sem ég er þessar línur skrifa, heyrði Hákonar
fyrst getið, var þá mikið talað um hann þar syðra,
vegna þess mikla afla er hann flutti á land, enda
mun hann hafa verið einn með mestu aflamönnum
á þeim tíma á opnum skipum, en ekki minnkaði
hróður hans, er hann kom á mótorbátana.
Það mun hafa verið veturinn 1914 sem Hákon
kom til Sandgerðis með m.b. Svanur sem hann átti
i félagi við Loft Loftsson og Þórð Ásmundsson,
sem þá byrjuðu útgerð í Sandgerði. Hákon sýndi
það strax að honum lét ei ver að stjórna mótorbát
en opnum skipum, þó hann kæmi þá áhonum óþekkt
fiskimið, varð hann brátt með aflahæstu formönn-
um í Sandgerði, og hélt því hverja vertíð. Síðar
eignaðist hann m.b. Svaninn II., 28 tonna bátur,
Halldórsson sldpstjóri
sjötugur.
þótti það stór bátur í þá tíð, stundaði hann á hon-
um þorskveiðar á vetrarvertíðum og síldveiðar á
sumrin, þar til hann seldi hann meðeigendum. Há-
kon hefur alla tíð verið óvenju harðgerr maður, var
til þess tekið í Sandgerði hvað mikið hann legði að
sér, enda þýddi ekki fyrir neinar liðleskjur að vera
í skiprúmi hjá honum, völdust líka til hans harð-
gerir og dugmiklir menn, þeir vissu að þar var góðs
hlutar von, hann var hásetum sínum hlyntur í hví-
vetna, þoldi ei annað en þeir fengju það sem mest
var hægt að fá upp úr hlut sýnum.
Á síðari árum hefur Hákon stundað sjóinn hér
frá Reykjavík á trillubát, enda er hann vart fær til
stórræða lengur, þó er hugurinn enn mikill, og harð-
neskjan við sjálfan sig, það eru orðin mörg þúsund-
in sem Hákon hefur fært í þjóðarbúið, en verður
líklega seint verðlaunaður fyrir, en mesta gleði hans
nú, er að eiga góða konu og góð börn, og ekki sízt
að hafa alltaf getað skilað skipverjum sínum heil-
um að landi, hann er enn sístarfandi við sjóinn þeg-
ar veður leyfir og von er um afla.
Hákon segir aðeins það sem hann veit sannast og
réttast, það sem hann lofar, það endir hann. Heill og
hamingja fylgi þér og þínum um ófarin æfiár.
Sveinbj. Einarsson.
til verðlagsuppbótar á endurbyggingarstyrki til
sveitabýla.
I 16. gr. er veitt til sjávarútvegsmála 540.000
kr. og er það mestmegnis styrkurinn til Fiski-
féiagsins.
Það myndi hver ókunnugur álíta, er sæi fjár-
lögin, að sjávarútvegur landsmanna væri full-
komið aukaatriði í lífi þjóðarinnar, en að hið
fullvalda íslenzka ríki byggði lífsafkomu sína í
nútíð og framtíð eingöngu á landbúnaði.
Annars eru fjárlögin hið fróðlegasta plagg til
yfiriestrar. Hefir frágangur þeirra og niðurröð-
un efnis batnað mjög hin síðustu ár. Freistandi
væri að birta alllangan útdrátt úr þeim, og láta
„verkin tala“ en rúm er ekki til þess. Hér skulu
aðeins dregnar fram niðurstöðutölur 16. gr. um
fjárveitingar til atvinnumála:
Dýrtíðarráðstafanir (verðuppbætur á útfl. land-
búnaðarvörur (kjöt, gærur, ull og osta fram-
leitt árið 1943) áætlað...... kr. 10.000.000
Landbúnaðarmál ................ — 7.404.188
Iðnaöarmál .................... — 2.935.350
Sjávarútvegsmál ............... — 540.000
Á öðrum stað í blaðinu er birt rekstraryfirlit
fjárlaganna. Fáorður ritdómari myndi við yfir-
lestur þeirrar síðu eftir síðu vafalaust segja: Á
Alþingi hefir landbúnaðurinn formælendur
marga og hugkvæma, sjávarútvegurinn fáa og
gætir lítt, en sjómenn engan.
36
' VGUR