Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1979, Page 33

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1979, Page 33
um. í samræmi við möguleikana hafi því fækkað undanfarin ár nemum í plötu/ketil og renni- smíði. Ábyrgur maður, er til þess- ara hluta þekkir, segir mér að fækkunin sé í raun og veru ískyggileg. Nú er svo komið að vél-unnin stykki (fræsing-rennsla) séu í stórauknum mæli keypt full- unnin til landsins. Þetta er mjög alvarlegt. Ef Vélskólinn á að geta staðið fyrir því hlutverki sem honum er ætlað í þjóðfélaginu, þarf að kippa þessum inntöku- þröskuldi úr dyrum hans hið snarasta. Þessar breytingar munu kosta aukið fjármagn, en fjárveitingar ríkisins til skólans virðast ekkert aukast. Þó er það furðulegt, hve mikið starf er búið að vinna í skólanum undanfarin ár þrátt fyrir bæði fjársvelti og hrópandi aðstöðuleysi til athafna. Mini-hristarar í iitla reknetabáta Árið 1975 smíðaði vélaverk- stæðið Vélatak hf. sinn fyrsta hristara fyrir reknet. Fram að þessu hefur fyrirtækið framleitt 48 slík tæki, og hafa þau öll farið í íslenska báta. Lengd trommunnar í þessum hristurum er 4 metrar. Nú hefur Véltak hannað og smíðað minni hristara til notkunar í litlum bátum. Mini-hristara vilja þeir Véltaksmenn kalla þá, þeir eru mun styttri en þeir eldri, lengd trommu 2Vi metri, og léttari og einfaldari í viðhaldi. Einn slíkur mini-hristari var settur í írskan bát nú í haust, Ross Turc, 15 metra bát frá Killibigs í írska lýðveldinu. Annar verður Áhöfnin á Ross Turc við hristarann eftir fyrstu veiðiferðina, ásamt Konráð Júlíussyni úr Stykkishólmi (yst til hægri í aftari röð) og umboðsmanni Veltaks (yst til vinstri í fremri röð). Konráð leiðbeidni írunum í notkun þessa nýja tækis. Guðbjarfur Einarsson innan skamms settur í 12 metra bát, líka írskan, að sögn Guðbjarts Einarssonar framkvæmdastjóra Véltaks. Þessi stærð fiskibáta er mjög algeng á Bretlandseyjum. Guðbjartur sagði einnig að ef síld færi að veiðast í reknet vestar en verið hefur, við Vestmanna- eyjar, Reykjanes, í Faxaflóa eða við Snæfellsnes, mætti gera ráð fyrir að minni bátar en nú gætu stundað veiðarnar. Mini-hristar- inn mundi þá henta þeim vel. VÍKINGUR 33

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.