Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1981, Síða 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1981, Síða 23
ina. En það var ekki gefið út fyrr en eftir dauða hans. Og á sama tíma kemur krónómeterinn eða klukkan. Það var klukka sem gekk alveg rétt og var höfð um borð í skipunum. Það var John Harrison sem fann hana upp. Og mann- skepnan hefur alltaf verið fljót að tileinka sér hluti sem gera líf hennar þægilegra á einhvem hátt. Og nú er krónómeterinn notaður til að finna lengdina í stað þeirrar aðferðar sem Harley hafði fundið upp. Soder og Euclid Það er til saga sem gerðist 300 árum fyrir Krist, suður í Alexandríu. Þá var uppi stærð- fræðingur sem hét Euclid. Holemy Soder er þá konungur þarna, hann var einn af þeim sem fékk hlut eftir dauða Alexanders mikla. Nú, Soder spurði Euclid hvort ekki væri til auðveldari leið í geometríunni. Þá svarar stærð- fræðingurinn: Ég þekki enga kóngabraut í geometríu! Mér dettur þetta í hug þar sem ég var að tala um það áðan að maðurinn vildi alltaf fara þá leið sem auðveldust væri, hvort sem hann skilur hana eða ekki. Skiln- ingurinn er ekki aðalatriðið heldur hitt, að sleppa sem auð- veldast frá öllu. En Sodar var dálítið merkilegur konungur, þótt hann fengi enga kóngabraut til að renna sér eftir. Hann lét meðal annars reisa lista- og bókasafn eitt mikið, þar sem fræðimenn þeirra daga hittust og báru saman bækur sínar. Þetta var svona svipað og Enska vísinda- akademían .. . eins og þeir gerðu í London á þeim tíma sem Harley og Newton voru uppi. Af kompásspíra Nú hefur undirritaður fengið að heyra sitthvað úr sögu áttavitans, er nokkru fróðari um Kalla kon- ung annan og veit að meistari VÍKINGUR Harley gerði fyrsta misvísunar- kortið. Allir hlutir hafa á sér tvær hliðar. Þótt kompásinn vísi mönnum leiðina í gegnum myrk- ur og þoku, eru dæmi þess að menn hafi misst sjónina af hans völdum og orðið að lifa í eilífu myrkri. Þeir sem drukkið hafa kompásspíra missa sjónina til skamms tíma eða að fullu, og stöku dauðsföll hafa hlotist af þesskonar spíradrykkju. Hvað hefur kompásexpertinn að segja um þessa hluti? — Hér áður fyrr var notaður venjulegur spíri, drykkjarhæfur spíri, já, já .. . og er allsstaðar í heiminum í dag nema hér á landi. Páll Halldórsson fékk þessu breytt í metylalkohol eða metanol og það gerðist rétt áður en ég byrjaði. Páll var mikill bindindismaður. Ég hef aldrei fengið spíra og verð að setja metanol á alla kompása, orðið að setja það á kompása í er- lendum skipum sem síðan sigla út um allan heim. En menn leggja sér þetta nú ekki til munns svona undir venjulegum kringumstæð- um. Meðan bannið var hérna þá áttu þeir það til að fá kompás- vökva .. . ég hef sterkan grun um að skipstjórar hafi komið og feng- ið kompásvökva hjá sýslumönn- unum og notað hann til að súpa. Það hefur verið svipað og með rakettumar núna. Nú kaupa þeir nýjar rakettur og taka svo þær gömlu og sprengja þær heima hjá sér á gamlárskvöld, ha, ha! — Hafa orðið einhverjar gagn- gerar breytingar á áttavitanum frá því þú byrjaðir að fást við þetta? Ekki fyrr en ... — Það er alltaf verið að gera betur og betur allar götur fram til 1904 að gírókompásinn kemur. Þá er eins og þróunin staðni.Það er svo ekki fyrr en ég tek mig til að breyta þessu. Ég byrjaði á því að létta rósina í kompásnum. Hún var um 30 g í dönsku kompás- unurn sem Erlingsen var að selja hérna. Ég tók enskan kornpás og breytti honum öllum, skipti um rós og flot. Sú rós var ekki nema 7 g og miklu nákvæmari en hinar sem fyrir voru. Ég setti lítinn pendúl í flotið sem gerði það að verkum að rósin velti mun hægar en áður. — Og hafa þessar endurbætur sem þú hefur gert, farið eitthvað út fyrir landsteinana? — Já, ég hef látið þá fylgjast með þessu í Englandi hjá Shields þar sem ég lærði. Komdu með mér hérna fram á verkstæðið, ég skal sýna þér dálítið. Við stöndum á fætur og göng- um fram. Á einu borðinu stendur þýskættaður kompás og nú byrjar Konráð að lemja hann utan með hamri og bendir hróðugur á kompásrósina sem titrar við hvert högg. — Sjáðu hvað hún kippist til! Því næst lemur hann í annan kompás ekki minni höggum. En nú bregður svo við að rósin hagg- ast ekki hvernig sem lamið er. — Svona verða þeir þegar ég hef breytt þeim. Þetta er nú aðal- patentið hjá okkur drengur minn. Rosa ventorium — 360° Að þessum barningi loknum tekur Konráð garnlar kompásrósir sem hanga á nagla uppi á vegg og gefur mér eina merkta sér. — Fyrstu rósirnar sem búnar voru til í heiminum voru grískar og hétu „rosa ventorium", eða vindrósir. Þær heita það ennþá á frönsku. Á þessum kompás voru bara höfuðáttirnar og milliáttirn- ar. Hollendingar skipta rósinni síðan niður í smærri strik. Fyrstu gráðukompásunum var skipt niður í 90 gráður, þ.e.a.s. frá norðri til austurs voru 90 gráður og frá austri var svo talið frá ein- um upp í 90 til vestur, og þannig áfram. Seinna er kompásinum 23

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.