Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1981, Qupperneq 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1981, Qupperneq 29
en í staðinn kemur næringarríkur sjór úr djúpunum. Það er svo aukaatriði sem skiptir sáralitlu máli hvað varðar döfnun plöntu- svifsins, að þessi næringarríki djúpsjór er ískaldur enda ættaður sunnan úr íshöfum. Því er íslenskur sjór svo gjöfull? Nú er hafsvæði kringum ísland sérlega gjöfult, og framleiðni plöntusvifsins tiltölulega mikil. Mönnum hefur því ekki fundist aðburður næringarefna með lóð- réttum straumum, tilkomnum vegna yfirborðskælingar (og -hit- unar), nægjanleg skýring á hinni miklu grósku. Jaðarsvæði kaldra og hlýrra strauma eru mjög mik- ilvæg. Þar myndast blöndunar- svæði, er næringarefni úr djúpun- um blandast efri sjávarlögum. Talið er að hér komi að einhverju leyti til Golfstraumurinn og Pól- straumurinn sem skríða upp landgrunnshlíðamar við sunnan- og vestanvert landið og færa upp næringarríkan djúpsjó. Þá hefur enn eitt fyrirbæri verið nefnt til sögunnar, en það eru svonefndar djúpbylgjur, en hugsanleg áhrif þeirra í þessa veru hafa þó lítt verið könnuð. Eins og bylgju- hreyfing getur myndast á mörkum lofts og iagar (þ.e. á yfirborði vatns), myndast öldur milli mis- munandi vatnsmassa svo sem missaltra sjávarlaga eða mis- heitra. Slíkar bylgjur í skilum mismunandi vatnslaga nefnast innri bylgjur eða djúpbylgjur. Menn verða slíkra bylgna ekki varir nema með mælitækjum, enda gætir þeirra í engu á yfir- borði, sem getur þeirra vegna verið slétt sem spegill. Miðað við yfirborðsöldur, sem í mestu út- hafsfárviðrum kunna að ná eitt- hvað yfir 20 m hæð, eru djúp- bylgjur risavaxnar eða allt að 100 m háar (jafnvel stærri), og er öldulengdin þá tugir km. Þegar VÍKINGUR djúpbylgjur kenna grunns rísa þær og brotna eins og yfirborðs- bylgjur sem ríða að strönd. Slíkar djúpbylgjur hafa mælst í hafinu fyrir sunnan landið. Miklar líkur eru á því að hið „þögl brim“ sem gnauðar hér á landgrunnsbrún- unum sunnan og vestan við landið séu mikilvægur þáttur í blöndun hafsins, sem leiðir af sér flutning margumræddra efna úr djúpsjón- um til efri laga sjávar. Hvemig hagar plöntu- svifið sér hér við land? Nú fýsir menn sjálfsagt að vita eitthvað um magn og útbreiðslu plöntusvifsins hér við land ár hvert, svo og hvenær það er í há- marki. Þessu er afar erfitt að svara í stuttu máli því margbreytileikinn er mikill. Rannsóknir hafa sýnt að gróðurauðugustu svæðin eru ein- mitt við þau horn landsins þar sem straumar mætast eða steyta á brúnum og mynda blöndunar- svæði: þar sem djúpsjór rennur saman við yfirborðssjó. Þannig eru svæðin útaf Homi, Vestra— Homi, og Reykjanesi gróskumest votra lendna við ísland. Almennt má hins vegar segja að plöntu- svifsframleiðslan sé mest upp við landið, en fari smá þverrandi er fjær því dregur. Af rannsóknum á plöntusvifi sem fram hafa farið á Hafrann- sóknastofnuninni í meira en 20 ár er vel ljóst, að mikil áraskipti geta orðið á vorkomu gróðursins í sjónum hér við land og þá um leið frumframleiðninni. Ekki er til einhlítt svar við því hvemig stendur á þessum sveiflum milli ára. Þó má segja til skýringar að hafsvæðið kringum landið er jaðarsvæði heitra og kaldra strauma, en það er atriði sem ör- ugglega veldur hér miklu um. Rannsóknir hafa sýnt að gróður- koma svifsins verður að jafnaði fyrr í kalda sjónum norðan- og austanlands en á öðrum stöðum við landið, jafnvel um mánaða- mótin apríl—maí. Gróðurkoma er hins vegar að jafnaði ekki fyrr en í seinni hluta maí við Suður- og Vesturland og vestanvert Norður- ÞORSKANET FRÁ JAPAN Infi þorskanetin frá Japan eru viöurkennd fyrir mjúkleika og fiskisæld. Verðiö ótrúlega hagstætt vegna hinnar miklu samkeppni frá öörum löndum. Fyrirliggjandi á lager fjölgirni (kraftaverkanet) og eingirni 7” og l'A”, garn No 9 — 10— 12 og 15. Einnig blýtóg og færatóg. Hringið og leitið upplýsinga áöur en þér verslið. JÓN ÁSBJÖRNSSON, útflutnings-og heildverslun. Tryggvagata 10, Rvík. Símar: 11747 og 11748. 29
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.