Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1944, Blaðsíða 50

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1944, Blaðsíða 50
1/12. Tilkynning berst frá milli- þinganefnd, er skipuð var á Alþingi til þes að gera tillögur um lýðveldis- stjórnarskrá fyrir ísland, að þrír stærstu þingflokkarnir, Framsókn- arflokkurinn, Sameiningarflokkur alþýðu, Sósíalistaflokkurinn, og Sjálfstæðisflokurinn, væru sammála um að lýðveldi skyldi stofna á ís- landi eigi síðar en 17. júní 1944. Og verður stjórnarskrárfrv. borið fram á næsta Alþingi, en Alþingi verði kallað saman til reglulegra funda eigi síðar en 10. jan. 19944. * 1/12. Heita vatninu frá Reykjum var í fyrsta skipti hleypt í hús í Rvík. Voru það Hnitbjörg Einars Jónssonar myndhöggvara, sem vatninu var hleypt fyrst á um há- degi. Síðan var vatninu hleypt á hús við Miklubraut, Gunnarsbraut og Auðarstræti. * 3/1. Fregnir berast um að tog- ararnir Óli Garða og Vörður hafi laskazt í árekstri. Vörður var á leið til íslands, er hann rakst á flutningaskip og laskaðist það mikið, að hann varð að fara til hafnar til viðgerðar. Óli Garða var á leið til Englands, er árekstur varð milli hans og flutningaskips. Skemmdist hann allmikið, að því er fregnin hermdi og komst við illan leik til hafnar. Ekkert tjón varð á mönnum á íslenzku skipunum. Um nánari atvik er ekki kunnugt. * 4/12. Fréttist, að Albert Þorvarðs- son, vitavörður í Gróttu, bjargaði 24 erlendum mönnum af bát, er strandað hafði á skeri út af Gróttu. Var björgunin miklum erfiðleikum bundin. * íslenzka flugvélin Haförninn stórlaskaðist, er hún vara að hefja sig til flugs á Hornafirði. Hafði flugvélin verið fengin til þess að sækja sjúkling, en auk lians voru tveir farþegar með vélinni auk flugmanns. Mun vélin hafa rekizt á sandgrynningu, er hún var að hefja sig til flugs af ósnum. Ekki er vitað að þeim, sem í vélinni voru, yrði nokkuð meint, * 7/12. Fregnir berast um að Ingi Helgason frá Geitagili í Ör- lygshöfn, háseti á togaranum Gylfa frá Patreksfirði, hafi orðið fyrir því slys að lenda í vörpuvír. Missti hann annan fótinn. Var far- ið með hann til Patreksfjarðar og hann lagður í sjúkrahtis, en ekki tókst að bjarga lífi hans, og andað- ist hann daginn eftir. Ingi var 24 ára að aldri, ókvæntur. * 8/12. Atvinnumálaráðuneytið fel- ur lögmanni Rvíkur að sjá um að sjódómur í Rvík rannsaki þau at- vik, er kynnu að geta leitt í Ijós á- stæður til þess að m/b. Hilmir frá Dýraf. fórst í síðastl. mánuði. 9/12. Islendingar skiluðu sér- áliti á fiskimálaráðstefnunr.i í London. * 16/12. Skátar í Rvík söfnuðu 18.638 kr. í austurbænum til Vetr- arhjálparinnar þann dag, en alls söfnuðu þeir í Rvík að þessu sinni 29.458,74 kr. * 18/12. Vísitalan fyrir desember- mánuð var 259 stig. * 18/12. Alþingi sat í 115 daga og samþyklcti 60 lög og 38 þingsálykt- anir. Haldnir voru 182 þingfundir, 66 í neðri deild, 69 í efri deild og 47 í sameinuðu þingi. Fram voru borin 32 stjórnarfrv. og 87 þing- mannafrv. Alls voru til umræðu 191 mál. með það áleiðis til Þórshafnar, er skipið tók niðri. Laskaðist það all- mikið, en náði sér skömmu síðar aftur á flot. Var því haldið á floti með dælum. * 24/12. Capitana kemur aftur úr Ameríkuferð, er skipið lagði í. Hafði það hreppt 9 daga fárviðri nálægt ströndum N.-Ameríku; varð hjá því bilun í vél og sneri það við aftur til íslands. Skipið reyndist hið bezta í ofviðrinu og skemmdist ekkert af þess völdum. * 28/12. Thor Jensen og kona hans hafa gefið 20.000 kr. til dvalar- heimilis aldraðra sjómanna. Skal féð lagt í sérstakan sjóð og veitt úr honum til þess að létta undir með kostnaði af skemmtiferðum fyrir vistmenn heimilisins, sem óska að lyfta sér upp eina dagstund. 29/12. Feegn barst um að Óg- mundur Ketilsson frá Eyrarteigi í Skriðdal hafi á aðfangadag fallið í drukknað. 20/11. Lokið við að steypa aðra hæð SSjómannaskólans nýja og slá upp mótum fyrir þriðju hæðina. * 24*11. Barnaskólum Rvíkur loi,- að í nokkra daga vegna inflúensu, sem gengui'. * * 22/12. Fregnir berast af skriðu- falli á Óspakseyri, er olli miklum skemmdum. Þakti skriðan 300 metra svæði, mest tún, og sópaði burt fjárhúsi og hlöðu. Varð mikil flóðalda, er hún kom út í Bitru- fjörðinn, og skolaði aldan burt tveimur skúrum og braut bát. * 22/12. E/S Hrímfaxi strandaði á Raufarhöfn um klukkan 10 að morgni. Var hafnsögumaður að fara 25/11. Fréttist að stúlkubarn, þriggja ára, dóttir Sigtryggs AI- bertssonar, Húsavík, hafi brenr.zt svo á sjóðandi vatni, að hún lézt af sárum tveim dögum síðar. Var barnið inni hjá móður sinni. sem lá á sæng, en stúlka var í eldhúsi að þvo þvott. Gekk hún út til að hengja upp þvottinn; en á meðan hafði litla stúlkan komizt fram í eldhúsið og dotlið á einhvern hált ofan í fötu, ei' stóð þar með heitum lút. 50 VlKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.