Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1944, Blaðsíða 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1944, Blaðsíða 10
Árný Kr. Magnúsdóttir gift Ólafi Benediktssyni Arnarstapa. Með henni var 7 ára fóstursonur þeirra hjóna, Ágúst Jóhannsson. Anton Björnsson fimleikakennari frá Kvík, sonur Björns í Ánanaustum, er nú hefir einnig misst tvo sonu á b.v. Max Pemberton. M.b. Hilmir var nýtt skip 87 smál. að stærð, byggt hjá skipasmíðastöð KEA Akureyri. Var að- eins liðinn einn mánuður síðan það kom frá bygg- ingastöðinni. Skipið var búið öllum nýtzku tækj- um sem slík skip hafa. Eigendur skipsins voru hlutafélögin Fjölnir og Reynir á Þingeyri. Framkv.stj. Eiríkur Þorsteins- son kaupfélagsstjóri. (Blaðið náði ekki í mynd af Antoni Björnssyni). Miiniiiigarljéð þeirra sem fórust með m. b. Hilmir. Hetjurnar falla, hnípin þjóðin er, hljóSaldan margar sorgarfregnir ber. Enn hefir sveit vor mæta drengi misst, og margir hafa ennþá sali Ránar gist. Hetjur deyja, hetjur deyja og hjartans blæSa sár, Ó, Himnadrottinn, þerra allar grátnar brár. MæSurnar elska, missa, sakna, þjást, mæSur, sem geyma hreina, djúpa ást, dáSrika sonu leggja landi til, og lýsa þeim meS ástar sinnar birtu og yl. MæSur elska, mæSur elska, þær missa, sakna, þjást. Ó, mildi Drottinn blessi þeirra sorg og ást. Ilmsmyrsl, sem bróSurkærleikskraftur á koma nú margir syrgjendur aS Ijá. BiSja skal heitt um blessun handa þeim, sem búnir eru nú aS kveSja þennan heim. Hetjur deyja, hetjur deyja, og hjartans blæSa sár. Ó, Himnadrottinn, þerSu allar grátnar brár. Lilja Björnsdóttir. Hrakningar m.b. Austra. Skipstjórinn á m.b. Austra hefir í blaðaviðtali skýrt þannig frá hrakningi bátsins frá Faxaflóa til Vestfjarða. „Við fórum frá Reykjavík kl. 11 á sunnudags- kvöld, sigldum við 28 sjómílur til noi'ðvesturs og lögðum lóðir á svokölluðum Akranesmiðum. Vélarbilun. Klukkan 8 á mánudagsmorgun var kominn suð-austan strekkingur og um það bil, er byrjað var að draga .bilaði gangvél bátsins. Klukkan tvö sama dag tókst að gera við vélina. Var þá kominn suð-austan stormur og þar sem myrkrið fór í hönd og vél bátsins ekki í góðu lagi, var sett út bauja og andæft við hana, það sem eftir var dags- ins og þar til klukkan 2 á mánudagsnótt. Þá bil- aði vélin aftur og rak nú bátinn undan sjó og vindi alla nóttina, en klukkan 10 á þriðjudags- morgun sáum við vita, er reyndist vitinn á Malar- rifi á Snæfellsnesi. Seglin rifna Settum við nú upp segl og sigldum vestur með landi, en er við komum á móts við Öndverðarnes, rifnaði fokkan. — Vindurinn stóð lit Breiðafjörð og hrakti bátinn hratt út og vestur. Meðan bát- urinn rak tókst að koma vélinni í gang og var klukkan þá um þrjú eftir hádegi. Ekki leið þó meir en hálf tími þar til vélin bilaði aftur. Rak nú bátinn allan þann dag og næstu nótt, var þá kom- ið afspyrnu veður. Vélin kemst í gang Klukkan 4 á miðvikudagsmorgun tólc veðrið heldur að lægja og í birtingu sáum við sem snöggvast til lands. Voru nú sett uppsegltilbráða- birgða, og sigldum eins og hægt var í áttina til lands. — Svo var það klukkan 3 á miðvikudag að vélin fór enn í gang, enda liafði öll skipshöfn- in legið yfir vélinni til að reyna að koma henni í lag. Var nú siglt með hægri ferð til lands. Þetta land, er við sáum snöggvast í afturelding, reyndist vera Látrabjarg. 30 mílur af Látrabjargi Klukkan 8 um kvöldið komum við svo á Breið- vík, sýndi þá „loggið“ að við höfðum verið rúm- ar 30 sjómílur undan bjafginu. Iléldum við síðan til Patreksfjarðar og lögðum að bryggjunni þar kl. 9.30 á miðvikudagskvöld. 10 ’''KINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.