Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1979, Page 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1979, Page 29
— Hvernig veistu að jóla- sveinninn er úr Þykkvabænum? — Það eru tvær dyr og átta gluggar á venjulegu húsi, en hann skríður inn um strompinn. Breti mætti Skota haltrandi á einum skó á förnum vegi. — Hvað kom fyrir, sagði Bret- inn, — týndir þú öðrum skónum? — Nei, svaraði Skotinn um hæl. — Ég var að finna þennan. — Hefurðu heyrt um Hafnfirð- inginn, sem fer aldrei út með konunni sinni? — Mamma hans bannaði hon- um að fara út með giftum konum. Árið 1916 gerði Benjamin Christensen kvikmyndina „Nótt hefndarinnar". Þegar hann var að safna sér leikurum í þessa mynd, hitti hann Peter Fjeldstrup á veit- ingahúsi og kallar strax til hans: ,,Ég hef hlutverk handa þér. „Get ég leikið það?“ „Þú ert blátt áfram fæddur í það. Ég sendi þér nokkrar lín- ur . . .“ Eftir nokkra daga gat Fjeld- strup sýnt meðleikendum sínum bréf frá Christensen, hvar skrifað stóð: „Maðurinn, sem þú átt að leika, er sífullur róni, ábyrgðarlaus skepna, algert svín, aumasti mannræfill . . .“ VÍKINGUR 29

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.