Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1981, Side 45
hafði skuldbundið sig til að greiða
hluta kaupverðs þegar skipið væri
komið í nígeríska landhelgi, en þar
sem hann þóttist aldrei nógu viss
um komu okkar hummaði hann
greiðslurnar fram af sér.
Að þessari skoðun lokinni hófst
tollafgreiðsla. Eintrjáningur með
utanborðsvél flutti 6 dularfulla
náunga um borð. Aðeins einn
þeirra var einkennisklæddur og
læddist að mér sá grunur, sem ég
er enn ekki alveg laus við, að hann
hafi fengið fötin lánuð. Þó að
skipstjóri hafi útbúið sig sam-
kvæmt alþjóðlegum handbókum
ríflegum fjölda komuskýrslna
dugði það hvergi. Vinirnir komu
með eigin fjölrituð eyðiblöð sem
varð að fylla út. Áður en af-
greiðslu lauk sögðust þeir þurfa að
fá sýnishom af farmi auk hefð-
bundinnar smurningar sem er
whiskyflaska og vindlingalengja á
kjaft. Þegar þeir voru búnir að fá
nokkrar spyrður og smurningana
stimpluðu þeir og skrifuðu undir
pappíra í óða önn og buðu síðan
skip og skipshöfn velkomin til
Nígeríu.
Sá svissneski hafði sagt að við
yrðum teknir upp til Port Harcourt
mjög fljótlega. Það dróst samt á
fimmta sólarhring. Á meðan var
legið við akkeri. Sjóvökur voru
staðnar og var háseti hafður á
aukavakt á bakka. Mikill urmull
eintrjáninga var á fljótinu, sumir
að fiskveiðum, aðrir á ferð, sumir í
viðskiptum, og að því þeir á
Hvalvíkinni sögðu okkur, einstaka
maður í ránsferð. Höfðu þeir orðið
varir við innfæddan á leið upp
akkeriskeðjuna hjá sér þegar þeir
lágu þama. Tendruðum við öll
tiltæk ljós og gerðum bátsverjum
er nálguðust eftir myrkur ljóst að
þeir væru hjartanlega óvelkomnir.
Eina nóttina kom eintrjáningur
upp að síðunni og vildi endilega
hafa við okkur viðskipti. Hafði
það frést um allt fljótt að skipið
væri hlaðið hinni eftirsóttu vöru
Bananakaupmenn hefur borið að garði og eru höfð vöruskipti við þá. Þeir sem sjást f.v.
Ingvar Sigurðsson, Stefán A. Þórisson, Bjami Geirsson, Pétur Þormóðsson, Ólafur Þ.
Jónsson og Reynir Valtýsson. (Mynd P.H.)
skreið. Það var ekki fyrr en vakt-
hafandi stýrimaður sýndi vininum
byssu að hann hvarf á brott. Fyrir
brottför að heiman hafði skipstjóri
fengið hjá lögreglunni riffil og
skammbyssu. Auk þess höfðu þeir
Ómar 2. stýrimaður og Guð-
mundur 2. vélstjóri með sér vold-
ugar haglabyssur.
Um ljósaskiptin voru á ferð á
fljótinu vélknúnir eintrjáningar
sem ferjuðu greiðviknar stúlkur út
í skipin sem lágu þar. Voru þetta
hinar girnilegustu stúlkur að sjá,
en skipstjóri hafði lagt blátt bann
við að þær fengju að koma um
borð. Voru þær taldar bæði þjóf-
óttar og kynsýktar. Var ýmist
hvort þeim var hleypt um borð í
þau 7—8 skip sem íágu fyrir utan
Bonny þorp eða ekki.
Á daginn var slangur bátafólks á
fljótinu sem vildi selja okkur ban-
ana og minjagripi. Ein fjölskylda
heimsótti okkur daglega. Erindið
var aðallega betl. Þau tóku einnig
að sér að stinga sér í kolmórautt
fljótið eftir bjór og gosflöskum er
við hentum nálægt bát þeirra.
Allt frá því við komum að Fair-
way-bauju höfðum við kallað
daglega í Bonny-merkjastöðina og
spurt frétta. Svarið var alltaf hið
sama: Því miður engar fréttir fyrir
þig í dag. Hafðu samband við
okkur á morgun. En þegar haft var
samband við þá um hálf þrjú leyt-
ið fjórum dögum eftir að við
lögðumst svaraði merkjamaður-
inn að lóðsinn kæmi um hádegið.
Tæpra þriggja stunda sigling er
frá Bonny þorpi til Port Harcourt.
Lóðsinn kom um þrjú leytið og
kjaftaði á honum hver tuska.
Hann fræddi okkur um land og
lýð milli þess sem hann sagði til
um siglinguna. Þar sem við vorum
nú staddir á landsvæði, sem með-
an á borgarastyrjöldinni stóð
rúmum 10 árum áður var kallað
Biafra, lék mér forvitni á að vita
urn stríðið sem íslendingar fylgd-
ust svo vel með. Lóðsinn sem
heitir S. O. Arrah en hefur kall-
merkið A (pilot alfa) vildi sem
minnst gera úr stríðinu og sagði að
það hefði mest verið blásið upp í
evrópskum fjölmiðlum. Sjálfur
kvaðst hann aðspurður hafa búið í
Lagos meðan á stríðinu stóð.
VÍKINGUR
45