Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1981, Side 50
r
Notuð voru löndunamet við losunina. (Mynd P.H.)
vegna þjófa. Voru mannop lesta
og geymsluhurðir rafsoðnar aftur.
Urðu verkamenn að nota álstiga
þegar þeir fóru niður í lestar og
upp úr þeim meðan okkur var það
stætt.
Þó umboðsmaður sendi 3—5
næturvaktmenn sem sváfu mestan
part nætur, þótti tryggast að setja
háseta á vörð. Aðra nóttina okkar
þar, rétt eftir sólarupprás, varð
Bjarni Geirsson háseti var við að
þjófar voru að brjóta upp gáma á
bryggjunni. Sá hann ekki betur en
50
vopnuðu lögreglumennirnir sem
venjulega voru á stjái ekki ýkja-
fjarri höfðu fjarlægt sig. í gámun-
um voru bíldekk. Þjófarnir rúll-
uðu þeim beint í höfnina. Undan
bryggjunni sem hvíldi á staurum
kom bátur og hirti upp fenginn og
fór með hann undir bryggjuna.
Nokkrum dögum seinna,
skömmu eftir sólarupprás, varð
Björn Knútsson háseti sem var á
verði var við menn á dekkinu sem
voru að henda skreiðarböllum í
höfnina milli skips og bryggju. Var
áhöfnin vakin, en þegar menn
komu á dekk voru þjófarnir
horfnir. Sást að þeir höfðu sprengt
upp voldugan lás á lestarmannopi.
Var talið að þeir hefðu stolið 2—3
böllum. Síðar sama dag var balla
hent af vörubílspalli í höfnina.
Vegna beygju á bryggjunni gat
skipið ekki legið þétt að. Strengd-
um við net milli skips og bryggju,
en vegna skorts á festingum í landi
var á tveim stöðum bil á milli neta.
Sá sem henti ballanum í höfnina
fleygði sér á eftir honum og hvarf
undir bryggjuna. Gerði lögreglan
smá fjaðrafok út af þessu og
handtók mann sem grunaður var
um samvinnu við ræningjana.
Eftir kvöldmat bentu innfædd-
ur næturverðir okkur á vatnsgjálf-
ur undan bryggjunni. Verkamenn
sem unnu að losun skips fyrir aft-
an okkur hópuðust á bryggjuna
við skut Arnarfells. Söfnuðu þeir
saman grjóti og létu ófriðlega. Um
borð hjá okkur voru teknar fram
tómar flöskur og öflugar hávaða-
sprengjur. Ekki var ég samt viss
um hvort grýta ætti okkur eða
ræningjana. Eftir nokkra bið
komu fjórir menn á einttrjánungi
á fullri ferð undan bryggjunni. í
sömu svipan köstuðu verkamenn-
irnir á bryggjunni af heiftarafli
grjóti í báísverja. Róbert yfirvél-
stjóri var tilbúinn með hákarla-
krækjuna og náði í fyrsta kasti að
setja undir þóftu bátsins. Setti
hann viðfesta línuna fasta. Báts-
verjar hertu þá róðurinn. Ómar 2.
stýrimaður var tilbúinn með háv-
aðasprengju sem sprakk tveimur
metrum yfir sjávarborði með
feiknarhvelli. Skeði þetta allt á
örfáum sekúndum. Ræningjarnir
reyndu að bera höfuð fyrir höfuð
sér en grjóthríðin og þríkrækja
Róberts hafa komið þeim í skiln-
ing um að staðan var vonlaus. Því
hentu þeir sér í höfnina og syntu
kafsund út á fljótið og hurfu sjón-
um okkar. Rétt í því er þjófarnir
höfðu lagst til sunds komu vopn-
VÍKINGUR