Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1981, Síða 52
Háifoss snýr suður til 60 daga vistar í Lagos og Port Harcourt. (Mynd P.H.)
væri umferðarlögregla í Port Har-
court. Hann varð hálf sár yfir svo
ósanngjarni spurningu og sagði að
auðvitað væri umferðarlögregla
en þeirynnu bara á daginn.
Þegar þetta átti sér stað vorum
við að koma úr verslunarleiðangri.
I bárujárnsskúr var minjagripa-
forretning sem seldi úrskorna
muni úr ebony og fleiri viðarteg-
undum. Verðið var prúttað niður
um tæpan helming. Nokkuð var
um eigulega gripi og keyptum við
nokkrar styttur og úrskorna vegg-
mynd. En þegar heim kom hafði
loftslagsbreytingin sprengt og
undið flestar stytturnar og mynd-
ina.
Fæstir af áhöfninni fóru oftar
en einu sinni í land. Næturklúbbur
var starfræktur í kjallara annars
tveggja lúxushótela bæjarins. Litu
nokkrir strákanna inn fyrsta
kvöldið. Þrátt fyrir glæst vændi
leist mönnum ekki meira en svo á
sig að þeir fóru út löngu fyrir lok-
un. Eignuðust þrír þeirra vinkonur
sem þeir buðu með sér um borð.
Hliðvörðum í hafnarhliðinu varð
að greiða 10 nærur fyrir stykkið.
Þegar mönnum leiddist af-
spyrnumikið var kveikt á sjón-
52
varpinu. Um tvær dagskrár var að
velja og var hvor annarri leiðin-
legri. Fréttir fjölluðu mest um
ræðuhöld framámanna þar í landi.
Einkum voru sjónvarpsmenn iðnir
að fylgjast með orðum og gerðum
varasýslumanns (deputygovernor)
Fljótasýslu: Doktor prins Frank
Eke vararíkisstjóri sagði í ræðu á
ársfundi dýrarverndunarfélags
sýslunnar, — á æskulýðskvöldi
methódistakirkjunnar, — við
opnun söluturns, — úti á mjólk-
urbúð, — þegar hann steig út úr
bílnum.. . Flestar fjölluðu ræð-
urnar um gæði landsins og fram-
tíðarverkefni yfirvalda. Ennfrem-
ur landsföðurleg heilræði. Fréttir
og mest af dagskánni var á ensku
sem er ríkismál. Fréttaágrip eru
flutt á tveimur—þremur frum-
skógarmálum af innfæddum í
náttserkjum og með viðeigandi
húfu. Telst slíkur búningur þjóð-
legur og er notaður jöfnum hönd-
um við vestrænan klæðnað.
í auglýsingum sjónvarpsins
voru hvatningar til lýðsins um að
hvorki veita né taka við mútum,
og ef fólk yrði vart við grunsam-
lega náunga átti það að láta lög-
regluna vita tafarlaust.
Sérstakur liður í auglýsingum
sjónvarpsins var dánar- og jarða-
fararfréttir. Var leikin mild sorg-
artónlist á orgel meðan brugðið
var mynd hins framliðna á skjá-
inn. Þulur las síðan: Okkar ástkæri
Nói Nonna hvarf okkur yfir móð-
una miklu 18. september. Hann
fæddist 10 desember 1917. Hann
var góður eiginmaður og faðir og
við munum öll sakna hans sár-
lega. Útför hans verður gerð ...
Síðan var rakin för líksins frá lík-
húsi í útfararstofnun, minningar-
athafnir jafnvel bæði kristnar
heiðnar og loks jarðsetning og
erfidrykkja. Undir þetta skrifuðu
eiginkonur og börn hins fram-
liðna.
Menn hljóta að verða að eiga
ríka að til að geta vænst slíkra
auglýsinga um andlát sitt. Gjarn-
an voru þeir er auglýstu andlát í
sjónvarpi nógu efnaðir til að
kaupa heilsíðuauglýsingar í dag-
blöðum.
Nokkuð er um umræðuþætti í
sjónvarpi. Einn sá ég sem fjallaði í
fullri alvöru um að lemja eigin-
konur sínar: Wifebeating. Þar
voru mættir til leiks fjórir spek-
ingar sem reifuðu þetta merkilega
efni. Einn hélt því fram að það
væri sök eiginkonunnar/eigin-
kvennanna ef maðurinn kæmi
drukkinn heim og berði kon-
una/konurnar. Konan væri bara
ekki nógu lagin við að lempa vin-
inn sem hefði sennilega lent í
mótlæti í drykkjunni.
Mjög margar kirkjur eru í Port
Harcourt og eru kirkjudeildir
margar. Maður sem hvaðst vera
prestur Votta Jehóva safnaðarins
og var einn örfárra feitra manna
sem ég sá í Nígeríu, kom nokkrum
sinnum um borð. Hann dreifði
smáritum og talaði um dómsdag.
Var helst á honum að skilja að guð
væri hjá Sameinuðu þjóðunum og
kæmi þaðan að frelsa heiminn. í
lok hverrar heimsóknar bauðst
hann til að skifta erlendum pen-
VÍKINGUR