Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1981, Page 51

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1981, Page 51
aðir lögreglumenn. Setti einn þeirra sig í skotstöðu og hóf skot- hríð með forláta hríðskotabyssu eftir sundmönnunum, en væntan- lega án árangurs. Að beiðni lögreglunnar tókum við bátinn um borð og geymdum hann til morguns, en í bátnum var ca hálfur skreiðarballi í illa lykt- andi strigapoka. Lögreglumenn voru mjög upp með sér af árangr- inum og fóru fram á verðlaun frá okkur. Skipstjóri fól mér að heiðra þá með 7-up dósum og vodkasjúss á kjaft. Þessir höfðingjar áttu eftir að líta oftar við hjá mér að þiggja verðlaun fyrir baráttuna við ræn- ingjana. Þar sem ekki þýðir að deila við dómarann fengu þeir eldvatn að ósk. Ég átti hins vegar erfitt með að venjast því að hafa sem gesti í herbergi mínu ein- kennisklædda unglinga handleik- andi skammbyssur og hríðskota- byssur. í dagrenningu hálfum öðrum sólarhring eftir bátstökuna sáum við til ferða félaga úr brygggju- ræningjafélaginu. Tóku þeir bát- inn sem enn hafði ekki verið sóttur af lögreglunni drógu hann fram á bryggjubrún og renndu honum á endann svo hann sökk í höfnina. Að því loknu hlupu þeir á braut. í fyrstu var maður hálf ringlað- ur í landi. Tötralegir innfæddir voru allir eitt bros og kölluðu: Amigo, you won tici tici my sister. Do you like marias. (kurteislega þýtt: Vinur, vilt þú hafa kynmök við systur mína? Gimist þú vænd- iskonu/kærustu?). Rétt ofan við höfnina var útimarkaður þar sem aðallega voru seldar matvörur. Heldur þótti manni hreinlætis- kröfur vera litlar. Húsin voru flest einnar eða tveggja hæða, gjarnan með svölum. Algengt var að gluggar væru rúðulausir. Það litla sem sást inni var að íbúar gerðu ekki háar kröfur um húsgögn. Rafmagn var lagt í hús og kæli- skápar og sjónvörp talin til lífs- ’ . • Mariumar bjóða blfðu sína. (Mynd Þ.H.) nauðsynja miðstéttarfólks. Skolp rann um opna rennusteina eftir götunum. Víða sáust vatnskranar þar sem hægt var að sækja vont en hættulítið vatnsveituvatn. Margt var um manninn á götunum, margt berfætt eða í tékkneskum plastsandölum. Við sum húsin voru viðbyggingar gerðar úr tré- grind, bárujárni og teppum. Þróun innflutnings hefur verið afaróstöðug. Stundum hefur verið leyft að flytja inn nær hvað sem er, en oft þess á milli hafa verið strangar innflutningstakmarkanir. Hefur þetta bitnað illa á bíleig- endum, þegar ekki hafa fengist varahlutir. Eru þá bílamir skildir eftir þar sem þeir bila. Vegna vaxtarhraða gróðurs hverfa yfir- gefnir bílar fljótt í gróðri á veg- köntum og verða hluti af landlag- inu, þar til ryðið vinnur á þeim. Plönturnar komast inn í bílana og sá ég nokkra japanska bíla að hálfu hulda gróðri með grængresi út um allar rúður og upp úr vélar- hlíf. Sem dæmi um umferðarmenn- ingu í Nígeríu skal það nefnt að enginn hvítur maður keyrir þar bíl. Hægri umferð er þar að nafn- inu til, en ef vinstri akgrein er greiðfærari er hún ekin. Komi bíll á móti er reynt að komast inn á hægri akgrein á ný. Takist það ekki er bara flautað og beðið (In God We Trust.). Ökuferð á annatíma er vart hægt að lýsa. Gengur allt út á að taka sjensa og svína á náunganum Lenti ég í því eitt kvöldið. Vorum við á einni „Miklubrautum" borgarinnar. Fylgdum við um- ferðinni að mestu en þó reyndi lóðsinn sem var við stýrið eins og aðrir að ota sínum tota. Þegar við komum að gatnamótum nokkrum urðum við fyrir hindrun og varð lóðsinn að stoppa. Von bráðar mjökuðumst við af stað aftur en stoppuðum fljótlega. Sat þá allt fast. Höfðu þeir sem komu að gatnamótunum fyrst séð smá hnút. Notfærðu því þeir sem voru aftar í röðinni sér tækifærið og fóru fremstir á vinstri akrein, þar sem vegna hnútsins var ekki nein umgerð á móti. Á meðan mjökuð- umst við fyrir stóra stoppið. Höfðu viðstaddir aðvífandi bílstjórar fyllt allar akreinár sem lágu að gatna- mótum og komst því enginn neitt. Fyrir eitthvað kraftaverk leyst- ist úr hnútnum rúmum hálftíma síðar. Ég spurði lóðsinn hvort ekki VÍKINGUR 51

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.