Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1981, Síða 16
aðan rétt til Grænlands (m.a. á
grundvelli hins foma landnáms
Islendinga), en Noregur engan
rétt. Norðmenn töpuðu þannig
málinu. Danir sýndu Norðmönn-
um hins vegar þá tillitssemi, að
telja ekki, að þeir hefðu með
framferði sínu, brotið samninginn
frá 1924 og honum var ekki sagt
upp, enda var hann gerður til 20
ára og síðan framlengdur í nokkur
skipti eftir það. Síðast var samn-
ingurinn framlengdur 31. júlí
1967 og skyldi þá gilda til 10 ára.
Norðmenn leggja
Jan Mayen undir sig.
Það er ekkert vafamál, að
samningurinn, sem Norðmenn og
Danir gerðu árið 1924, var að
verulegu leyti byggður á þeim
samningi, er gerður var um Spits-
bergen í París 1920 og stuðst hafði
verið við þá samningsgerð á ýmsa
lund. Óhætt mun vera að halda
því fram, að íslensk stjórnvöld
hafi vitað um báða þessa samn-
inga, þegar Jón Þorláksson svar-
aði danska utanríkisráðuneytinu
með bréfi 27. júlí 1927, þar sem
gerður er fyrirvari um rétt íslensku
þjóðarinnar til jafns við aðrar
þjóðir, og þar með Norðmanna
sjálfra, líkt og var um rétt annarra
þjóða til þess að nytja Spitsbergen
til jafns við Norðmenn og rétt
Norðmanna til að nytja A-Græn-
land. í þessu ljósi er réttarstaða
íslensku þjóðarinnar miklu sterk-
ari en menn e.t.v. gera sér ljóst.
Hinu er ekki að neita, að þegar
Norðmenn leituðu til Dana um
viðurkenningu á yfirráðum þeirra
yfir Jan Mayen 1927, að þá hafi
stjórnmálasamband milli Dan-
merkur og Noregs verið mjög
viðkvæmt, (Norðmenn að færa út
kvíamar á A-Grænlandi). Danir
hafa aftur á móti kosið að komast
hjá illdeilum við Norðmenn út af
Jan Mayen, nóg var samt fyrir
af deilum þjóðanna. Utanríkis-
ráðuneytið danska kaus því að láta
ekki neitt opinskátt í málinu og
látið íslendingum það algjörlega á
vald.
Einmitt það atriði, að Danir
fóru þá með utanríkismál okkar,
gerir aðstöðu okkar sterkari í dag,
því að þeir — Danir — höfðu
lokaorðið og þar við bættist að
þeir áttu undir högg að sækja
gagnvart Norðmönnum, og því
bersýnilegt að þeir hafa ekki treyst
sér til neins. Þessi hlið málsins
veldur því, sem fyrr segir, að staða
okkar er önnur og sterkari en
ólöglærðir menn e.t.v. átta sig a.
Yfirgangur Norðmanna
Deilumál Dana og Norðmanna
út af A-Grænlandi hafði þannig
áhrif á afgreiðslu þessa máls hjá
danska utanríkisráðuneytinu, og
varpaði jafnframt nokkru ljósi á
lyndiseinkunn þjóðanna tveggja:
Yfirgangur Norðmanna, tilhneig-
ing þeirra til landvinninga og
yfirgangs gagnvart Dönum, svo
aftur afstaða Dana, sem mótast af
tillitssemi og friðarvilja.
Fróðlegt væri að vita, hvemig
Norðmenn hefðu brugðist við, ef
þeir hefðu haft handritin íslensku
í sínum fórum og krafa hefði
komið fram frá okkur um að þeir
skiluðu þeim aftur. — Norðmenn
hafa alltaf verið að reyna að eigna
sér heiðurinn af því að hafa klifið
þann tind bókmennta, sem unnið
var af forfeðrum okkar á sínum
tíma og því er ótrúlegt að þeir
myndu hafa verið fáanlegir til
þess að skila handritunum og
hvað þá heldur með glæsibrag og
því heimsmeti á menningarsvið-
inu, sem Danir settu um ókominn
tíma með því að skila þeim í
hendur íslensku þjóðinni. Svo eru
menn í alvöru að tala um að hætta
dönskukennslu í skólum okkar og
taka upp norsku. Hvílik fásinna.
— Þegar til þess er hugsað að við
stöndum ævarandi í óbættri
þakkarskuld við Dani út af hand-
ritunum. Um norskuna er það
annars að segja að hún er tvær
mállýskur svokölluð nýnorska og
bókmál, að öðru leyti ríkismál og
landsmál. Norðmenn eru þar með
ekki sjálfir á einu máli um hvaða
mál eigi að heita norska.
Frá því ég flutti hér í útvarpi
fyrra erindið mitt um Jan
Mayen-málið, hefur einn alþing-
ismanna afhent mér að gjöf
greinargerð um Jan Mayen-málið
dags. 27. júlí 1979. Höfundur
þeirrar greinargerðar er sá hinn
sami og samdi greinargerðimar
um landhelgismálið 1948 og 1970
sem vikið var að í síðasta erindi.
Skoöun og viögeröir
gúmmíbáta allt áriö. §§
GÚMMÍBÁTAÞJÓNUSTAN
Eyjagötu 9 Örfirisey
Stmt 1401«
16
VÍKINGUR