Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1981, Síða 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1981, Síða 20
í gamla daga voru kamramir og bæjarböðin til húsa í verbúðunum við Austurhöfnina í Reykjavík, nánar tiltekið í suðurenda miðver- búðarinnar. í þessum húsakynnum er nú hvorki hreinlætisaðstaða fyrir þá sem vilja skola af sér grútinn áður en farið er heim, né finnast þar kamrar reknir af al- mannafé. Þegar komið er inn fyrir dyrnar á þessum stað í dag, gefur að líta rennibekki, borvélar og önnur álíka tól sem vinna á jámi og hörðum málmum; hillur sem ná frá gólfi og upp í loft eru þaktar áttavitum af öllum stærðum og gerðum. — Já drengur minn, á þessum stað voru kamrarnir hér áður fyrr, þeir voru hérna þar sem klósettið er núna og þarna geturðu séð niðurfallið fyrir böðin ... og þarna á hurðinni inn til mín er lúgan sem sígarettur og smokkar voru seldir í gegnum. I skonsunni þarna innan við, þar sem ég hef skrifstofuna mína, sat umsjónar- maður staðarins, það held ég nú. Viðmælandi minn er Konráð Gíslason kompásexpert þessa lands, þekktur undir nafninu Kompás-Konni meðal íslenskra sjómanna. Þarna í verbúðinni hefur hann verkstæði sitt. Eftir að við höfum spjallað um daginn og veginn dágóða stund, göngum við inn á kontorinn og fáum okkur sæti. Konni hellir kaffi í tvær könnur og fær á sig fyrstu spurn- inguna. — Segðu mér nú eitt í hrein- skilni Konni. Kanntu á kompás? Þessari spurningu er svarað með hlátri og bakföllum. — Ég var nú svo heppinn að þurfa að læra á kompásinn á ýmsum tungumálum strax á unga aldri. Það kom til af því að ég var á þýskum og enskum togurum og þar þýddi nú lítið að fara með faðirvorið upp á íslensku. — En hver urðu tildrög þess að 20 þú snérir þér að kompásviðgerðum og stillingum? Verkur fyrir brjósti — Ja, ég er nú búinn að segja það svo oft að það liggur við að ég sé búinn að gleyma því. Þegar maður er orðinn svona gamall þá er hreint ótrúlegt hvað maður ryðgar, sérstaklega í málinu. Ég er að reyna að setja saman grein um hundavaktina og það stendur bara allt fast í mér . . . maður man ekki orðin. En allt um það. Ég byrjaði ungur á sjó í gamla daga, á skútum frá Hafnarfirði. Svo fór ég á enska togara og var um tíma á Gylf- anum með Hafsteini Bergþórs- syni. Hafsteinn hafði það fyrir sið að hafa unga stráka með sér á togurunum og skólaði þá til. Sumir vildu ekki sjá unga stráka, en Hafsteinn var öðruvísi. Hann hafði gaman af strákpollum. Nú, nú, svo frétti ég að það vantaði mann á þýskan togara sem kom hér inn og ég réði mig á hann; fór með honum til Þýskalands. Þar fór ég yfir á annan þýskan togara og var að fiska hér við landið. Síðan fór ég aftur með honum til Þýskalands þar sem hann var tek- inn í klössun. Nema hvað að það hefur einhvernveginn í helvítinu slegið svona hrottalega að mér, og á leiðinni heim til íslands fór að ganga upp úr mér blóð. Þá varð ég að fara á Farsóttarhúsið og vera þar um tíma. Sem betur fór voru þetta nú ekki berklar heldur heiftarlega slæm slímhimnubólga. Ég var ákveðinn í því að halda áfram á sjónum og fór í Stýri- mannaskólann ... las hann utan- skóla, þvi að ég sótti of seint um til að geta sest á skólabekk. Svo tók ég prófið um vorið og fór á Sur- price. En alltaf var ég að fá svoddan helvitis verk fyrir brjóstið þegar ég tók eitthvað á, svo að ég hélt að ég væri að fá þennan óþverra aftur. Byrjaði 1928 Við vorum kunningjar við Sig- urður Björnsson loftskeytamaður, sem nú er fornbóksali hérna ein- hversstaðar. Okkur datt í hug að nú væri tækifærið að hætta til sjós og fá eitthvað að gera í landi. Og upp úr þeim vangaveltum skrif- uðum við þremur eða fjórum kompásfirmum úti í Englandi og spurði hvort þeir vildu taka mig í læri. Og einu mennirnir sem svör- uðu voru þeir í North Shields. Þangað fór ég vorið 1928. Þá var enginn sem stillti kompása hér heima nema Páll Halldórsson skólastjóri Stýrimannaskólans, sem hafði þetta svona sem auka- vinnu. En hann gerði lítið við kompása, bara stillti. Ég kom svo aftur heim um haustið og byrjaði í kjallaranum að Hverfisgötu 99. Ég átti í helvítis stríði við Atvinnumálaráðuneytið, því þeir sögðu að ég hefði ekkert bréf upp á þetta og það væru engin lög til sem leyfðu mér að taka að mér þetta starf. Ég sagði þeim að það væru heldur engin lög til sem bönnuðu mér eitt eða neitt í þessum efnum og auglýsti bara í Morgunblaðinu og byrjaði. Seinna fékk ég svo bréf frá Eng- landi um að ég kynni þetta allt, en það tók nú sinn tíma. — Manstu hver var fyrsti við- skiptavinurinn? — Það var Ármann, bátur frá Akranesi. Ég átti nú einusinni mynd af honum, en ég veit ekkert hvar hún er niður komin .. . maður er orðinn svo andskoti gleyminn. En svo hef ég verið í þessu alveg sleitulaust síðan. Að vísu hef ég minnkað að fara um borð í bátana, Guðmundur sonur minn sér um það. En ég vinn áfram hérna á verkstæðinu. — Hefurðu nokkra hugmynd um hvað þú ert búinn að glugga í marga kompása um dagana? — Nei, nei, nei, nei! Ég hef engar tölur um það. En þú getur VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.