Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1981, Blaðsíða 52

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1981, Blaðsíða 52
Háifoss snýr suður til 60 daga vistar í Lagos og Port Harcourt. (Mynd P.H.) væri umferðarlögregla í Port Har- court. Hann varð hálf sár yfir svo ósanngjarni spurningu og sagði að auðvitað væri umferðarlögregla en þeirynnu bara á daginn. Þegar þetta átti sér stað vorum við að koma úr verslunarleiðangri. I bárujárnsskúr var minjagripa- forretning sem seldi úrskorna muni úr ebony og fleiri viðarteg- undum. Verðið var prúttað niður um tæpan helming. Nokkuð var um eigulega gripi og keyptum við nokkrar styttur og úrskorna vegg- mynd. En þegar heim kom hafði loftslagsbreytingin sprengt og undið flestar stytturnar og mynd- ina. Fæstir af áhöfninni fóru oftar en einu sinni í land. Næturklúbbur var starfræktur í kjallara annars tveggja lúxushótela bæjarins. Litu nokkrir strákanna inn fyrsta kvöldið. Þrátt fyrir glæst vændi leist mönnum ekki meira en svo á sig að þeir fóru út löngu fyrir lok- un. Eignuðust þrír þeirra vinkonur sem þeir buðu með sér um borð. Hliðvörðum í hafnarhliðinu varð að greiða 10 nærur fyrir stykkið. Þegar mönnum leiddist af- spyrnumikið var kveikt á sjón- 52 varpinu. Um tvær dagskrár var að velja og var hvor annarri leiðin- legri. Fréttir fjölluðu mest um ræðuhöld framámanna þar í landi. Einkum voru sjónvarpsmenn iðnir að fylgjast með orðum og gerðum varasýslumanns (deputygovernor) Fljótasýslu: Doktor prins Frank Eke vararíkisstjóri sagði í ræðu á ársfundi dýrarverndunarfélags sýslunnar, — á æskulýðskvöldi methódistakirkjunnar, — við opnun söluturns, — úti á mjólk- urbúð, — þegar hann steig út úr bílnum.. . Flestar fjölluðu ræð- urnar um gæði landsins og fram- tíðarverkefni yfirvalda. Ennfrem- ur landsföðurleg heilræði. Fréttir og mest af dagskánni var á ensku sem er ríkismál. Fréttaágrip eru flutt á tveimur—þremur frum- skógarmálum af innfæddum í náttserkjum og með viðeigandi húfu. Telst slíkur búningur þjóð- legur og er notaður jöfnum hönd- um við vestrænan klæðnað. í auglýsingum sjónvarpsins voru hvatningar til lýðsins um að hvorki veita né taka við mútum, og ef fólk yrði vart við grunsam- lega náunga átti það að láta lög- regluna vita tafarlaust. Sérstakur liður í auglýsingum sjónvarpsins var dánar- og jarða- fararfréttir. Var leikin mild sorg- artónlist á orgel meðan brugðið var mynd hins framliðna á skjá- inn. Þulur las síðan: Okkar ástkæri Nói Nonna hvarf okkur yfir móð- una miklu 18. september. Hann fæddist 10 desember 1917. Hann var góður eiginmaður og faðir og við munum öll sakna hans sár- lega. Útför hans verður gerð ... Síðan var rakin för líksins frá lík- húsi í útfararstofnun, minningar- athafnir jafnvel bæði kristnar heiðnar og loks jarðsetning og erfidrykkja. Undir þetta skrifuðu eiginkonur og börn hins fram- liðna. Menn hljóta að verða að eiga ríka að til að geta vænst slíkra auglýsinga um andlát sitt. Gjarn- an voru þeir er auglýstu andlát í sjónvarpi nógu efnaðir til að kaupa heilsíðuauglýsingar í dag- blöðum. Nokkuð er um umræðuþætti í sjónvarpi. Einn sá ég sem fjallaði í fullri alvöru um að lemja eigin- konur sínar: Wifebeating. Þar voru mættir til leiks fjórir spek- ingar sem reifuðu þetta merkilega efni. Einn hélt því fram að það væri sök eiginkonunnar/eigin- kvennanna ef maðurinn kæmi drukkinn heim og berði kon- una/konurnar. Konan væri bara ekki nógu lagin við að lempa vin- inn sem hefði sennilega lent í mótlæti í drykkjunni. Mjög margar kirkjur eru í Port Harcourt og eru kirkjudeildir margar. Maður sem hvaðst vera prestur Votta Jehóva safnaðarins og var einn örfárra feitra manna sem ég sá í Nígeríu, kom nokkrum sinnum um borð. Hann dreifði smáritum og talaði um dómsdag. Var helst á honum að skilja að guð væri hjá Sameinuðu þjóðunum og kæmi þaðan að frelsa heiminn. í lok hverrar heimsóknar bauðst hann til að skifta erlendum pen- VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.