Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1981, Qupperneq 43

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1981, Qupperneq 43
„Pilot Alfa“. Lóðsinn vinur vor. (Mynd Þ.H.) tíma tvenna í þeim efnum. Sögðu þeir að eftir lok borgarastyrjald- arinnar hafi löggæslu og aga hnignað mjög. Réðu þeir okkur frá því að vera einir á ferð að degi til og yfirleitt að halda okkur um borð eftir myrkur. Fyrstu nóttina heyrðist þegar skipstjóri á grísku gámaflutninga- skipi kallaði í hafnarlögregluna. Það merkilega skeði að hann fékk svar tiltölulega fljótlega. Sagði hann að ræningjar væru komnir um borð til sín og væru þeir að brjóta upp gám og stela úr honum. Vakthafandi lögreglumaður sagð- ist ekki geta veitt neina hjálp en spurði hvort þeir væru ekki vopn- aðir. Grikkinn kvað svo vera. Þá sagði lögreglan: Af hverju skýt- urðu þá ekki? Daginn eftir höfðum við björg- unaræfingu. Bakborðs bát var slakað og róið kringum skipið. En vegna mikillar undiröldu hættum við ekki á heimsókn í næsta skip en það var skip annars íslendings- ins sem við höfðum talað við kvöldið áður. Þarna á legunni er stöðugur straumur með strönd- inni, en staðvindur blæs nær þvert á strauminn. Því er stöðugur velt- VÍKINGUR ingur og akkerislega þar lítið eft- irsóknarverð. Eini kosturinn við legu þarna er að sjónvarp sést. Fyrsta dagskráin sem við sáum í sjónvarpi Nígeríu- manna var frá kvennaráðstefn- unni i Kaupmannahöfn. Yfirleitt var kvikmynd í lok dagskrár hvers dags. Voru það miðaldra amer- ískar myndir, misjafnar að gæð- um. Á hverjum degi fer fram ken- nsla í nokkrum frumskógartungu- málum á skjánum. Huggulegar konur kenndu ýmiss hljóð, en nemendurnir voru heldur villi- mannslegir miðaldra karlmenn. Þær sjónvarpsstöðvar sem við sá- um í Lagos voru furðu lítið frum- stæðar og mun skárri en þær sem við áttum eftir að sjá í Port Har- court. Tveim sólarhringum eftir að við komum á leguna voru færeying- urinn og annar danski báturinn teknir inn. Við héldum upptekn- um hætti og sigldum út eftir myrkur. Allir um borð gerðu sér grein fyrir að bið yrði að öllum líkindum í vikum talin. Því var mikil gleði um borð er við eftir þriggja sólarhringa dvöl á Lagos- legu fengum boð um að hífa upp og sigla niður til Port Harcourt. Allar okkar heimildir sögðu Port Harcourt vera mun skárri borg en Lagos og talið var að við fengjum fyrr afgreiðslu þar. Þorpið sem við heimsóttum. (Mynd Þ.H.) Siglingin þangað tók rétt rúman sólarhring. Síðustu fjóra tíma sigl- ingarinnar var reynt árangurslaust að ná sambandi við hafnaryfir- völd. Ákvað þá Sigurjón skipstjóri að leggjast við Fairway-bauju sem er við mynni Bonnyfljóts. Port Harcourt er á bakka Bonnyfljóts um 50 sjómílum inn í landi frá Fairway-bauju. Við baujuna voru um 20 skip þegar við komum þangað. Þegar við vorum að leggjast vorum við kallaðir upp af Hval- víkinni sem var á leið niður fljótið útlosuð eftir 93 daga vist í Nígeríu. Báru þeir Port Harcourt illa sög- una og sögðu Lagos mun skárri. Veittu þeir okkur ýmsar upplýs- ingar um siði og háttu heima- manna sem að gagni komu síðar. Rúmum klukkutíma síðar sáum við Hvalvíkina koma siglandi úr fljótsmynninu og var förinni heitið til Brasilíu. Eftir mörg köll tókst okkur að ná sambandi við Bonny merkja- stöðina. Sögðu þeir okkur að leggjast og bíða átekta. Haft yrði samband við okkur þegar ákveðið væri hvenær við færum upp að. Legan við Fairway bauju var jafn friðsæl og ókyrrt var við Lag- os. Ekki hafði frést af ræningjum í mannsaldur og þrátt fyrir strekk- ingsgolu hreyfðist skipið ekki.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.