Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1979, Side 65

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1979, Side 65
Fiskverð miðist við þyngd en ekki lengd Frá og með 1. nóvember 1979 verður verð á þorski og ýsu ákveð- ið eftir þyngd í stað lengdar, segir í tilkynningu nr. 32/1979 frá Verð- lagsráði sjávarútvegsins. Breyt- ingin er við það miðuð að meðal- verð þessara tegunda haldist óbreytt, þegar Iitið er á ársaflann. I stað þess að taka sýnishorn úr afla og flokka eftir lengd skal nú fundin með sýnatöku meðal- þyngd fisks í farmi fyrir hvora tegund um sig; og ræðst verðmæti farmsins af þessari meðalþyngd og gæðaflokkun. Framleiðslueft- irlit sjávarafurða mun annast þessa sýnatöku og útreikning á meðalþyngd. Hæsta verð pr. kg af þorski miðað við slægðan fisk næst, þeg- ar meðalþyngd þorsks í farmi er 4 kg eða meiri, þ.e. 25 eða færri fiskar eru í hverjum 100 kg. Hæsta verð pr. kg af ýsu næst, þegar meðalþyngd ýsu í farmi er 2 kg eða meiri miðað við slægðan fisk, þ.e. 50 eða færri fiskar eru í hverjum 100 kg. Verðið fer síðan lækkandi með lækkandi meðal- þyngd, þannig að frá hæsta verði dregst ákveðin auratala fyrir hvern fisk, sem þarf umfram 25 í 100 kg af þorski, en umfram 50 í 100 kg af ýsu. Hér á eftir verða sýnd þrjú dæmi um veðútreikning sam- kvæmt hinu nýja kerfi. Þorskur (slægður með haus): Meðalþyngd í farmi 1.75 kg Verð pr. kg er kr.: 190.00 - 0.75« 100:1.75)— 25) = 165.89 Meðalþyngd í farmi 2.40 kg Verð pr. kg er kr.: 190.00 — 0.75(( 100:2.4) — 25) = 177.50 VÍKINGUR Meðalþyngd í farmi 3.40 kg Verð pr. kg er kr.: 190.00 - 0.75(( 100:3.40) —25) = 186.69 Ýsa (slægð með haus): Meðalþyngd í farmi 1.20 kg Verð pr. kg er kr.: 180.00 - 1.00(000:1.20 - 50) = 146.67 Meðalþyngd í farmi 1.50 kg Verð pr. kg er kr.: 180.00 - 1.00« 100:1.50)-50) = 163.33 Meðalþyngd i farmi 1.90 kg Verð pr. kg er kr.: 180.00 - 1.00« 100:1.90 — 50) = 177.37 Þá fylgir einnig myndrit sem sýnir samanburð á verðlagningu þorsks eftir hinu nýja þyngdar- kerfi og hinu eldra lengdar- flokkakerfi. Samanhurður á verðlagningu á þorski eftir lengd og eftir þyngd (þrepalínan sýnir gömlu verðlagninguna en hogalínan þá nýju) 65

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.