Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1981, Page 36

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1981, Page 36
vegna loðnuflotans. Bilun verður í Hornbjargsvita (rafall, radíoviti eða önnur tæki bila), eða matvæli vantar. Sé um bilun að ræða verður varðskipið að fara inn á ísafjörð til að sækja viðgerðar- menn. Þangað eru 86 sjómílur. Siglingin frá ísafirði að Horni og aftur til ísafjarðar til að skila mönnunum, er 92 sml. Siglingin frá ísafirði og út á Strandagrunn er 86 sml. Þama hefur varðskipið því siglt 264 sjómílur. Matvæli væri eðlilegast að vita- vörðurinn gæti tekið út af kost- birgðum skipsins út í reikning. Eins væri eðlilegast að vélstjóri eða loftskeytamaður gerðu við bilunina. Hvorir um sig hafa næga þekkingu til þess. Hefði það verið gert í þessu dæmi, þyrfti varð- skipið aðeins að sigla 100 sml.; frá Strandagrunni að Horni og aftur á miðin. Mismunurinn er því 164 sml. eða 13 klst. sigling. Olíu- eyðsla á klukkustund er 238 lítrar, margfaldað með 13 verða það því 3094 lítrar. Hver gasolíulítri kost- ar 210 krónur, þannig að þessi krókur sem varðskipið hefur farið að óþörfu kostar litlar 649.740 krónur, eða 6.497,40 nýkrónur. — Hvað er það sem Árvakur hefur framyfir önnur skip sem Landhelgisgæslan hefur til um- ráða? — Það er nú ýmislegt, svarar Höskuldur. Ef við höldum okkur við það baujukerfi sem hér 'er notað, þá er þar um að ræða svo þung stykki að varðskipin hafa engan lyftikraft í það. Árvakur hefur 12 tonnalyftikraftogereina skipið á landinu sem það hefur. Auðvitað væri hægt að útbúa varðskipin slíkum lyftibúnaði, en það kostar mikla peninga. En auk þess tel ég útilokað að annast Vesturboðadufl eða duflið á Ólafsboða og jafnvel fleiri á varð- skipunum, vegna þess að þau eru það djúprist og taka því mikið á sig í straumi. Þarna er árstraumur í hörðum föllum og við höfum lent þar í stökustu vandræðum á Árvakri og er hann þó miklu lið- legra skip á allan hátt. Árvakur hefur líka verið notað- ur til að leggja minniháttar sæ- strengi, svo sem yfir Arnarfjörð, MARGARVQNIR RÆTAST Miði í happdrætti SÍBS gefur góða vinningsvon, nær2/3hlutar veltunnar fara í vinninga, og meira en f jórði hver miði hreppir vinning. Þar að auki á hver seldur miði þátt í því að aðrar vonir rætist. Vonir þeirra sem þurfa á endurhæfingu að halda — endurheimta afl og heilsu með þjálfun og störfum við hæfi. Árlega fá nær 600 manns þjálfun og vinnu að Reykjalundi og 40 öryrkjar starfa að jafnaði á Múlalundi. Og enn er átak framundan: ný þjálfunarstöð að Reykjalundi og nýtt húsnæði fyrir Múlalund. Almennur stuðningur landsmanna er lykillinn að árangursríku starfi SÍBS____ Happdrætti SÍBS MIÐAVERÐ AÐEINS 2000 GKR. 20 NÝKR. Hæsti vinningur 10 milljónir gkr., 100.000 nýkr. 36 Dýrafjörð, Berufjörð, og hann lagði sæstreng þar sem hraunið fór yfir við Vestmannaeyjar. Með smá viðbótarhönnun á honum ættum við ágætis kapalskip sem ég sé ekki betur en við þurfum að eiga. Allavega ætti það að vera þjóðhagslega hagkvæmara heldur en að fá skip erlendis frá í hvert eitt sinn . . . fyrir nú utan það að við grípum ekki kapalskip hvenær sem við viljum. Ef Árvakur verður seldur, sé ég ekki annað en að við verðum að endurnýja allt baujukerfi okkar. En hvað kostar það? Við höfum ekkert á reiðum höndum um það hvaða baujukerfi hentar okkur. Aftur á móti eru þessar baujur búnar að vera hér áratugum sam- an og hafa reynst vel og sjómenn sætt sig við þær. — En segjum sem svo að Ár- vakur verði seldur. Megum við missa eitt skip úr flota Landhelg- isgæslunnar... eru ekki næg verkefni fyrir hendi? — Það mætti nú kannski sam- ræma það, ég segi það nú ekki. En þetta fer auðvitað allt eftir því hvað stjórnvöld telja sig þurfa í landhelgismálum. Það hef ég hvergi heyrt. Undanfarin tvö sumur hefur verið látið nægja að hafa eitt til tvö varðskip á öllum miðunum og ef það er stefna stjómvalda í landhelgismálum . . . ja, þá megum við alveg við því að missa eitt varðskip. Öryggisatriði að eiga skip eins og Árvakur — Hverja telur þú ástæðuna fyrir því að menn vilji selja Árvak- ur? Hvað liggur eiginlega að baki? — Ég þekki ekki þá sögu í smáatriðum. Það hefur heyrst að þetta hafi forstjóri Landhelgis- gæslunnar gert til að fá einhver önnur atriði viðurkennd inn í gæsluna. Árvakur er ekkert varð- skip og verður aldrei, en maður ætti nú að geta viðurkennt hann VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.