Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1981, Qupperneq 38
Landhelgisgæslunni var falinn
Árvakur 1969, þá álít ég að við
hefðum átt að stíga skrefið til fulls
og láta Gæsluna ekki aðeins fá
minniháttar viðhald og gæslu á
vitunum, heldur láta henni eftir
að sjá algjörlega um vitana. Þá
gætum við til dæmis notað varð-
skipin þegar lítið er að gera, siglt
þeim að viðkomandi vita, tekið
hann út og sett hann inn á spjald-
skrá sem sýndi hversu viðhaldið
ætti að vera mikið og hvenær það
ætti að fara fram. Síðan gætum
við hagað vinnunni eftir því. Ekki
að bíða eftir því að þeir séu til-
búnir hjá Vitamálastofnun. Oft er
það þannig að Gæslan er ekki
með skip á lausu einmitt á þeim
tíma sem Vitamálastofnun þarf á
þeim að halda.
Af hringavitleysu
— En hvemig er þessum málum
háttað núna?
— Nú er það þannig að Vita-
málastofnunin sendir fyrst menn
með varðskip eða fer á annan hátt
til að skoða vitana. Síðan fara þeir
í land og gera sínar áætlanir,
leggja þær fyrir vitamálastjóra
sem skipuleggur verkið með tilliti
til fjármuna. Síðan er aftur farið
til Landhelgisgæslunnar og spurt:
Hafið þið skip á þessum tíma til að
flytja fyrir okkur menn?
Sko, þetta er svo mikil and-
skotans hringavitleysa allt saman!
Við skulum segja að það komi til-
kynning til Vitamála um það að
Glettinganesviti logi ekki. Það er
skrifuð beiðni um að Landhelgis-
gæslan láti kveikja á vitanum og
farið með hana upp á stjómstöð.
Síðan er sent skeyti frá stjómstöð
til einhvers varðskips sem segir:
Þegar aðstæður leyfa kveikið á
Glettinganesvita. Þegar búið er að
kveikja sendir varðskip skeyti til
stjómstöðvar og segist hafa lokið
verkinu. Starfsmaður stjórnstöðv-
ar fyllir út beiðnina og töltir síðan
með hana til bílstjóra, afhendir
honum og segir: Versgú, verkinu
er lokið! Þá skrifar bílstjórinn
skeyti til útvarpsins sem segir:
Glettinganesviti logar.
Svona eru vinnubrögðin!
Ég get nefnt þér annað dæmi
um hringavitleysu. Allar viðgerðir
á baujum og merkjum fara fram í
smiðju hjá Vitamálastofnun. Síð-
an þarf að koma þessu um borð i
varðskip sem fer með merkin eða
baujurnar og leggur þeim út. í
staðinn fyrir svona tvíverknað
sem kostar bæði tíma og fjármuni,
væri hægt að gera við, jafnvel
smíða þessa hluti úti á sjó . .. gera
þetta á staðnum, því við erum
með fyrsta flokks járnsmiði og
allan útbúnað um borð.
— Af hverju er það ekki gert?
— Vegna þess að stjórnkerfið er
svo vitlaust! Þar þvælist hver fyrir
öðrum og kerfið verður bara
margfalt flóknara en það þyrfti að
vera. Þessi mál eru að hluta til i
höndum Landhelgisgæslunnar og
að hluta í höndum Vitamála-
stofnunar, þannig að ruglingurinn
er jafnvel enn þá meiri en hann
var fyrir 1969.
— Og hvað er þá til úrbóta í
þessum málum?
— Ég tel að Landhelgisgæslan
ætti að halda Árvakri og hafa með
öll þessi mál að gera. Erlendis
hafa ekki aðrir en siglingaaðilar
með vitamálin að gera. Strand-
gæsla viðkomandi ríkja er í lang-
flestum tilfellum sá aðili sem ber
ábyrgð á öllu sem við kemur sigl-
ingum.
Hjá Vitamálum er aðeins einn
maður sem hefur vit og þekkingu
á því að taka út stefnuvita, en
slíkir vitar þurfa að vera í höndum
siglingafróðs manns. En mér er
nær að halda að hann fái sjaldan
eða aldrei að koma nálægt þessum
UNILON:
Fjölhæfar plötupakkningar sem þola m.a.: vatn, gufu-
þrýsting, olíur, kolvetni, flestar sýrur, lútarefni, hita
upp í 5I0°C.
NEBAR
hefur fjölbreytta motkunarmöguleika vegna sveigjan-
leika og hitaþols, frá —30°C. — + 150°C.
NEBAR þolir: kæli- og frystivökva, bensín, smurolíur,
vatn, loft og uppleysandi efni.
G. J. Fossberg,
vélaverzlun Ltd.
Skúlagötu 63, Reykjavík
Sími 18560
VÍKINGUR